Vinstri bakvörður sem enginn þekkir í hópi með De Bruyne og Messi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. maí 2023 22:32 Leif Davis er með skemmtilegri bakvörðum Englands. Ashley Allen/Getty Images Þegar stoðsendingahæstu knattspyrnumenn Evrópu eru skoðaðir stendur eitt nafn sérstaklega upp úr. Það er Leif Davis, vinstri bakvörður Ipswich Town. Hefur hann gefið tvöfalt fleiri stoðsendingar en leikmenn á borð við Martin Ödegaard, Jack Grealish og Bruno Fernandes. Hinn 23 ára gamli Leif er stór ástæða fyrir góðu gengi Ipswich Town á leiktíðinni en liðið endaði í 2. sæti með 98 stig og tryggði sér sæti í ensku B-deildinni á næstu leiktíð. Áðurnefndur Leif gekk í raðir Ipswich frá Leeds United á 1.5 milljón punda síðasta sumar. Hann hefur heldur betur notið sín undir stjórn þjálfarans Kieran McKenna en sá var áður aðstoðarþjálfari hjá Manchester United áður en hann færði sig niður í C-deildina. Leif hefur lagt upp mark í þriðja hverjum leik á leiktíðinni og segir það stóran part af sínum leik. Only two players in Europe's top five leagues have more assists this season than Leif Davis Kevin De Bruyne and Lionel Messi.The flying full-back speaks to @DTathletic about the similarities between Marcelo Bielsa and Kieran McKenna and promotion to the Championship.#ITFC— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) May 15, 2023 „Ég sá tölfræði um daginn sem staðfesti að ég hefði skapað flest færin í EFL [B- til D-deild]. Ég var hæstánægður þegar ég sá að aðrir leikmenn voru langt frá mér, leikmenn sem spila mun framar á vellinum. Ég er bara varnarmaður en elskar að sækja og skapa færi fyrir samherja sína.“ Aðeins þrír leikmenn á Englandi hafa gefið fleiri stoðsendingar en Davis á leiktíðinni. Kevin De Bruyne, prímusmótor Englandsmeistara Manchester City, er þar á meðal ásamt Owen Moxon hjá Carlisle United og Elliott Watt sem báðir spila í D-deildinni. Ef horft er í stærstu fimm deildir Evrópu er það aðeins De Bruyne og Lionel Messi, leikmaður París Saint-Germain, sem hafa gefið fleiri stoðsendingar en vinstri bakvörðurinn knái. Leif Davis, hver er það?Sebastian Frej/Getty Images Alls skapaði Davis 132 færi fyrir samherja sína á leiktíðinni. Alls skoraði Ipswich 101 mark í deildinni, það mesta í efstu fjórum deildum Englands. Þau sem þekkja til hjá Leeds United telja að Marcelo Bielsa hefði ekki selt Davis heldur reynt að beisla hæfileikana, gera hann betri varnarlega og nýtt krafta hans í ensku úrvalsdeildinni. Sem stendur gæti farið svo að Ipswich og Leeds mætist í ensku B-deildinni á næstu leiktíð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Sjá meira
Hinn 23 ára gamli Leif er stór ástæða fyrir góðu gengi Ipswich Town á leiktíðinni en liðið endaði í 2. sæti með 98 stig og tryggði sér sæti í ensku B-deildinni á næstu leiktíð. Áðurnefndur Leif gekk í raðir Ipswich frá Leeds United á 1.5 milljón punda síðasta sumar. Hann hefur heldur betur notið sín undir stjórn þjálfarans Kieran McKenna en sá var áður aðstoðarþjálfari hjá Manchester United áður en hann færði sig niður í C-deildina. Leif hefur lagt upp mark í þriðja hverjum leik á leiktíðinni og segir það stóran part af sínum leik. Only two players in Europe's top five leagues have more assists this season than Leif Davis Kevin De Bruyne and Lionel Messi.The flying full-back speaks to @DTathletic about the similarities between Marcelo Bielsa and Kieran McKenna and promotion to the Championship.#ITFC— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) May 15, 2023 „Ég sá tölfræði um daginn sem staðfesti að ég hefði skapað flest færin í EFL [B- til D-deild]. Ég var hæstánægður þegar ég sá að aðrir leikmenn voru langt frá mér, leikmenn sem spila mun framar á vellinum. Ég er bara varnarmaður en elskar að sækja og skapa færi fyrir samherja sína.“ Aðeins þrír leikmenn á Englandi hafa gefið fleiri stoðsendingar en Davis á leiktíðinni. Kevin De Bruyne, prímusmótor Englandsmeistara Manchester City, er þar á meðal ásamt Owen Moxon hjá Carlisle United og Elliott Watt sem báðir spila í D-deildinni. Ef horft er í stærstu fimm deildir Evrópu er það aðeins De Bruyne og Lionel Messi, leikmaður París Saint-Germain, sem hafa gefið fleiri stoðsendingar en vinstri bakvörðurinn knái. Leif Davis, hver er það?Sebastian Frej/Getty Images Alls skapaði Davis 132 færi fyrir samherja sína á leiktíðinni. Alls skoraði Ipswich 101 mark í deildinni, það mesta í efstu fjórum deildum Englands. Þau sem þekkja til hjá Leeds United telja að Marcelo Bielsa hefði ekki selt Davis heldur reynt að beisla hæfileikana, gera hann betri varnarlega og nýtt krafta hans í ensku úrvalsdeildinni. Sem stendur gæti farið svo að Ipswich og Leeds mætist í ensku B-deildinni á næstu leiktíð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Sjá meira