Ábyrgðin er ekki foreldra Einar Jónsson skrifar 15. maí 2023 12:31 Guðrún Helga Bjarnadóttir, verkefnastjóri hjá Barnaheillum, skrifaði grein á Vísi á dögunum um kynferðisbrot og annars konar ofbeldi gegn börnum í sumarbúðum, sumarnámskeiðum og öðru tómstundastarfi. Í greininni hvetur hún foreldra og forsjáraðila til að spyrja gagnrýninna spurninga áður en þeir skrái börn sín á slík námskeið. Ástæðan er sú að ekki sé hægt að treysta skilyrðislaust þeim sem standi að slíkum námskeiðum fyrir öryggi barnanna. Kemur Guðrún Helga jafnframt fram með tillögur að vel ígrunduðum spurningum sem foreldrar geti spurt námskeiðahaldara. Lúta þær meðal annars að því hvernig staðið sé að forvörnum gegn kynferðisofbeldi gegn börnum, ráðningum starfsmanna, hvernig tekið sé á óviðeigandi hegðun og hvaða þjálfun og fræðsla standi starfsfólki til boða. Það er ástæða til að fagna því að jafn stór og öflug almannaheillasamtök og Barnaheill skuli vekja athygli á þeim ófögnuði sem kynferðisbrot gegn börnum eru. Það er rétt hjá Guðrúnu Helgu að fyllsta ástæða er til árvekni í þessum málaflokki og ekki er hægt að treysta í blindni þeim sem standa að rekstri sumarbúða eða annars tómstundastarfs fyrir börn. Því fengum við hjónin að kynnast síðastliðið sumar þegar starfsmaður sumarbúðanna í Reykjadal braut kynferðislega á níu ára dóttur okkar í búðunum. Enn fremur fengum við að kynnast því að starfsmenn sumarbúðanna höfðu enga viðbragðsáætlun í málum sem þessum, kölluðu ekki einu sinni til lögreglu, spilltu vettvangi glæpsins og komu geranda undan. Framkvæmdastjóri Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra sem rekur búðirnar ráðlagði starfsmönnum meira að segja að kalla ekki til lögreglu þegar þeir spurðu hann ráða. Á endanum var það móðir barnsins sem upplýsti lögreglu og barnavernd um glæpinn að ráði starfsmanns neyðarmóttöku vegna kynferðisglæpa. Sem foreldri barns sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi í sumarbúðum finnst mér það einstaklega ósmekklegt að Guðrún Helga og Barnaheill skuli vilja velta ábyrgðinni á velferð barna í sumarbúðum eða tómstundastarfi yfir á herðar forráðamanna. Ábyrgðin er ekki foreldra heldur þeirra sem standa að rekstrinum sem og þeirra sem setja þeim leikreglur, það er Alþingis og ráðherra. Það er brýnt að kveðið sé á um forvarnir gegn ofbeldi í þeim lögum og reglugerðum sem gilda um slíka starfsemi. Einnig þarf að kveða skýrt á um það í reglugerðum hvernig skuli bregðast við ef ofbeldistilvik koma upp og fræða starfsmenn um það. Síðast en ekki síst þarf að vera virkt og öflugt eftirlit með að farið sé að þessum lögum og hörð viðurlög ef misbrestur er þar á. Til þess þurfa eftirlitsstofnanir að vera öflugar og skorta hvorki fjárráð né mannafla. Barnaheill eru öflug alþjóðleg samtök sem njóta virðingar og hafa vægi í umræðu um réttindi barna. Það er því ákaflega ánægjulegt að þau skuli sýna þessum málaflokki áhuga enda eru þau í þeirri stöðu að geta beitt ráðamenn þrýstingi og haft áhrif til góðs. Það væri nær að þau myndu leggja orku sína í það frekar en að reyna að koma ábyrgðinni yfir á herðar foreldra sem eru að velja sumarnámskeið fyrir börn sín. Guðrún Helga, hér koma tillögur að spurningum sem þú sem verkefnastjóri hjá öflugum almannaheillasamtökum getur velt fyrir þér að spyrja ráðamenn þjóðarinnar og eftirlitsstofnanir áður en þú leyfir þér að senda að senda grein á Vísi. Hvaða lög og reglur eru í gildi sem miða að því að draga úr hættu á að börn verði fyrir kynferðisbrotum eða öðru ofbeldi í íþrótta- og tómstundastarfi? Að hvaða leyti má bæta þá löggjöf? Er löggjöfin sambærileg þeirri sem gildir um þennan málaflokk í þeim löndum sem við berum okkur saman við? Er þeim sem standa að tómstundastarfi fyrir börn skylt að vera með viðbragðsáætlun við kynferðisbrotum og öðru ofbeldi? Ef svo er ekki, er þá ekki full ástæða til að gera þar bragarbót á? Er kveðið á um þjálfun og fræðslu starfsmanna um viðbrögð við ofbeldisbrotum í tómstundastarfi hvort sem þau eru framin af fullorðum eða börnum? Hvaða stofnanir hafa eftirlit með öryggismálum þeirra sem standa að tómstundastarfi fyrir börn? Hafa þær mannafla og fjármagn til að sinna hlutverki sínu sem skyldi? Höfundur er foreldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Börn og uppeldi Mest lesið Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Sjá meira
