„Staðan er að versna og hún mun versna“ Bjarki Sigurðsson skrifar 7. maí 2023 11:08 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur ásamt fleirum boðað til mótmæla næstkomandi laugardag. Vísir/Vilhelm Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli næstu helgi vegna aðgerðarleysis stjórnvalda þegar kemur að málefnum heimilanna. Formaður VR segir ástandið minna á árin í kringum hrunið. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur boðað til mótmæla á Austurvelli á laugardaginn í næstu viku. Segir hann að hópur fólks sem hafi barist fyrir réttlæti alveg frá hruni standi fyrir þeim en hann er hluti af þeim hópi. Ragnar segir að mótmælin séu einungis upphafið og því megi eiga von á enn fleiri mótmælum á næstunni. Hann segir aðgerðarleysi stjórnvalda í ýmsum málum vera fyrir neðan allar hellur. „Það er alveg sama hvar hún drepur niður. Ef þú slasar þig og þarft að fara á bráðamóttökuna, þarftu að bíða í sex til átta tíma að lágmarki. Þú þarft að bíða vikum eða mánuðum saman eftir tíma hjá lækni. Leigumarkaðurinn, það eru tvö til þrjú hundruð manns sem eru í örvæntingu eftir hverri einustu íbúð sem losnar og það er ekkert sem bendir til annars en að staðan sé að versna. Framkvæmdir á húsnæðismarkaði eru að dragast saman, bankarnir græða meira, fyrirtækin græða meira, en fólkinu blæðir. Þetta er staða sem ég og fleiri erum búin að fá algjörlega nóg af,“ segir Ragnar Þór í samtali við fréttastofu. Hann segir stöðuna ekki geta gert neitt annað en að versna miðað við hvernig hlutirnir eru að þróast. Fólkið í landinu verði að rísa upp og láta í sér heyra til að breyta þessari vegferð. „Hér er að eiga sér stað stórkostleg eignatilfærsla, tilfærsla fjármagns frá heimilunum til fjármálakerfisins. Fyrirtækin hafa ekki sýnt neina samfélagsábyrgð. Staðan er bara að versna og hún mun versna.“ Ragnar segir ástandið svipað því hvernig var í kringum hrunið árið 2008. „Við erum í sjálfu sér að horfa upp á það, sérstaklega eftir nýjustu afkomutölur bankanna, að hér erum við að fara á sama stað og við vorum í eftirmálum hrunsins. Það er tími til kominn að fólkið láti heyra í sér. Því stjórnvöld hlusta hvorki á verkalýðshreyfinguna né aðra þannig vonandi hlusta þau á fólkið í landinu, ef fólkið er tilbúið að rísa upp,“ segir Ragnar Þór. Reykjavík Stéttarfélög Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur boðað til mótmæla á Austurvelli á laugardaginn í næstu viku. Segir hann að hópur fólks sem hafi barist fyrir réttlæti alveg frá hruni standi fyrir þeim en hann er hluti af þeim hópi. Ragnar segir að mótmælin séu einungis upphafið og því megi eiga von á enn fleiri mótmælum á næstunni. Hann segir aðgerðarleysi stjórnvalda í ýmsum málum vera fyrir neðan allar hellur. „Það er alveg sama hvar hún drepur niður. Ef þú slasar þig og þarft að fara á bráðamóttökuna, þarftu að bíða í sex til átta tíma að lágmarki. Þú þarft að bíða vikum eða mánuðum saman eftir tíma hjá lækni. Leigumarkaðurinn, það eru tvö til þrjú hundruð manns sem eru í örvæntingu eftir hverri einustu íbúð sem losnar og það er ekkert sem bendir til annars en að staðan sé að versna. Framkvæmdir á húsnæðismarkaði eru að dragast saman, bankarnir græða meira, fyrirtækin græða meira, en fólkinu blæðir. Þetta er staða sem ég og fleiri erum búin að fá algjörlega nóg af,“ segir Ragnar Þór í samtali við fréttastofu. Hann segir stöðuna ekki geta gert neitt annað en að versna miðað við hvernig hlutirnir eru að þróast. Fólkið í landinu verði að rísa upp og láta í sér heyra til að breyta þessari vegferð. „Hér er að eiga sér stað stórkostleg eignatilfærsla, tilfærsla fjármagns frá heimilunum til fjármálakerfisins. Fyrirtækin hafa ekki sýnt neina samfélagsábyrgð. Staðan er bara að versna og hún mun versna.“ Ragnar segir ástandið svipað því hvernig var í kringum hrunið árið 2008. „Við erum í sjálfu sér að horfa upp á það, sérstaklega eftir nýjustu afkomutölur bankanna, að hér erum við að fara á sama stað og við vorum í eftirmálum hrunsins. Það er tími til kominn að fólkið láti heyra í sér. Því stjórnvöld hlusta hvorki á verkalýðshreyfinguna né aðra þannig vonandi hlusta þau á fólkið í landinu, ef fólkið er tilbúið að rísa upp,“ segir Ragnar Þór.
Reykjavík Stéttarfélög Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira