„Almennt er mjög mikil ánægja með þetta“ Bjarki Sigurðsson skrifar 3. maí 2023 21:00 Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar, ásamt plakatinu. Vísir/Sigurjón Veggspjöld um kynheilbrigði voru fjarlægð af veggjum grunnskóla í Kópavogi að beiðni foreldra ungra nemenda. Verkefnastýra hjá Reykjavíkurborg sér ekkert slæmt við það að yngri börn geti kynnt sér efnið á spjöldunum. Plakatið var hannað og hengt upp í grunnskólum landsins vegna kynheilbrigðisátaksins Vika6 sem haldin er sjöttu viku hvers árs. Á plakatinu er meðal annars rætt um nánd, að setja sér mörk og að stunda ekki kynlíf fyrr en þú ert tilbúinn til þess. Plakatið er sérstaklega ætlað börnum á unglingastigi en í Smáraskóla í Kópavogi læddust tvö plaköt á veggi matsalsins þar sem allir árgangar borða hádegismat. Móðir barns við skólann óskaði, ásamt fleirum, eftir því að þau yrðu fjarlægð og voru þau færð yfir í félagsmiðstöð sem staðsett er innan veggja skólans. Samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ var það gert vegna ábendinga um að efni þeirra hæfði ekki yngri börnum en ábendingar sem þessar hafa ekki borist áður. Umrætt plakat.Vísir/Sigurjón Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar, sem sér um verkefnið, segir að þrátt fyrir að markhópur plakatsins séu unglingar þá sé alls ekki slæmt að yngri börn sjái það. „Ef yngri börn sjá plakötin, sem eru góðar líkur á, þá er þetta frábært tækifæri til þess að taka samtalið með þeim. Og hver er betri í því en starfsfólk í skóla og frístund. Þau eru fagfólk og við viljum að börn fái rétt, góð og upplýsandi svör. Þarna gefst bara mjög gott tækifæri til þess,“ segir Kolbrún. Hannað af unglingum borgarinnar Hún segir markmið átaksins vera að fanga allar hliðar kynheilbrigðis en til að byrja með voru það einungis skólar í Reykjavík sem tóku þátt í því. Nú hafa hins vegar skólar um allt land stokkið um borð. „Við erum að ýta undir kynheilbrigði líkamlega, andlega, félagslega og tilfinningalega og byggja góðan grunn og mótvægi við því sem börn fá annars staðar, til dæmis í klámi,“ segir Kolbrún. Ár hvert er nýtt plakat hannað en það eru unglingar í borginni sem ákveða þemað. Í ár var það kynlíf og kynferðisleg hegðun. Heilbrigð samskipti „Kynfræðsla fyrir yngri börn er bara grunnur. Við erum ekki að tala við börn á sama hátt og við unglinga en við erum að leggja þennan mikilvæga grunn um heilbrigð samskipti, virðingu, setja sér mörk, um að þekkja líkamann sinn. Líkamar eru alls konar og fjölskyldur eru alls konar. Við erum bara að byrja þetta ferli sem við byggjum svo jafnt og þétt ofan á. Þannig það er gott að svara börnum og veita góð og rétt svör. Um leið og barn hefur aðgengi að snjalltæki getur það fengið mjög misvísandi skilaboð sem eru misgóð,“ segir Kolbrún. Þá sé gagnrýni vegna átaksins óvenjuleg. „Það hafa einhverjir haft áhyggjur en það eru mjög fáir. Almennt er mjög mikil ánægja með þetta, hjá börnum, foreldrum og starfsfólki,“ segir Kolbrún. Klám Kynlíf Reykjavík Kópavogur Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Plakatið var hannað og hengt upp í grunnskólum landsins vegna kynheilbrigðisátaksins Vika6 sem haldin er sjöttu viku hvers árs. Á plakatinu er meðal annars rætt um nánd, að setja sér mörk og að stunda ekki kynlíf fyrr en þú ert tilbúinn til þess. Plakatið er sérstaklega ætlað börnum á unglingastigi en í Smáraskóla í Kópavogi læddust tvö plaköt á veggi matsalsins þar sem allir árgangar borða hádegismat. Móðir barns við skólann óskaði, ásamt fleirum, eftir því að þau yrðu fjarlægð og voru þau færð yfir í félagsmiðstöð sem staðsett er innan veggja skólans. Samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ var það gert vegna ábendinga um að efni þeirra hæfði ekki yngri börnum en ábendingar sem þessar hafa ekki borist áður. Umrætt plakat.Vísir/Sigurjón Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar, sem sér um verkefnið, segir að þrátt fyrir að markhópur plakatsins séu unglingar þá sé alls ekki slæmt að yngri börn sjái það. „Ef yngri börn sjá plakötin, sem eru góðar líkur á, þá er þetta frábært tækifæri til þess að taka samtalið með þeim. Og hver er betri í því en starfsfólk í skóla og frístund. Þau eru fagfólk og við viljum að börn fái rétt, góð og upplýsandi svör. Þarna gefst bara mjög gott tækifæri til þess,“ segir Kolbrún. Hannað af unglingum borgarinnar Hún segir markmið átaksins vera að fanga allar hliðar kynheilbrigðis en til að byrja með voru það einungis skólar í Reykjavík sem tóku þátt í því. Nú hafa hins vegar skólar um allt land stokkið um borð. „Við erum að ýta undir kynheilbrigði líkamlega, andlega, félagslega og tilfinningalega og byggja góðan grunn og mótvægi við því sem börn fá annars staðar, til dæmis í klámi,“ segir Kolbrún. Ár hvert er nýtt plakat hannað en það eru unglingar í borginni sem ákveða þemað. Í ár var það kynlíf og kynferðisleg hegðun. Heilbrigð samskipti „Kynfræðsla fyrir yngri börn er bara grunnur. Við erum ekki að tala við börn á sama hátt og við unglinga en við erum að leggja þennan mikilvæga grunn um heilbrigð samskipti, virðingu, setja sér mörk, um að þekkja líkamann sinn. Líkamar eru alls konar og fjölskyldur eru alls konar. Við erum bara að byrja þetta ferli sem við byggjum svo jafnt og þétt ofan á. Þannig það er gott að svara börnum og veita góð og rétt svör. Um leið og barn hefur aðgengi að snjalltæki getur það fengið mjög misvísandi skilaboð sem eru misgóð,“ segir Kolbrún. Þá sé gagnrýni vegna átaksins óvenjuleg. „Það hafa einhverjir haft áhyggjur en það eru mjög fáir. Almennt er mjög mikil ánægja með þetta, hjá börnum, foreldrum og starfsfólki,“ segir Kolbrún.
Klám Kynlíf Reykjavík Kópavogur Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira