Forysta BSRB axlar ekki ábyrgð á eigin kjarasamningum Ellisif Tinna Víðisdóttir skrifar 29. apríl 2023 14:00 Samband íslenskra sveitarfélaga hefur lagt fram tilboð sem tryggir félagsmönnum BSRB hærri hlutfallshækkanir launa en forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB hefur samið um við aðra opinbera vinnuveitendur. Félagsmönnum BSRB stendur þessi hækkun til boða frá seinustu mánaðarmótum en miðað við fréttaflutning seinustu daga virðist forysta BSRB ekki hafa kynnt félagsmönnum sínum þann samning. Ekki fæst betur séð en ástæðan sé sú að ætlun BSRB sé að breiða yfir eigin mistök við gerð kjarasamninga sinna. Forysta BSRB ber alfarið ábyrgð á því að félagsmenn þeirra fengu ekki launahækkanir um síðustu áramót líkt og forysta Starfsgreinasambands Íslands (SGS) samdi um árið 2020. Samband íslenskra sveitarfélaga telur mikilvægt að almennir félagsmenn sem kjósa um verkfall viti hvað liggur nú þegar á borðinu. Vert er að hugleiða hvers vegna forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB fer ekki með þann ágreining sem hér um ræðir fyrir Félagsdóm. Allir kjarasamningar Sambands íslenskra sveitarfélaga bera þess merki og stöðugt er unnið að umbótum við kjarasamningsgerð og er það óumdeilt að sveitarfélögin eru í fararbroddi á íslenskum vinnumarkaði þegar kemur að baráttunni gegn ómálefnalegum launamun. Stéttarfélög starfsmanna sveitarfélaga hafa stutt virðismatskerfi sveitarfélaga á störfum. Hvers vegna er gildistími samninga BSRB og SGS mismunandi? Forsvarsmenn SGS sömdu, árið 2020, um kjarasamning sem gildir út september 2023 en þeim samningi fylgir m.a. launatafla 5 sem gildir frá síðustu áramótum út samningstímann. Forystu bæjarstarfsmannafélaga BSRB var að sjálfsögðu boðinn sami samningur sem þau höfnuðu alfarið. Afleiðing þeirrar ákvörðunar að hafna tilboði Sambands íslenskra sveitarfélaga er sú að félagsmenn bæjarstarfsmannafélaga BSRB fengu ekki launahækkanir fyrstu þrjá mánuði yfirstandandi árs skv. launatöflu 5. Það var mjög skýr krafa forystu bæjarstarfsmannafélaga BSRB að gildistími kjarasamninga þeirra væri til 31. mars 2023. Ákvörðun BSRB hefur skilað félagsmönnum þeirra lakari niðurstöðu en öðrum Með ákvörðun BSRB um að hafna sama kjarasamningi og Starfsgreinasambandið hafði undirritað tæpum tveimur mánuðum áður við Samband íslenskra sveitarfélaga á árinu 2020 braut forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB þetta jafnrétti með því að gera kröfu um kjarasamning sem að lokum skilaði lakari niðurstöðu fyrir félagsmenn þeirra. Hvaða samningstilboð er á borðinu? Samband íslenskra sveitarfélaga hefur lagt fram kjarasamningstilboð, í samræmi við merki markaðarins, sem tryggir félagsmönnum bæjarstarfsmannafélaga BSRB hærri hlutfallshækkanir launa en forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB hefur nú þegar samið um við aðra opinbera vinnuveitendur. Óbilgirni eða sjálfstæður samningsréttur? Hvert og eitt stéttarfélag hefur sjálfstæðan samningsrétt og leggur Samband íslenskra sveitarfélaga ríka áherslu á að virða hann í hvívetna en bent skal á að sjálfstæðum samningsrétti fylgir einnig rík ábyrgð. Það er ekki ólögmætt að gera ólíka kjarasamninga með mismunandi gildistíma. Forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB lagði þunga áherslu á það í kjarasamningsviðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga árið 2020, að samningstími kjarasamnings næði til 31. mars 2023 og höfnuðu alfarið kjarasamningi með gildistíma til 30. september 2023 sem innihélt launatöflu 5. Í ljósi þess er dapurlegt að málflutningur forystu bæjarstarfsmannafélaga BSRB sé nú á þann veg að Samband íslenskra sveitarfélaga sýni starfsfólki sveitarfélaga óbilgirni og mismuni þeim. Vert er að hugleiða hvers vegna forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB fer ekki með þann ágreining sem hér um ræðir fyrir Félagsdóm, sem er réttur vettvangur til að fá úrskurð í ágreiningsmálum af þessu tagi. Hvers vegna getur ekki verið um afturvirkni að ræða? Samningur bæjarstarfsmannafélaga BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga rann út 31. mars 2023 og er að fullu efndur. Forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB krefst þess nú að nýr kjarasamningur, sem þeim stendur til boða, hafi gildistíma frá 1. janúar 2023. Tveir kjarasamningar sömu samningsaðila geta ekki verið í gildi á sama tíma (þ.e. fyrstu þrjá mánuði yfirstandandi árs). Þegar talað er um afturvirkni við kjarasamningagerð á það almennt við þegar kjaraviðræður hafa staðið yfir í nokkurn tíma og verið er að tryggja að samningur taki við af samningi. Hins vegar er ekki um að ræða að nýr samningur geti verið afturvirkur inn á gildistíma þess samnings sem er liðinn og hefur verið að fullu efndur af hendi sveitarfélaga. Höfundur er lögfræðingur kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Samband íslenskra sveitarfélaga hefur lagt fram tilboð sem tryggir félagsmönnum BSRB hærri hlutfallshækkanir launa en forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB hefur samið um við aðra opinbera vinnuveitendur. Félagsmönnum BSRB stendur þessi hækkun til boða frá seinustu mánaðarmótum en miðað við fréttaflutning seinustu daga virðist forysta BSRB ekki hafa kynnt félagsmönnum sínum þann samning. Ekki fæst betur séð en ástæðan sé sú að ætlun BSRB sé að breiða yfir eigin mistök við gerð kjarasamninga sinna. Forysta BSRB ber alfarið ábyrgð á því að félagsmenn þeirra fengu ekki launahækkanir um síðustu áramót líkt og forysta Starfsgreinasambands Íslands (SGS) samdi um árið 2020. Samband íslenskra sveitarfélaga telur mikilvægt að almennir félagsmenn sem kjósa um verkfall viti hvað liggur nú þegar á borðinu. Vert er að hugleiða hvers vegna forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB fer ekki með þann ágreining sem hér um ræðir fyrir Félagsdóm. Allir kjarasamningar Sambands íslenskra sveitarfélaga bera þess merki og stöðugt er unnið að umbótum við kjarasamningsgerð og er það óumdeilt að sveitarfélögin eru í fararbroddi á íslenskum vinnumarkaði þegar kemur að baráttunni gegn ómálefnalegum launamun. Stéttarfélög starfsmanna sveitarfélaga hafa stutt virðismatskerfi sveitarfélaga á störfum. Hvers vegna er gildistími samninga BSRB og SGS mismunandi? Forsvarsmenn SGS sömdu, árið 2020, um kjarasamning sem gildir út september 2023 en þeim samningi fylgir m.a. launatafla 5 sem gildir frá síðustu áramótum út samningstímann. Forystu bæjarstarfsmannafélaga BSRB var að sjálfsögðu boðinn sami samningur sem þau höfnuðu alfarið. Afleiðing þeirrar ákvörðunar að hafna tilboði Sambands íslenskra sveitarfélaga er sú að félagsmenn bæjarstarfsmannafélaga BSRB fengu ekki launahækkanir fyrstu þrjá mánuði yfirstandandi árs skv. launatöflu 5. Það var mjög skýr krafa forystu bæjarstarfsmannafélaga BSRB að gildistími kjarasamninga þeirra væri til 31. mars 2023. Ákvörðun BSRB hefur skilað félagsmönnum þeirra lakari niðurstöðu en öðrum Með ákvörðun BSRB um að hafna sama kjarasamningi og Starfsgreinasambandið hafði undirritað tæpum tveimur mánuðum áður við Samband íslenskra sveitarfélaga á árinu 2020 braut forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB þetta jafnrétti með því að gera kröfu um kjarasamning sem að lokum skilaði lakari niðurstöðu fyrir félagsmenn þeirra. Hvaða samningstilboð er á borðinu? Samband íslenskra sveitarfélaga hefur lagt fram kjarasamningstilboð, í samræmi við merki markaðarins, sem tryggir félagsmönnum bæjarstarfsmannafélaga BSRB hærri hlutfallshækkanir launa en forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB hefur nú þegar samið um við aðra opinbera vinnuveitendur. Óbilgirni eða sjálfstæður samningsréttur? Hvert og eitt stéttarfélag hefur sjálfstæðan samningsrétt og leggur Samband íslenskra sveitarfélaga ríka áherslu á að virða hann í hvívetna en bent skal á að sjálfstæðum samningsrétti fylgir einnig rík ábyrgð. Það er ekki ólögmætt að gera ólíka kjarasamninga með mismunandi gildistíma. Forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB lagði þunga áherslu á það í kjarasamningsviðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga árið 2020, að samningstími kjarasamnings næði til 31. mars 2023 og höfnuðu alfarið kjarasamningi með gildistíma til 30. september 2023 sem innihélt launatöflu 5. Í ljósi þess er dapurlegt að málflutningur forystu bæjarstarfsmannafélaga BSRB sé nú á þann veg að Samband íslenskra sveitarfélaga sýni starfsfólki sveitarfélaga óbilgirni og mismuni þeim. Vert er að hugleiða hvers vegna forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB fer ekki með þann ágreining sem hér um ræðir fyrir Félagsdóm, sem er réttur vettvangur til að fá úrskurð í ágreiningsmálum af þessu tagi. Hvers vegna getur ekki verið um afturvirkni að ræða? Samningur bæjarstarfsmannafélaga BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga rann út 31. mars 2023 og er að fullu efndur. Forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB krefst þess nú að nýr kjarasamningur, sem þeim stendur til boða, hafi gildistíma frá 1. janúar 2023. Tveir kjarasamningar sömu samningsaðila geta ekki verið í gildi á sama tíma (þ.e. fyrstu þrjá mánuði yfirstandandi árs). Þegar talað er um afturvirkni við kjarasamningagerð á það almennt við þegar kjaraviðræður hafa staðið yfir í nokkurn tíma og verið er að tryggja að samningur taki við af samningi. Hins vegar er ekki um að ræða að nýr samningur geti verið afturvirkur inn á gildistíma þess samnings sem er liðinn og hefur verið að fullu efndur af hendi sveitarfélaga. Höfundur er lögfræðingur kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun