Flugvöllurinn fer hvergi Ingibjörg Isaksen skrifar 4. maí 2023 09:32 Stjórnmál geta verið allavega. Í mínum huga eru þau mikilvægt tæki til að móta samfélag og vinna að framförum. Átök eru hluti af stjórnmálunum, hluti af lýðræðinu. Almennt gilda í stjórnmálum ákveðnar leikreglur. Þær eru mikilvægar og snúa helst að því að stjórnmálamenn komi fram af heilindum og nýti sér ekki viðkvæm málefni til að skapa ótta meðal borgaranna. Það er ekki aðeins ómerkilegt heldur skaðlegt. Öryggi vallarins skerðist ekki Síðustu daga hefur umræðan um Reykjavíkurflugvöll verið áberandi. Tilefni umræðunnar eru niðurstöður skýrslu faglegs starfshóps sem fékk það verkefni að rýna áhrif nýrrar byggðar í Skerjafirði á flug – og rekstaröryggi flugvallarins. Niðurstaða starfshópsins er að byggðin hafi að óbreyttu áhrif á aðstæður á Reykjavíkurflugvelli en með aðgerðum muni öryggi hans ekki skerðast. Samkomulagið tryggir völlinn í áratugi Reykjavíkurflugvöllur er gríðarlega mikilvægur fyrir íslenskt samfélag. Ekki er hann aðeins mikilvæg brú milli borgar og landsbyggðanna heldur er hann órjúfanlegur hluti af heilbrigðisþjónustu landsins. Þetta skilja allir og þess vegna var skrifað undir samkomulag árið 2019 um það að Reykjavíkurflugvöllur myndi verða við óbreytt skilyrði í Vatnsmýrinni þar til annar jafngóður eða betri kostur fyndist og það sem meira er: Flugvöllurinn verður óbreyttur í Vatnsmýri þar til annar flugvöllur getur tekið við öllum þeim skyldum sem á Reykjavíkurflugvellli hvíla. Það þýðir einfaldlega að Reykjavíkurflugvelli verður ekki haggað í áratugi. Um það snýst samkomulag ríkis og borgar frá árinu 2019. Reykjavíkurflugvöllur er líflína Ég hef fullan skilning á því að sú ófaglega og á köflum ómerkilega umræða sem hefur átt sér stað síðustu daga veki ótta hjá fólki, ekki síst þeim sem búa fjarri höfuðborginni og hafa þurft að reiða sig á sjúkraflug til að koma veikum eða slösuðum ættingjum á Landspítalann. Reykjavíkurflugvöllur er nefnilega ekkert venjulegt mannvirki, hann getur verið líflína. Staðreyndir - ekki upphrópanir Markmið innviðaráðherra með því að skipa hóp sérfræðinga eftir tilnefningar frá Isavia, öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna, háskólasamfélaginu, Veðurstofu Íslands og Reykjavíkurborg undir forystu verkfræðingsins Eyjólfs Árna Rafnssonar var að draga fram staðreyndir og færa umræðuna um þetta viðkvæma málefni, Reykjavíkurflugvöll, af blóðvelli stjórnmálanna. Jafnmikilvæg umræða verður að vera byggð á staðreyndum en ekki upphrópunum og æsingi. Stjórnmálamenn mega ekki láta kappið bera fegurðina ofurliði. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Byggðamál Framsóknarflokkurinn Reykjavík Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Stjórnmál geta verið allavega. Í mínum huga eru þau mikilvægt tæki til að móta samfélag og vinna að framförum. Átök eru hluti af stjórnmálunum, hluti af lýðræðinu. Almennt gilda í stjórnmálum ákveðnar leikreglur. Þær eru mikilvægar og snúa helst að því að stjórnmálamenn komi fram af heilindum og nýti sér ekki viðkvæm málefni til að skapa ótta meðal borgaranna. Það er ekki aðeins ómerkilegt heldur skaðlegt. Öryggi vallarins skerðist ekki Síðustu daga hefur umræðan um Reykjavíkurflugvöll verið áberandi. Tilefni umræðunnar eru niðurstöður skýrslu faglegs starfshóps sem fékk það verkefni að rýna áhrif nýrrar byggðar í Skerjafirði á flug – og rekstaröryggi flugvallarins. Niðurstaða starfshópsins er að byggðin hafi að óbreyttu áhrif á aðstæður á Reykjavíkurflugvelli en með aðgerðum muni öryggi hans ekki skerðast. Samkomulagið tryggir völlinn í áratugi Reykjavíkurflugvöllur er gríðarlega mikilvægur fyrir íslenskt samfélag. Ekki er hann aðeins mikilvæg brú milli borgar og landsbyggðanna heldur er hann órjúfanlegur hluti af heilbrigðisþjónustu landsins. Þetta skilja allir og þess vegna var skrifað undir samkomulag árið 2019 um það að Reykjavíkurflugvöllur myndi verða við óbreytt skilyrði í Vatnsmýrinni þar til annar jafngóður eða betri kostur fyndist og það sem meira er: Flugvöllurinn verður óbreyttur í Vatnsmýri þar til annar flugvöllur getur tekið við öllum þeim skyldum sem á Reykjavíkurflugvellli hvíla. Það þýðir einfaldlega að Reykjavíkurflugvelli verður ekki haggað í áratugi. Um það snýst samkomulag ríkis og borgar frá árinu 2019. Reykjavíkurflugvöllur er líflína Ég hef fullan skilning á því að sú ófaglega og á köflum ómerkilega umræða sem hefur átt sér stað síðustu daga veki ótta hjá fólki, ekki síst þeim sem búa fjarri höfuðborginni og hafa þurft að reiða sig á sjúkraflug til að koma veikum eða slösuðum ættingjum á Landspítalann. Reykjavíkurflugvöllur er nefnilega ekkert venjulegt mannvirki, hann getur verið líflína. Staðreyndir - ekki upphrópanir Markmið innviðaráðherra með því að skipa hóp sérfræðinga eftir tilnefningar frá Isavia, öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna, háskólasamfélaginu, Veðurstofu Íslands og Reykjavíkurborg undir forystu verkfræðingsins Eyjólfs Árna Rafnssonar var að draga fram staðreyndir og færa umræðuna um þetta viðkvæma málefni, Reykjavíkurflugvöll, af blóðvelli stjórnmálanna. Jafnmikilvæg umræða verður að vera byggð á staðreyndum en ekki upphrópunum og æsingi. Stjórnmálamenn mega ekki láta kappið bera fegurðina ofurliði. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknarflokksins.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar