Ömurlegir mánuðir fyrir íþróttaaðdáendur í Philadelphia Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. maí 2023 23:30 Íþróttalið Philadelphia-borgar hafa ekki átt sjö dagana sæla. Adam Glanzman/Getty Images Sértu frá Philadelphia í Bandaríkjunum og elskar íþróttir má reikna með að það sé heldur þungt yfir þér um þessar mundir. Það hefur bókstaflega ekkert gengið upp hjá íþróttaliðum borgarinnar undanfarna sex mánuði. Síðasti naglinn í kistuna var afhroð Philadelphia 76ers gegn Boston Celtics í oddaleik um sæti í úrslitum Austursins í NBA-deildinni í körfubolta. Ekki nóg með að 76ers hafi tapað heldur var liðinu einfaldlega pakkað saman. Joel Embiid, stórstjarna liðsins og verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar, ásakaði svo alla leikmenn liðsins – nema James Harden – um að vera einfaldlega ekki nægilega góðir. Téður Harden er svo að íhuga sín mál. Hann virðist alvarlega vera að skoða þann möguleika að ganga í raðir Houston Rockets á nýjan leik. Harden þekkir vel til í Houston þar sem hann lék með liðinu frá 2012 til 2021. Dökk ský eru yfir Philadelphia þessa dagana en fyrr á þessu ári tapaði Philadelphia Eagles í úrslitum NFL-deildarinnar fyrir Patrick Mahomes og félögum í Kansas City Chiefs. Ef það var ekki nóg þá komst Philadelphia Phillies alla leið í úrslit hafnaboltans en mátti þola 4-2 tap þar gegn Houston Astros. Ofan á það þá fór Philadelphia Union í úrslit MLS-deildarinnar í fótbolta. Þar beið Los Angeles FC og var staðan 3-3 að loknum venjulegum leiktíma. Leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni en þar hafði Los Angeles betur og tryggði sér sigur. Íþróttir geta verið harður húsbóndi og það vita íþróttaunnendur í Philadelphia betur en flestir eftir síðustu sex mánuði. Philly sports over the last six months: Lost MLS Cup to LAFC in PKs Lost World Series to Astros Lost Super Bowl to Chiefs Lost Game 7 ECS to CelticsHeartbreaking pic.twitter.com/j7x7kmWZIK— Bleacher Report (@BleacherReport) May 15, 2023 Körfubolti Fótbolti Hafnabolti Bandaríski fótboltinn NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Sjá meira
Síðasti naglinn í kistuna var afhroð Philadelphia 76ers gegn Boston Celtics í oddaleik um sæti í úrslitum Austursins í NBA-deildinni í körfubolta. Ekki nóg með að 76ers hafi tapað heldur var liðinu einfaldlega pakkað saman. Joel Embiid, stórstjarna liðsins og verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar, ásakaði svo alla leikmenn liðsins – nema James Harden – um að vera einfaldlega ekki nægilega góðir. Téður Harden er svo að íhuga sín mál. Hann virðist alvarlega vera að skoða þann möguleika að ganga í raðir Houston Rockets á nýjan leik. Harden þekkir vel til í Houston þar sem hann lék með liðinu frá 2012 til 2021. Dökk ský eru yfir Philadelphia þessa dagana en fyrr á þessu ári tapaði Philadelphia Eagles í úrslitum NFL-deildarinnar fyrir Patrick Mahomes og félögum í Kansas City Chiefs. Ef það var ekki nóg þá komst Philadelphia Phillies alla leið í úrslit hafnaboltans en mátti þola 4-2 tap þar gegn Houston Astros. Ofan á það þá fór Philadelphia Union í úrslit MLS-deildarinnar í fótbolta. Þar beið Los Angeles FC og var staðan 3-3 að loknum venjulegum leiktíma. Leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni en þar hafði Los Angeles betur og tryggði sér sigur. Íþróttir geta verið harður húsbóndi og það vita íþróttaunnendur í Philadelphia betur en flestir eftir síðustu sex mánuði. Philly sports over the last six months: Lost MLS Cup to LAFC in PKs Lost World Series to Astros Lost Super Bowl to Chiefs Lost Game 7 ECS to CelticsHeartbreaking pic.twitter.com/j7x7kmWZIK— Bleacher Report (@BleacherReport) May 15, 2023
Körfubolti Fótbolti Hafnabolti Bandaríski fótboltinn NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Sjá meira