„Hér er um að ræða fullkominn forsendubrest“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. apríl 2023 20:39 Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, kynnir fjármálaætlun fyrir árin 2024 til 2028 þann 29. mars síðastliðinn. Samband íslenskra sveitarfélaga segir rammasamning um húsnæðisuppbyggingu verulega vanfjármagnaðan í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Vísir/Vilhelm Samband íslenskra sveitarfélaga telur að rammasamningur ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða sé vanfjármagnaður í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Um sé að ræða „fullkominn forsendubrest“ og íbúðaþörf næstu ára verði ekki fullnægt. Samningurinn sem var undirritaður 12. Júlí 2021 gerir ráð fyrir að byggðar verði minnst fjögur þúsund íbúðir á hverju ári næstu fimm árin og 3.500 íbúðir á ári næstu fimm ár eftir það. Í samningnum var einnig lögð áhersla á að 30% íbúðanna yrðu hagkvæmar íbúðir á viðráðanlegu verði, um 1.200 íbúðir árlega. Samband íslenskra sveitarfélaga sem eru aðili að rammasamningnum birtu 24. apríl síðastliðinn umsögn um þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar að fjármálaáætlun næstu ára. Í umsögninni segir að um sé að ræða „fullkominn forsendubrest“ þar sem rammasamningurinn er „verulega vanfjármagnaður“ og nauðsynlegt sé að hækka stofnframlög umtalsvert. Fram kemur í umsögninni að til að efna samninginn þyrftu stofnframlög að vera samtals 44 milljarðar króna næstu fimm árin og lánveitingar 188 milljarðar. Í fjármálaáætluninni sé hins vegar aðeins gert ráð fyrir stofnframlögum í heild að fjárhæð 18,7 milljörðum og að veitt verði lán upp á 20 milljarða á ári. „Verði þessi reyndin blasir við að íbúðaþörf næstu ára verði alls ekki fullnægt með fyrirsjáanlegum áhrifum á íbúðaverð og þar með verðbólgu,“ segir undir lok umsagnarinnar. „Var þetta bara enn eitt Framsóknarblöffið í húsnæðismálum“ Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar vakti máls á því í fyrri umræðu um fjármálaáætlun þann 31. mars síðastliðinn að rammasamningurinn væri vanfjármagnaður og að ríkið væri að senda skaðleg skilaboð til sveitarfélaga, uppbyggingaraðila og fólksins í landinu. „Blekið er varla þornað af rammasamkomulaginu og ríkisstjórnin virðist bara strax búin að gefast upp. Var þetta bara enn eitt Framsóknarblöffið í húsnæðismálum, enn eitt dæmið um að blásið sé í herlúðra sem reynist svo engin innstæða fyrir?“ sagði hann í ræðu sinni. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hefur svarað því til að ekki sé raunhæft að samningsmarkmið um íbúðauppbyggingu á samfélagslegum forsendum verði uppfyllt fyrr en eftir nokkur ár. „Þessi markmið um 4.000 íbúðir og allt að 35% íbúða, þ.e. 30% sem eru þá byggðar sem almennar íbúðir eða með hlutdeildarlánum og svo 5% að auki í félagslega kerfinu sem gerir um 1.400 íbúðir — við sjáum ekki fram á að við náum þessu að fullu fyrr en kannski 2026 eða 2027,“ sagði hann í umræðum um fjármálaáætlun 17. apríl síðastliðinn. „Við teljum okkur í dag vera nægjanlega fjármögnuð með þessa 4 milljarða í stofnframlögum í ár og næsta ár til að geta byggt það sem einfaldlega verður raunhæft að geta byggt.“ Í stað þeirra 1.200 hagkvæmu íbúða sem var talað um í samningnum sé því frekar um 400 íbúðir að ræða. Húsnæðismál Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Samfylkingin Tengdar fréttir Uppbyggingarheimildir verði tímabundnar Rammasamningur milli ríkis og borgar um skjótari uppbyggingu húsnæðis í Reykjavík var undirritaður í gær. Byggt verður upp hraðar og meira og uppbyggingarheimildir verða tímabundnar til þess að koma í veg fyrir lóðabrask. 6. janúar 2023 23:00 Stefna á tuttugu þúsund íbúðir á næstu fimm árum Flýta þarf uppbyggingu íbúða eigi rammasamningur ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð húsnæðis á næstu árum að ganga eftir. Þetta kom fram á fyrsta fundi um framkvæmd samningsins í dag. 13. september 2022 16:19 Íbúðaskortur muni versna á næstu árum ef ekkert er að gert Útlit er fyrir að íbúðaskortur aukist á næstu árum en óuppfyllt íbúðaþörf hér á landi nemur nú um 3.950 íbúðum, að mati Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). Vænta má að íbúðaskorturinn aukist á næsta ári og enn meira árið 2022 en spá HMS bendir til að íbúðaskorturinn muni vaxa um 2.300 íbúðir til viðbótar á næstu þremur árum ef ekkert er að gert. 27. janúar 2021 13:42 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Fleiri fréttir „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Sjá meira
Samningurinn sem var undirritaður 12. Júlí 2021 gerir ráð fyrir að byggðar verði minnst fjögur þúsund íbúðir á hverju ári næstu fimm árin og 3.500 íbúðir á ári næstu fimm ár eftir það. Í samningnum var einnig lögð áhersla á að 30% íbúðanna yrðu hagkvæmar íbúðir á viðráðanlegu verði, um 1.200 íbúðir árlega. Samband íslenskra sveitarfélaga sem eru aðili að rammasamningnum birtu 24. apríl síðastliðinn umsögn um þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar að fjármálaáætlun næstu ára. Í umsögninni segir að um sé að ræða „fullkominn forsendubrest“ þar sem rammasamningurinn er „verulega vanfjármagnaður“ og nauðsynlegt sé að hækka stofnframlög umtalsvert. Fram kemur í umsögninni að til að efna samninginn þyrftu stofnframlög að vera samtals 44 milljarðar króna næstu fimm árin og lánveitingar 188 milljarðar. Í fjármálaáætluninni sé hins vegar aðeins gert ráð fyrir stofnframlögum í heild að fjárhæð 18,7 milljörðum og að veitt verði lán upp á 20 milljarða á ári. „Verði þessi reyndin blasir við að íbúðaþörf næstu ára verði alls ekki fullnægt með fyrirsjáanlegum áhrifum á íbúðaverð og þar með verðbólgu,“ segir undir lok umsagnarinnar. „Var þetta bara enn eitt Framsóknarblöffið í húsnæðismálum“ Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar vakti máls á því í fyrri umræðu um fjármálaáætlun þann 31. mars síðastliðinn að rammasamningurinn væri vanfjármagnaður og að ríkið væri að senda skaðleg skilaboð til sveitarfélaga, uppbyggingaraðila og fólksins í landinu. „Blekið er varla þornað af rammasamkomulaginu og ríkisstjórnin virðist bara strax búin að gefast upp. Var þetta bara enn eitt Framsóknarblöffið í húsnæðismálum, enn eitt dæmið um að blásið sé í herlúðra sem reynist svo engin innstæða fyrir?“ sagði hann í ræðu sinni. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hefur svarað því til að ekki sé raunhæft að samningsmarkmið um íbúðauppbyggingu á samfélagslegum forsendum verði uppfyllt fyrr en eftir nokkur ár. „Þessi markmið um 4.000 íbúðir og allt að 35% íbúða, þ.e. 30% sem eru þá byggðar sem almennar íbúðir eða með hlutdeildarlánum og svo 5% að auki í félagslega kerfinu sem gerir um 1.400 íbúðir — við sjáum ekki fram á að við náum þessu að fullu fyrr en kannski 2026 eða 2027,“ sagði hann í umræðum um fjármálaáætlun 17. apríl síðastliðinn. „Við teljum okkur í dag vera nægjanlega fjármögnuð með þessa 4 milljarða í stofnframlögum í ár og næsta ár til að geta byggt það sem einfaldlega verður raunhæft að geta byggt.“ Í stað þeirra 1.200 hagkvæmu íbúða sem var talað um í samningnum sé því frekar um 400 íbúðir að ræða.
Húsnæðismál Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Samfylkingin Tengdar fréttir Uppbyggingarheimildir verði tímabundnar Rammasamningur milli ríkis og borgar um skjótari uppbyggingu húsnæðis í Reykjavík var undirritaður í gær. Byggt verður upp hraðar og meira og uppbyggingarheimildir verða tímabundnar til þess að koma í veg fyrir lóðabrask. 6. janúar 2023 23:00 Stefna á tuttugu þúsund íbúðir á næstu fimm árum Flýta þarf uppbyggingu íbúða eigi rammasamningur ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð húsnæðis á næstu árum að ganga eftir. Þetta kom fram á fyrsta fundi um framkvæmd samningsins í dag. 13. september 2022 16:19 Íbúðaskortur muni versna á næstu árum ef ekkert er að gert Útlit er fyrir að íbúðaskortur aukist á næstu árum en óuppfyllt íbúðaþörf hér á landi nemur nú um 3.950 íbúðum, að mati Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). Vænta má að íbúðaskorturinn aukist á næsta ári og enn meira árið 2022 en spá HMS bendir til að íbúðaskorturinn muni vaxa um 2.300 íbúðir til viðbótar á næstu þremur árum ef ekkert er að gert. 27. janúar 2021 13:42 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Fleiri fréttir „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Sjá meira
Uppbyggingarheimildir verði tímabundnar Rammasamningur milli ríkis og borgar um skjótari uppbyggingu húsnæðis í Reykjavík var undirritaður í gær. Byggt verður upp hraðar og meira og uppbyggingarheimildir verða tímabundnar til þess að koma í veg fyrir lóðabrask. 6. janúar 2023 23:00
Stefna á tuttugu þúsund íbúðir á næstu fimm árum Flýta þarf uppbyggingu íbúða eigi rammasamningur ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð húsnæðis á næstu árum að ganga eftir. Þetta kom fram á fyrsta fundi um framkvæmd samningsins í dag. 13. september 2022 16:19
Íbúðaskortur muni versna á næstu árum ef ekkert er að gert Útlit er fyrir að íbúðaskortur aukist á næstu árum en óuppfyllt íbúðaþörf hér á landi nemur nú um 3.950 íbúðum, að mati Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). Vænta má að íbúðaskorturinn aukist á næsta ári og enn meira árið 2022 en spá HMS bendir til að íbúðaskorturinn muni vaxa um 2.300 íbúðir til viðbótar á næstu þremur árum ef ekkert er að gert. 27. janúar 2021 13:42