Leituðu að hring látinnar frænku í Reykjavíkurtjörn Máni Snær Þorláksson skrifar 8. maí 2023 15:20 Leitin bar ekki árangur í morgun en björgunarsveitin er þó ekki búin að gefast upp. Björgunarsveitin Suðurnes Maður á þrítugsaldri tapaði hring sínum er hann var að gefa öndunum í Reykjavíkurtjörn brauð. Kallað var eftir aðstoð björgunarsveitar til að leita að hringnum. Kafarar sem áttu lausa stund mættu á vettvang en leitin bar ekki árangur. Björgunarsveitin Suðurnes mætti á vettvang með tvo kafara. Í færslu sem björgunarsveitin birtir á Facebook-síðu sinni segir að um „óvenjulega“ aðstoð sé að ræða. Þessir tveir kafarar hafi átt lausa stund og byrjað leitina með myndavél. „Eftir um tveggja tíma leit var ákveðið að leita botninn með kafara. Því miður bar leitin ekki árangur í þetta skiptið en mun björgunarsveitin nýta þetta tækifæri til æfingar og halda leitinni eitthvað áfram.“ Óvenjuleg en frábær æfing Haraldur Haraldsson, formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes, segir í samtali við fréttastofu að fjölskylda mannsins sem týndi hringnum hafi haft samband við björgunarsveitina. „Okkur fannst þetta svo skemmtilegt, þó svo þetta sé pínu óvenjulegt, að við urðum bara að hjálpa þeim,“ segir Haraldur. „Það voru tveir lausir kafarar sem eru í vaktavinnu, þeir hoppuðu á vagninn og voru svo indælir að kíkja á þetta.“ Kafað eftir hringnum í tjörninni.Björgunarsveitin Suðurnes Reykjavíkurtjörn verður seint flokkuð undir djúpt vatn og segir Haraldur að því myndi köfunin í tjörninni eiginlega flokkast undir yfirborðsköfun. „Allt svona er auðvitað frábær æfing fyrir okkur,“ segir hann. „En við notuðum að stórum hluta til myndavél. Við vorum alveg í tvo tíma að fara yfir svæðið með myndavél, fram og til baka og upp og niður.“ Þetta sé björgunarsveitarstarfið í hnotskurn Alls stóð leitin að hringnum yfir í um þrjá og hálfan tíma en sem fyrr segir bar hún ekki árangur. Björgunarsveitin er þó ekki af baki dottin. „Við ætlum að gefa þessu annan séns og reyna aftur,“ segir Haraldur. Kafararnir fundu ekki hringinn í fyrstu tilraun.Björgunarsveitin Suðurnes Haraldur bætir þá við að þeir þurfi að breyta til í næstu leit og reyna eitthvað annað. „Við verðum að skipta um taktík næst. Við verðum eitthvað að breyta um aðferð, þetta var ekki að gera sig í morgun,“ segir hann. Að lokum segir hann þessa leit gefa góða innsýn í starfið: „Þetta er björgunarstarfið í hnotskurn, að geta hjálpað náunganum, það er ekki nokkur spurning.“ Hringur með mikið tilfinningalegt gildi Faðir mannsins sem týndi hringnum hafði samband við fréttastofu eftir að hún birtist. Hann segir að sonur sinn sé ekki fjölskyldufaðir, hann sé ógiftur og því sé ekki um giftingarhring að ræða. Sonur hans hafi fengið hringinn að gjöf frá frænku sinni sem nú er látinn, hann sé því með mikið tilfinningalegt gildi. „Þetta gerðist fyrir nokkrum vikum,“ segir faðir mannsins í samtali við fréttastofu. Eftir að hafa reynt að leita að hringnum með öðrum leiðum var þeim bent á að hafa samband við Harald. „Haraldur vildi endilega hjálpa okkur án greiðslu.“ Þá segir faðir mannsins að fjölskyldan sé afar þakklát björgunarsveitinni fyrir góðmennsku þeirra og hjálpsemi. Fréttin var uppfærð með upplýsingum frá fjölskyldunni að ekki væri um giftingarhring að ræða heldur hring látinnar frænku. Björgunarsveitir Reykjavík Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Björgunarsveitin Suðurnes mætti á vettvang með tvo kafara. Í færslu sem björgunarsveitin birtir á Facebook-síðu sinni segir að um „óvenjulega“ aðstoð sé að ræða. Þessir tveir kafarar hafi átt lausa stund og byrjað leitina með myndavél. „Eftir um tveggja tíma leit var ákveðið að leita botninn með kafara. Því miður bar leitin ekki árangur í þetta skiptið en mun björgunarsveitin nýta þetta tækifæri til æfingar og halda leitinni eitthvað áfram.“ Óvenjuleg en frábær æfing Haraldur Haraldsson, formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes, segir í samtali við fréttastofu að fjölskylda mannsins sem týndi hringnum hafi haft samband við björgunarsveitina. „Okkur fannst þetta svo skemmtilegt, þó svo þetta sé pínu óvenjulegt, að við urðum bara að hjálpa þeim,“ segir Haraldur. „Það voru tveir lausir kafarar sem eru í vaktavinnu, þeir hoppuðu á vagninn og voru svo indælir að kíkja á þetta.“ Kafað eftir hringnum í tjörninni.Björgunarsveitin Suðurnes Reykjavíkurtjörn verður seint flokkuð undir djúpt vatn og segir Haraldur að því myndi köfunin í tjörninni eiginlega flokkast undir yfirborðsköfun. „Allt svona er auðvitað frábær æfing fyrir okkur,“ segir hann. „En við notuðum að stórum hluta til myndavél. Við vorum alveg í tvo tíma að fara yfir svæðið með myndavél, fram og til baka og upp og niður.“ Þetta sé björgunarsveitarstarfið í hnotskurn Alls stóð leitin að hringnum yfir í um þrjá og hálfan tíma en sem fyrr segir bar hún ekki árangur. Björgunarsveitin er þó ekki af baki dottin. „Við ætlum að gefa þessu annan séns og reyna aftur,“ segir Haraldur. Kafararnir fundu ekki hringinn í fyrstu tilraun.Björgunarsveitin Suðurnes Haraldur bætir þá við að þeir þurfi að breyta til í næstu leit og reyna eitthvað annað. „Við verðum að skipta um taktík næst. Við verðum eitthvað að breyta um aðferð, þetta var ekki að gera sig í morgun,“ segir hann. Að lokum segir hann þessa leit gefa góða innsýn í starfið: „Þetta er björgunarstarfið í hnotskurn, að geta hjálpað náunganum, það er ekki nokkur spurning.“ Hringur með mikið tilfinningalegt gildi Faðir mannsins sem týndi hringnum hafði samband við fréttastofu eftir að hún birtist. Hann segir að sonur sinn sé ekki fjölskyldufaðir, hann sé ógiftur og því sé ekki um giftingarhring að ræða. Sonur hans hafi fengið hringinn að gjöf frá frænku sinni sem nú er látinn, hann sé því með mikið tilfinningalegt gildi. „Þetta gerðist fyrir nokkrum vikum,“ segir faðir mannsins í samtali við fréttastofu. Eftir að hafa reynt að leita að hringnum með öðrum leiðum var þeim bent á að hafa samband við Harald. „Haraldur vildi endilega hjálpa okkur án greiðslu.“ Þá segir faðir mannsins að fjölskyldan sé afar þakklát björgunarsveitinni fyrir góðmennsku þeirra og hjálpsemi. Fréttin var uppfærð með upplýsingum frá fjölskyldunni að ekki væri um giftingarhring að ræða heldur hring látinnar frænku.
Björgunarsveitir Reykjavík Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira