Segir yfirlýsingu um boðaða hækkun á leiguverði minna á vísindaskáldskap Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 14. maí 2023 19:30 „Mér fannst þetta um margt merkilegt viðtal og sýnir okkur kannski glöggt inn í hugarheim einstaklinga sem standa á bakvið félagið,“ segir Guðmundur Hrafn, formaður samtaka leigjenda. Vísir/Steingrímur Dúi Formaður samtaka leigjenda er hræddur um að mörgum hafi brugðið þegar stjórnarformaður leigufélagsins Ölmu boðaði hækkun á leiguverði í dag. Yfirlýsing stjórnarformannsins um að leiguverð sé of lágt minni á vísindaskáldskap. Leigumarkaðurinn og slæm staða leigjenda hafa verið til umræðu síðustu misseri. Margir hafa gagnrýnt leigufélagið Ölmu og þær hækkanir sem félagið hefur gert á leigusamningum undanfarið. Gunnar Þór Gíslason, stjórnarformaður Ölmu, sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að honum þyki félagið alls ekki eins slæmt og margir vilji meina. Hann sagði leiguverð í raun of lágt og boðaði hækkun. Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda hafði sitt að segja um orð Gunnars. „Mér fannst þetta um margt merkilegt viðtal og sýnir okkur kannski glöggt inn í hugarheim einstaklinga sem standa á bakvið félagið,“ segir Guðmundur. Hann telur að það hafi farið um marga. „Vegna þess að þarna er hann að segja okkur og sýna okkur að þetta snúist ekkert um hvort að það sé einhver rekstrarkostnaður að hækka hjá félaginu heldur bara að hann ætli að hækka leiguna þangað til að hann framkallar þjóðfélagsbreytingar. Og hann tekur sér þetta vald að geta hækkað húsaleigu endalaust, jafnvel þó það þýði að það verði miklar þjóðfélagsbreytingar.“ Þetta er bara eins og í vísindaskáldsögu. „Ég meina, maðurinn stundar svínarækt“ Guðmundur kallar eftir því að stjórnvöld stígi inn í og verji leigjendur fyrir hegðun eins og Gunnar lýsti í morgun. „Þar sem hann ætlar bara að hækka leigu, jafnvel þó það þýði að fjölskyldur þurfi að búa saman, þurfi að búa þröngt. Ég meina, maðurinn stundar svínarækt. Ég veit ekki hvort hann ætlar að varpa þessum hugmyndum sínum um svínarækt og þröngbýli yfir á leigjendur vegna þess að hann veit að leigjendur munu alltaf einhvern veginn þurfa að koma þaki yfir höfuðið. Hann ætlar bara að hækka leiguna þar til þeir hreinlega gefa upp öndina. Og mér finnst að stjórnvöld eigi að bera ábyrgð á því, svona hugsunarhætti.“ Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Sjá meira
Leigumarkaðurinn og slæm staða leigjenda hafa verið til umræðu síðustu misseri. Margir hafa gagnrýnt leigufélagið Ölmu og þær hækkanir sem félagið hefur gert á leigusamningum undanfarið. Gunnar Þór Gíslason, stjórnarformaður Ölmu, sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að honum þyki félagið alls ekki eins slæmt og margir vilji meina. Hann sagði leiguverð í raun of lágt og boðaði hækkun. Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda hafði sitt að segja um orð Gunnars. „Mér fannst þetta um margt merkilegt viðtal og sýnir okkur kannski glöggt inn í hugarheim einstaklinga sem standa á bakvið félagið,“ segir Guðmundur. Hann telur að það hafi farið um marga. „Vegna þess að þarna er hann að segja okkur og sýna okkur að þetta snúist ekkert um hvort að það sé einhver rekstrarkostnaður að hækka hjá félaginu heldur bara að hann ætli að hækka leiguna þangað til að hann framkallar þjóðfélagsbreytingar. Og hann tekur sér þetta vald að geta hækkað húsaleigu endalaust, jafnvel þó það þýði að það verði miklar þjóðfélagsbreytingar.“ Þetta er bara eins og í vísindaskáldsögu. „Ég meina, maðurinn stundar svínarækt“ Guðmundur kallar eftir því að stjórnvöld stígi inn í og verji leigjendur fyrir hegðun eins og Gunnar lýsti í morgun. „Þar sem hann ætlar bara að hækka leigu, jafnvel þó það þýði að fjölskyldur þurfi að búa saman, þurfi að búa þröngt. Ég meina, maðurinn stundar svínarækt. Ég veit ekki hvort hann ætlar að varpa þessum hugmyndum sínum um svínarækt og þröngbýli yfir á leigjendur vegna þess að hann veit að leigjendur munu alltaf einhvern veginn þurfa að koma þaki yfir höfuðið. Hann ætlar bara að hækka leiguna þar til þeir hreinlega gefa upp öndina. Og mér finnst að stjórnvöld eigi að bera ábyrgð á því, svona hugsunarhætti.“
Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Sjá meira