Guðrún Helga Bjarnadóttir, verkefnastjóri hjá Barnaheillum, skrifaði grein á Vísi á dögunum um kynferðisbrot og annars konar ofbeldi gegn börnum í sumarbúðum, sumarnámskeiðum og öðru tómstundastarfi. Í greininni hvetur hún foreldra og forsjáraðila til að spyrja gagnrýninna spurninga áður en þeir skrái börn sín á slík námskeið. Ástæðan er sú að ekki sé hægt að treysta skilyrðislaust þeim sem standi að slíkum námskeiðum fyrir öryggi barnanna. Kemur Guðrún Helga jafnframt fram með tillögur að vel ígrunduðum spurningum sem foreldrar geti spurt námskeiðahaldara. Lúta þær meðal annars að því hvernig staðið sé að forvörnum gegn kynferðisofbeldi gegn börnum, ráðningum starfsmanna, hvernig tekið sé á óviðeigandi hegðun og hvaða þjálfun og fræðsla standi starfsfólki til boða. Það er ástæða til að fagna því að jafn stór og öflug almannaheillasamtök og Barnaheill skuli vekja athygli á þeim ófögnuði sem kynferðisbrot gegn börnum eru. Það er rétt hjá Guðrúnu Helgu að fyllsta ástæða er til árvekni í þessum málaflokki og ekki er hægt að treysta í blindni þeim sem standa að rekstri sumarbúða eða annars tómstundastarfs fyrir börn. Því fengum við hjónin að kynnast síðastliðið sumar þegar starfsmaður sumarbúðanna í Reykjadal braut kynferðislega á níu ára dóttur okkar í búðunum. Enn fremur fengum við að kynnast því að starfsmenn sumarbúðanna höfðu enga viðbragðsáætlun í málum sem þessum, kölluðu ekki einu sinni til lögreglu, spilltu vettvangi glæpsins og komu geranda undan. Framkvæmdastjóri Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra sem rekur búðirnar ráðlagði starfsmönnum meira að segja að kalla ekki til lögreglu þegar þeir spurðu hann ráða. Á endanum var það móðir barnsins sem upplýsti lögreglu og barnavernd um glæpinn að ráði starfsmanns neyðarmóttöku vegna kynferðisglæpa. Sem foreldri barns sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi í sumarbúðum finnst mér það einstaklega ósmekklegt að Guðrún Helga og Barnaheill skuli vilja velta ábyrgðinni á velferð barna í sumarbúðum eða tómstundastarfi yfir á herðar forráðamanna. Ábyrgðin er ekki foreldra heldur þeirra sem standa að rekstrinum sem og þeirra sem setja þeim leikreglur, það er Alþingis og ráðherra. Það er brýnt að kveðið sé á um forvarnir gegn ofbeldi í þeim lögum og reglugerðum sem gilda um slíka starfsemi. Einnig þarf að kveða skýrt á um það í reglugerðum hvernig skuli bregðast við ef ofbeldistilvik koma upp og fræða starfsmenn um það. Síðast en ekki síst þarf að vera virkt og öflugt eftirlit með að farið sé að þessum lögum og hörð viðurlög ef misbrestur er þar á. Til þess þurfa eftirlitsstofnanir að vera öflugar og skorta hvorki fjárráð né mannafla. Barnaheill eru öflug alþjóðleg samtök sem njóta virðingar og hafa vægi í umræðu um réttindi barna. Það er því ákaflega ánægjulegt að þau skuli sýna þessum málaflokki áhuga enda eru þau í þeirri stöðu að geta beitt ráðamenn þrýstingi og haft áhrif til góðs. Það væri nær að þau myndu leggja orku sína í það frekar en að reyna að koma ábyrgðinni yfir á herðar foreldra sem eru að velja sumarnámskeið fyrir börn sín. Guðrún Helga, hér koma tillögur að spurningum sem þú sem verkefnastjóri hjá öflugum almannaheillasamtökum getur velt fyrir þér að spyrja ráðamenn þjóðarinnar og eftirlitsstofnanir áður en þú leyfir þér að senda að senda grein á Vísi. Hvaða lög og reglur eru í gildi sem miða að því að draga úr hættu á að börn verði fyrir kynferðisbrotum eða öðru ofbeldi í íþrótta- og tómstundastarfi? Að hvaða leyti má bæta þá löggjöf? Er löggjöfin sambærileg þeirri sem gildir um þennan málaflokk í þeim löndum sem við berum okkur saman við? Er þeim sem standa að tómstundastarfi fyrir börn skylt að vera með viðbragðsáætlun við kynferðisbrotum og öðru ofbeldi? Ef svo er ekki, er þá ekki full ástæða til að gera þar bragarbót á? Er kveðið á um þjálfun og fræðslu starfsmanna um viðbrögð við ofbeldisbrotum í tómstundastarfi hvort sem þau eru framin af fullorðum eða börnum? Hvaða stofnanir hafa eftirlit með öryggismálum þeirra sem standa að tómstundastarfi fyrir börn? Hafa þær mannafla og fjármagn til að sinna hlutverki sínu sem skyldi? Höfundur er foreldri.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun