„Það er ekki þannig sem hvítir menn slást“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. maí 2023 07:57 Carlson var látin fara frá Fox í apríl en hefur þegar boðað endurkomu sína. Á hvaða vettvangi er óljóst. AP/Richard Drew Uppgötvun skilaboða sem sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson sendi framleiðanda hjá Fox News leiddi til röð atburða sem urðu til þess að forsvarsmenn Fox ákváðu að gera dómsátt við Dominion Voting Systems og láta Carlson fjúka. Frá þessu greinir New York Times en í skilaboðunum lýsir Carlson tilfinningum sínum og hugsunum þegar hann horfði á myndskeið þar sem nokkrir stuðningsmenn Trump umkringdu og lúbörðu dreng, sem Carlson segir hafa tilheyrt andfasísku Antifa-hreyfingunni. „Þetta voru, að minnsta kosti, þrír gegn einum,“ segir Carlson um myndskeiðið í skilaboðunum. „Að ráðast gegn manni með þeim hætti er augljóslega ekki heiðursmannlegt. Það er ekki þannig sem hvítir menn slást. En skyndilega upplifði ég mig halda með múgnum gegn manninum, ég vonaði að þeir myndu berja hann fastar, drepa hann. Mig langaði virkilega að þeir meiddu krakkann. Ég fann bragðið af því.“ Carlson segist svo hafa rankað við sér; áttað sig á því að þetta væri ekki í lagi. Hann væri að verða eitthvað sem hann vildi ekki verða. Krakkinn væri manneskja, hversu mikið sem Carlson fyrirliti afstöðu hans. A text message sent by Tucker Carlson that set off a panic at the highest levels of Fox on the eve of its billion-dollar defamation trial showed its most popular host sharing his private, inflammatory views about violence and race. https://t.co/trlp6zlPjL pic.twitter.com/vv68FaLhm8— The New York Times (@nytimes) May 3, 2023 New York Times hefur eftir heimildarmönnum að þegar forsvarsmenn Fox hefðu fengið vitneskju um skilaboðin hefðu þeir strax haft áhyggjur af því að þau yrðu gerð opinber í dómsmálinu sem Dominion Voting Systems höfðaði gegn sjónvarpsstöðinni vegna lyga um svindl í forsetakosningunum 2020. Ákveðið var að fá utanaðkomandi aðila til að rannsaka Carlson en skilaboðin og fleiri innanhúsmál sem tengdust sjónvarpsmanninum hefðu orðið til þess að stjórnendur fyrirtækisins mátu það sem svo að þrátt fyrir svimandi háar áhorfstölur fylgdu Carlson meiri vandamál en virði. Skilaboðin voru meðal gagna sem voru birt í tengslum við dómsmálið en höfðu verið máð út. New York Times og fleiri miðlar hafa hvatt dómara til að birta öll þau skilaboð sem voru máð út í málsgögnunum. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Forsetakosningar 2020 Árás á bandaríska þinghúsið Fjölmiðlar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Frá þessu greinir New York Times en í skilaboðunum lýsir Carlson tilfinningum sínum og hugsunum þegar hann horfði á myndskeið þar sem nokkrir stuðningsmenn Trump umkringdu og lúbörðu dreng, sem Carlson segir hafa tilheyrt andfasísku Antifa-hreyfingunni. „Þetta voru, að minnsta kosti, þrír gegn einum,“ segir Carlson um myndskeiðið í skilaboðunum. „Að ráðast gegn manni með þeim hætti er augljóslega ekki heiðursmannlegt. Það er ekki þannig sem hvítir menn slást. En skyndilega upplifði ég mig halda með múgnum gegn manninum, ég vonaði að þeir myndu berja hann fastar, drepa hann. Mig langaði virkilega að þeir meiddu krakkann. Ég fann bragðið af því.“ Carlson segist svo hafa rankað við sér; áttað sig á því að þetta væri ekki í lagi. Hann væri að verða eitthvað sem hann vildi ekki verða. Krakkinn væri manneskja, hversu mikið sem Carlson fyrirliti afstöðu hans. A text message sent by Tucker Carlson that set off a panic at the highest levels of Fox on the eve of its billion-dollar defamation trial showed its most popular host sharing his private, inflammatory views about violence and race. https://t.co/trlp6zlPjL pic.twitter.com/vv68FaLhm8— The New York Times (@nytimes) May 3, 2023 New York Times hefur eftir heimildarmönnum að þegar forsvarsmenn Fox hefðu fengið vitneskju um skilaboðin hefðu þeir strax haft áhyggjur af því að þau yrðu gerð opinber í dómsmálinu sem Dominion Voting Systems höfðaði gegn sjónvarpsstöðinni vegna lyga um svindl í forsetakosningunum 2020. Ákveðið var að fá utanaðkomandi aðila til að rannsaka Carlson en skilaboðin og fleiri innanhúsmál sem tengdust sjónvarpsmanninum hefðu orðið til þess að stjórnendur fyrirtækisins mátu það sem svo að þrátt fyrir svimandi háar áhorfstölur fylgdu Carlson meiri vandamál en virði. Skilaboðin voru meðal gagna sem voru birt í tengslum við dómsmálið en höfðu verið máð út. New York Times og fleiri miðlar hafa hvatt dómara til að birta öll þau skilaboð sem voru máð út í málsgögnunum.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Forsetakosningar 2020 Árás á bandaríska þinghúsið Fjölmiðlar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira