„Er bara að lemja í okkur að þetta sé hægt“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. maí 2023 10:01 Sævar Atli og félagar fagna sigri í síðustu umferð. Lyngy Sævar Atli Magnússon skoraði það sem reyndist sigurmark Lyngby gegn Midtjylland í síðustu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar. Það mark gæti reynst dýrmætt þegar uppi er staðið en á einhvern ótrúlegan hátt á Lyngby enn möguleika á að halda sér í deild þeirra bestu í Danmörku. Í Danmörku er tímabilið tvískipt þar sem það er lengra hlé um jólin - á miðju tímabili - en er á milli tímabila á sumrin. Þegar hlé var gert á deildinni fyrir áramót sat Íslendingalið Lyngby sem fastast á botninum. Lærisveinar Freys Alexanderssonar höfðu aðeins unnið einn leik en hann kom í síðasta leiknum fyrir frí. Freyr stýrði Lyngby upp í dönsku úrvalsdeildina á sínu 1. tímabili og stefnir á að halda liðinu þar.Lars Ronbog/Getty Images Flestir ef ekki allir voru búnir að dæma liðið niður í B-deild. Átti það einnig við um nokkra af leikmönnum liðsins og voru þeir í kjölfarið seldir áður en mótið fór af stað á nýjan leik. Þeir sem eftir voru lögðu hins vegar ekki árar í bát og nú þegar fjórar umferðir eru eftir er liðið vissulega enn fjórum stigum frá öruggu sæti en það er enn í séns og það skiptir öllu máli. Sést það best á fjölda fólks sem mætir á heimaleiki en alls mættu rúmlega 7500 á leikinn gegn Midtjylland. Vísir settist niður með Sævari Atla, einum af mönnunum sem er ástæða þess að Lyngby á enn möguleika á að spila í efstu deild á næstu leiktíð og fór yfir tímabilið. Sævar Atli hefur skorað 6 mörk og gefið 3 stoðsendingar í 25 leikjum í dönsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni.Vísir/Getty „Það er hægt að horfa á sigurinn fyrir jól á tvo vegu. Við unnum og fórum ekki inn í fríð án þess að vera með einn sigur en vildum auðvitað keppa aftur næstu helgi því við vorum komnir með smá mómentum. Mikilvægt samt að vera með þennan eina sigur, að fara inn í pásuna án þess að hafa unnið einn leik ... úff.“ Eftir það seldi liðið nokkra „leikmenn sem höfðu staðið sig hvað best.“ Sævar Atli sagði að stemningin í klefanum hefði verið á þá átt að menn veltu fyrir sér hvort félagið væri einfaldlega að undirbúa sig fyrir fallið niður í B-deild. Eftir það sótti Lyngby nokkra leikmen, þar á meðal var Kolbeinn Birgir Finsson. Hann líkt og aðrir leikmenn sem félagið hefur sótt hafa lyft liðinu á hærra plan. „Okkur gekk síðan rosalega vel á undirbúningstímabilinu fyrir seinni hluta tímabilsins. Skrítið að vinna leiki sem skiptu engu máli en vorum að standa okkur rosalega vel. Búnir að finna liðið okkar og búnir að breyta um kerfi.“ Þetta breytta kerfi þýðir að Sævar Atli er nú kominn á miðjuna í 5-3-2 leikkerfi sem er þó mjög fljótandi. Áhugaverð hlutskipti þar sem hann var keyptur til Danmerkur sem framherji. Það hentar honum hins vegar ágætlega og þá býr hann að því að hafa spilað flestar ef ekki allar stöður á vellinum með uppeldisfélagi sínu Leikni Reykjavík á sínum tíma. „Núna fókusum við mikið á andstæðingana, Midtjylland var með tvo Brasilíumenn vinstra megin í vörninni sem eru báðir frekar villtir. Annar stígur rosalega mikið upp, um leið og ég myndi fara upp þá myndi annað hvort opnast svæði fyrir mig eða þá annan af framherjunum okkar. Það gekk rosalega vel, skorum fyrra markið [innskot: Kolbeinn Birgir með stoðsendinguna] eftir að við fórum í það svæði upphaflega og svo skora ég seinna eftir skyndisókn þeim megin.“ Kolbeinn Birgir var valinn í lið umferðarinnar eftir frammistöðu sína gegn Midtjylland.Lyngby Þessi fókus á andstæðingana gengur af því að liðið hefur trú á því sem er verið að gera. Í fyrsta leik eftir frí gerði Lyngby 1-1 jafntefli við topplið Nordsjælland. Alfreð Finnbogason með markið undir lok leiks. Það gaf mönnum trú sem og óbilandi trú Freysa á verkefninu. Hann fékk einnig íþróttasálfræðing til að ræða við liðið. „Það hjálpaði klárlega en það var bara í þetta eina skipti. Ég man að við komum til baka eftir HM og jólafríið, Freysi kemur inn í klefa - erum ekki búnir að taka æfingu eða neitt - og hann er bara að lemja í okkur að þetta sé hægt. Hann var með glærusýningu, fór yfir tölfræði og allskonar. Síðan kemur smá trú þegar það gengur vel í æfingaleikjum fyrir mót.“ Sigrar á Bröndby og Midtjylland skömmu eftir að mótið fór aftur af stað þýddi að Lyngby var farið að trúa. Sævar Atli segir að Freyr eigi mikið hrós skilið fyrir hvernig hann hefur mótað leikmannahópinn og séð til þess að allir leikmenn liðsins eru samstíga fyrir komandi verkefni. Bæði Freyr og Sævar Atli eru uppaldir hjá Leikni Reykjavík í Breiðholti og segja má að félögin séu nokkuð lík þó það sé vissulega erfitt að bera þau saman.Mynd/Lyngby „Þetta er líkt Leikni að því leyti að maður þekkir alla í kringum félagið, það er svona fjölskyldu stemning. Maður er í sama húsi og allir, þekkir alla og hittir alla á hverjum einasta degi.“ Þessi fjölskyldu stemning gerir það að verkum að fjöldi fólks mætir alltaf á leiki þó útlitið hafi verið orðið frekar dökkt á tímabili. „Magnað hvað er búið að vera góð mæting. Fyrir áramót gekk ógeðslega illa en það var alltaf fólk að koma á völlinn, bara ótrúlegt.“ SEJR OVER FC MIDTJYLLAND Sikke en eftermiddag på Lyngby Stadion Knapt 7.500 tilskuere var med til at skabe en elektrisk stemning, der var med til at bære De Kongeblå frem til en forrygende 2-1-sejr over FC Midtjylland Læs referat af kampen her: pic.twitter.com/vrrdyrClcf— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) May 7, 2023 Um framtíðina hjá Lyngby og landsliðinu „Hef mikla trú á að við höldum okkur uppi og sé enga ástæðu af hverju ég ætti að fara ef Lyngby er áfram í efstu deild. Yrði hrikalega stórt fyrir Lyngby að halda sér uppi, hafa ekki gert það undanfarin ár. Alltaf farið upp og niður,“ sagði Sævar Atli en núverandi samningur hans við félagið rennur út sumarið 2024. Sævar Atli hefur spilað tvo A-landsleiki og viðurkennir að hann telji leikstíl sinn henta núverandi landsliðsþjálfara ágætlega. „Ég myndi halda - veit ekkert um það - að allir séu með hreint blað. Það sem ég hef heyrt um hans leikstíl og hvernig hann mun leggja leiki íslenska landsliðsins upp þá held ég að ég sé alveg inn í myndinni. Það er bara undir mér komið að standa mig.“ Lyngby heimsækir Stefán Teit Þórðarson og félaga í Silkeborg á sunnudaginn kemur, 14. maí. Stig, í eintölu eða fleirtölu, er eflaust markmiðið en Silkeborg hefur tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum. Eftir það mætir liðið svo OB á heimavelli en fjórar umferðir eru eftir af deildinni. BLIV KLAR TIL NÆSTE HJEMMEKAMP Søndag venter der en utrolig vigtig og spændende udekamp mod Silkeborg IF, men allerede nu kan du købe billet til næste hjemmekamp, hvor vi igen skal have fyldt Lyngby Stadion Mod FC Midtjylland var der komplet udsolgt på Lyngby-afsnittene, pic.twitter.com/WfQWqKeMAg— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) May 11, 2023 Hvað gerist veit enginn en það að Lyngby eigi enn raunhæfan möguleika á að spila í efstu deild á næstu leiktíð er magnað eftir stigasöfnun liðsins fyrir áramót. Fótbolti Danski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira
Í Danmörku er tímabilið tvískipt þar sem það er lengra hlé um jólin - á miðju tímabili - en er á milli tímabila á sumrin. Þegar hlé var gert á deildinni fyrir áramót sat Íslendingalið Lyngby sem fastast á botninum. Lærisveinar Freys Alexanderssonar höfðu aðeins unnið einn leik en hann kom í síðasta leiknum fyrir frí. Freyr stýrði Lyngby upp í dönsku úrvalsdeildina á sínu 1. tímabili og stefnir á að halda liðinu þar.Lars Ronbog/Getty Images Flestir ef ekki allir voru búnir að dæma liðið niður í B-deild. Átti það einnig við um nokkra af leikmönnum liðsins og voru þeir í kjölfarið seldir áður en mótið fór af stað á nýjan leik. Þeir sem eftir voru lögðu hins vegar ekki árar í bát og nú þegar fjórar umferðir eru eftir er liðið vissulega enn fjórum stigum frá öruggu sæti en það er enn í séns og það skiptir öllu máli. Sést það best á fjölda fólks sem mætir á heimaleiki en alls mættu rúmlega 7500 á leikinn gegn Midtjylland. Vísir settist niður með Sævari Atla, einum af mönnunum sem er ástæða þess að Lyngby á enn möguleika á að spila í efstu deild á næstu leiktíð og fór yfir tímabilið. Sævar Atli hefur skorað 6 mörk og gefið 3 stoðsendingar í 25 leikjum í dönsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni.Vísir/Getty „Það er hægt að horfa á sigurinn fyrir jól á tvo vegu. Við unnum og fórum ekki inn í fríð án þess að vera með einn sigur en vildum auðvitað keppa aftur næstu helgi því við vorum komnir með smá mómentum. Mikilvægt samt að vera með þennan eina sigur, að fara inn í pásuna án þess að hafa unnið einn leik ... úff.“ Eftir það seldi liðið nokkra „leikmenn sem höfðu staðið sig hvað best.“ Sævar Atli sagði að stemningin í klefanum hefði verið á þá átt að menn veltu fyrir sér hvort félagið væri einfaldlega að undirbúa sig fyrir fallið niður í B-deild. Eftir það sótti Lyngby nokkra leikmen, þar á meðal var Kolbeinn Birgir Finsson. Hann líkt og aðrir leikmenn sem félagið hefur sótt hafa lyft liðinu á hærra plan. „Okkur gekk síðan rosalega vel á undirbúningstímabilinu fyrir seinni hluta tímabilsins. Skrítið að vinna leiki sem skiptu engu máli en vorum að standa okkur rosalega vel. Búnir að finna liðið okkar og búnir að breyta um kerfi.“ Þetta breytta kerfi þýðir að Sævar Atli er nú kominn á miðjuna í 5-3-2 leikkerfi sem er þó mjög fljótandi. Áhugaverð hlutskipti þar sem hann var keyptur til Danmerkur sem framherji. Það hentar honum hins vegar ágætlega og þá býr hann að því að hafa spilað flestar ef ekki allar stöður á vellinum með uppeldisfélagi sínu Leikni Reykjavík á sínum tíma. „Núna fókusum við mikið á andstæðingana, Midtjylland var með tvo Brasilíumenn vinstra megin í vörninni sem eru báðir frekar villtir. Annar stígur rosalega mikið upp, um leið og ég myndi fara upp þá myndi annað hvort opnast svæði fyrir mig eða þá annan af framherjunum okkar. Það gekk rosalega vel, skorum fyrra markið [innskot: Kolbeinn Birgir með stoðsendinguna] eftir að við fórum í það svæði upphaflega og svo skora ég seinna eftir skyndisókn þeim megin.“ Kolbeinn Birgir var valinn í lið umferðarinnar eftir frammistöðu sína gegn Midtjylland.Lyngby Þessi fókus á andstæðingana gengur af því að liðið hefur trú á því sem er verið að gera. Í fyrsta leik eftir frí gerði Lyngby 1-1 jafntefli við topplið Nordsjælland. Alfreð Finnbogason með markið undir lok leiks. Það gaf mönnum trú sem og óbilandi trú Freysa á verkefninu. Hann fékk einnig íþróttasálfræðing til að ræða við liðið. „Það hjálpaði klárlega en það var bara í þetta eina skipti. Ég man að við komum til baka eftir HM og jólafríið, Freysi kemur inn í klefa - erum ekki búnir að taka æfingu eða neitt - og hann er bara að lemja í okkur að þetta sé hægt. Hann var með glærusýningu, fór yfir tölfræði og allskonar. Síðan kemur smá trú þegar það gengur vel í æfingaleikjum fyrir mót.“ Sigrar á Bröndby og Midtjylland skömmu eftir að mótið fór aftur af stað þýddi að Lyngby var farið að trúa. Sævar Atli segir að Freyr eigi mikið hrós skilið fyrir hvernig hann hefur mótað leikmannahópinn og séð til þess að allir leikmenn liðsins eru samstíga fyrir komandi verkefni. Bæði Freyr og Sævar Atli eru uppaldir hjá Leikni Reykjavík í Breiðholti og segja má að félögin séu nokkuð lík þó það sé vissulega erfitt að bera þau saman.Mynd/Lyngby „Þetta er líkt Leikni að því leyti að maður þekkir alla í kringum félagið, það er svona fjölskyldu stemning. Maður er í sama húsi og allir, þekkir alla og hittir alla á hverjum einasta degi.“ Þessi fjölskyldu stemning gerir það að verkum að fjöldi fólks mætir alltaf á leiki þó útlitið hafi verið orðið frekar dökkt á tímabili. „Magnað hvað er búið að vera góð mæting. Fyrir áramót gekk ógeðslega illa en það var alltaf fólk að koma á völlinn, bara ótrúlegt.“ SEJR OVER FC MIDTJYLLAND Sikke en eftermiddag på Lyngby Stadion Knapt 7.500 tilskuere var med til at skabe en elektrisk stemning, der var med til at bære De Kongeblå frem til en forrygende 2-1-sejr over FC Midtjylland Læs referat af kampen her: pic.twitter.com/vrrdyrClcf— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) May 7, 2023 Um framtíðina hjá Lyngby og landsliðinu „Hef mikla trú á að við höldum okkur uppi og sé enga ástæðu af hverju ég ætti að fara ef Lyngby er áfram í efstu deild. Yrði hrikalega stórt fyrir Lyngby að halda sér uppi, hafa ekki gert það undanfarin ár. Alltaf farið upp og niður,“ sagði Sævar Atli en núverandi samningur hans við félagið rennur út sumarið 2024. Sævar Atli hefur spilað tvo A-landsleiki og viðurkennir að hann telji leikstíl sinn henta núverandi landsliðsþjálfara ágætlega. „Ég myndi halda - veit ekkert um það - að allir séu með hreint blað. Það sem ég hef heyrt um hans leikstíl og hvernig hann mun leggja leiki íslenska landsliðsins upp þá held ég að ég sé alveg inn í myndinni. Það er bara undir mér komið að standa mig.“ Lyngby heimsækir Stefán Teit Þórðarson og félaga í Silkeborg á sunnudaginn kemur, 14. maí. Stig, í eintölu eða fleirtölu, er eflaust markmiðið en Silkeborg hefur tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum. Eftir það mætir liðið svo OB á heimavelli en fjórar umferðir eru eftir af deildinni. BLIV KLAR TIL NÆSTE HJEMMEKAMP Søndag venter der en utrolig vigtig og spændende udekamp mod Silkeborg IF, men allerede nu kan du købe billet til næste hjemmekamp, hvor vi igen skal have fyldt Lyngby Stadion Mod FC Midtjylland var der komplet udsolgt på Lyngby-afsnittene, pic.twitter.com/WfQWqKeMAg— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) May 11, 2023 Hvað gerist veit enginn en það að Lyngby eigi enn raunhæfan möguleika á að spila í efstu deild á næstu leiktíð er magnað eftir stigasöfnun liðsins fyrir áramót.
Fótbolti Danski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira