Sakar Orra um að hlaupa frá skýrslunni Kristinn Haukur Guðnason skrifar 3. maí 2023 19:00 Einar er ekki ánægður með Orra sem gagnrýnt hefur uppbygginguna í fjölmiðlum. Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segir Orra Eiríksson, fulltrúa atvinnuflugmanna í starfshópi innviðaráðherra um Reykjavíkurflugvöll, hlaupa frá niðurstöðunni. Ekki sé sanngjarnt að gera lítið úr skýrslu starfshópsins. „Orri sat í stýrihópnum í tæpt ár en hleypur svo frá niðurstöðunni. Það kemur mér á óvart. Menn verða að standa við það sem þeir segja í skýrslunni,“ sagði Einar Þorsteinsson í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. En hann mætti þar Kjartani Magnússyni, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Samkvæmt skýrslu starfshópsins er ekki þörf á að hætta við uppbyggingu í hverfinu Nýja Skerjafirði þó að áhrif hennar á flugvöllinn séu neikvæð. Með mótvægisaðgerðum, eins og að lækka byggingar og móta landslag, verði hægt minnka neikvæð áhrif vindafars á flug. Einar sagði skýrsluna faglega og tæknilega. Engir aðrir flugvellir hefðu verið rannsakaðir jafn ítarlega með þessum hætti nema Schipol í Hollandi og einn flugvöllur í Ástralíu. Orri, sem situr í öryggisnefnd FIA, hefur komið fram í fjölmiðlum eftir að skýrslan var birt og varað við að notagildi vallarins muni skerðast. Það er að það verði erfiðleikar í áætlunarflugi og að uppbyggingin muni hafa veruleg áhrif á sjúkraflug. Það muni þurfa að nota Glasgow flugvöll oftar sem varaflugvöll. Standa vörð um Reykjavíkurflugvöll Einar ítrekaði samkomulag ríkis og borgar frá árinu 2019 þar sem segir að á meðan flugvöllurinn sé í Vatnsmýri sé ekki heimilt að skerða rekstraröryggi hans. Reykjavíkurflugvöllur sé mikilvægur fyrir sjúkraflug og þjóni sem varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll. „Það er afstaða okkar í Framsókn að við eigum að standa vörð um flugvöllinn á meðan hann er í Vatnsmýri,“ sagði Einar. Þetta hafi meðal annars kristallast í því þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, beindi tilmælum til borgarinnar að reisa ekki byggingar sem gætu haft áhrif á rekstraröryggi flugvallarins. Borgin hafi fylgt því. Jafn framt sagði hann skotgrafarhernað einkenna umræðuna um Reykjavíkurflugvöll síðustu áratugi. Það sé freistandi fyrir stjórnmálamenn að gera mikinn uppslátt í fjölmiðlum og draga fólk í dilka. Framsókn og flugvallarandstæðingar Kjartan sagði að samkomulagið frá árinu 2019 hefði verið svikið. Þetta birtist bæði í orðum Orra og þeim fyrirvörum sem settir séu í skýrslu starfshópsins. „Einar sér borgarstjórastólinn í hyllingum og er tilbúinn að selja frá sér þetta mál sem Framsóknarmenn hafa löngum verið traustir í en ekki lengur,“ sagði Kjartan og nefndi að Framsókn ætti kannski að bjóða fram undir heitinu Framsókn og flugvallarandstæðingar því eitt sinn hefðu þeir boðið fram sem Framsókn og flugvallarvinir. Kjartan sagði Samfylkinguna ætla sér að slá flugvöllinn af gegn vilja meirihluta landsmanna. „Þá var farið í að þjarma að flugvellinum og þrengja að honum hér og þar,“ sagði Kjartan. „Taka brautir og byggja í kring, vitandi það að á endanum yrði rekstraröryggið skert svo mikið að það verður ekki hægt að lenda þar lengur. Því miður hafa Framsóknarmenn í Reykjavík gengið Samfylkingunni á hönd í þessu máli.“ Reykjavík síðdegis Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Undirbúningur byggðar á fullt í Nýja Skerjafirði eftir nýja skýrslu Starfshópur innviðaráðherra telur ekki þörf á að hætta við byggingarhugmyndir í Nýja Skerjafirði vegna áhrifa breytts vindafars á flugvöllinn. Hópurinn leggur til mögulegar mótvægisaðgerðir sem fela meðal annars í sér að takmarka hæð húsa í nýrri byggð. Innviðaráðuneytið og Reykjavíkurborg hafa tekið ákvörðun um að hafist verði handa við jarðvegsframkvæmdir og þar með undirbúning uppbyggingar. 27. apríl 2023 10:19 Segir þetta bara einn nagla í kistu Reykjavíkurflugvallar Sú ákvörðun innviðaráðherra og borgarstjóra að hefja uppbyggingu í Nýja Skerjafirði skerðir notagildi Reykjavíkurflugvallar og er einn naglinn í kistu vallarins, að mati talsmanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Borgarstjóri segir að þarna rísi eftirsótt hverfi samkvæmt verðlaunaskipulagi. 27. apríl 2023 22:12 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
„Orri sat í stýrihópnum í tæpt ár en hleypur svo frá niðurstöðunni. Það kemur mér á óvart. Menn verða að standa við það sem þeir segja í skýrslunni,“ sagði Einar Þorsteinsson í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. En hann mætti þar Kjartani Magnússyni, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Samkvæmt skýrslu starfshópsins er ekki þörf á að hætta við uppbyggingu í hverfinu Nýja Skerjafirði þó að áhrif hennar á flugvöllinn séu neikvæð. Með mótvægisaðgerðum, eins og að lækka byggingar og móta landslag, verði hægt minnka neikvæð áhrif vindafars á flug. Einar sagði skýrsluna faglega og tæknilega. Engir aðrir flugvellir hefðu verið rannsakaðir jafn ítarlega með þessum hætti nema Schipol í Hollandi og einn flugvöllur í Ástralíu. Orri, sem situr í öryggisnefnd FIA, hefur komið fram í fjölmiðlum eftir að skýrslan var birt og varað við að notagildi vallarins muni skerðast. Það er að það verði erfiðleikar í áætlunarflugi og að uppbyggingin muni hafa veruleg áhrif á sjúkraflug. Það muni þurfa að nota Glasgow flugvöll oftar sem varaflugvöll. Standa vörð um Reykjavíkurflugvöll Einar ítrekaði samkomulag ríkis og borgar frá árinu 2019 þar sem segir að á meðan flugvöllurinn sé í Vatnsmýri sé ekki heimilt að skerða rekstraröryggi hans. Reykjavíkurflugvöllur sé mikilvægur fyrir sjúkraflug og þjóni sem varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll. „Það er afstaða okkar í Framsókn að við eigum að standa vörð um flugvöllinn á meðan hann er í Vatnsmýri,“ sagði Einar. Þetta hafi meðal annars kristallast í því þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, beindi tilmælum til borgarinnar að reisa ekki byggingar sem gætu haft áhrif á rekstraröryggi flugvallarins. Borgin hafi fylgt því. Jafn framt sagði hann skotgrafarhernað einkenna umræðuna um Reykjavíkurflugvöll síðustu áratugi. Það sé freistandi fyrir stjórnmálamenn að gera mikinn uppslátt í fjölmiðlum og draga fólk í dilka. Framsókn og flugvallarandstæðingar Kjartan sagði að samkomulagið frá árinu 2019 hefði verið svikið. Þetta birtist bæði í orðum Orra og þeim fyrirvörum sem settir séu í skýrslu starfshópsins. „Einar sér borgarstjórastólinn í hyllingum og er tilbúinn að selja frá sér þetta mál sem Framsóknarmenn hafa löngum verið traustir í en ekki lengur,“ sagði Kjartan og nefndi að Framsókn ætti kannski að bjóða fram undir heitinu Framsókn og flugvallarandstæðingar því eitt sinn hefðu þeir boðið fram sem Framsókn og flugvallarvinir. Kjartan sagði Samfylkinguna ætla sér að slá flugvöllinn af gegn vilja meirihluta landsmanna. „Þá var farið í að þjarma að flugvellinum og þrengja að honum hér og þar,“ sagði Kjartan. „Taka brautir og byggja í kring, vitandi það að á endanum yrði rekstraröryggið skert svo mikið að það verður ekki hægt að lenda þar lengur. Því miður hafa Framsóknarmenn í Reykjavík gengið Samfylkingunni á hönd í þessu máli.“
Reykjavík síðdegis Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Undirbúningur byggðar á fullt í Nýja Skerjafirði eftir nýja skýrslu Starfshópur innviðaráðherra telur ekki þörf á að hætta við byggingarhugmyndir í Nýja Skerjafirði vegna áhrifa breytts vindafars á flugvöllinn. Hópurinn leggur til mögulegar mótvægisaðgerðir sem fela meðal annars í sér að takmarka hæð húsa í nýrri byggð. Innviðaráðuneytið og Reykjavíkurborg hafa tekið ákvörðun um að hafist verði handa við jarðvegsframkvæmdir og þar með undirbúning uppbyggingar. 27. apríl 2023 10:19 Segir þetta bara einn nagla í kistu Reykjavíkurflugvallar Sú ákvörðun innviðaráðherra og borgarstjóra að hefja uppbyggingu í Nýja Skerjafirði skerðir notagildi Reykjavíkurflugvallar og er einn naglinn í kistu vallarins, að mati talsmanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Borgarstjóri segir að þarna rísi eftirsótt hverfi samkvæmt verðlaunaskipulagi. 27. apríl 2023 22:12 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
Undirbúningur byggðar á fullt í Nýja Skerjafirði eftir nýja skýrslu Starfshópur innviðaráðherra telur ekki þörf á að hætta við byggingarhugmyndir í Nýja Skerjafirði vegna áhrifa breytts vindafars á flugvöllinn. Hópurinn leggur til mögulegar mótvægisaðgerðir sem fela meðal annars í sér að takmarka hæð húsa í nýrri byggð. Innviðaráðuneytið og Reykjavíkurborg hafa tekið ákvörðun um að hafist verði handa við jarðvegsframkvæmdir og þar með undirbúning uppbyggingar. 27. apríl 2023 10:19
Segir þetta bara einn nagla í kistu Reykjavíkurflugvallar Sú ákvörðun innviðaráðherra og borgarstjóra að hefja uppbyggingu í Nýja Skerjafirði skerðir notagildi Reykjavíkurflugvallar og er einn naglinn í kistu vallarins, að mati talsmanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Borgarstjóri segir að þarna rísi eftirsótt hverfi samkvæmt verðlaunaskipulagi. 27. apríl 2023 22:12