Græðgi og geðþótti, eða réttlæti, jöfnuð og velferð Sandra B. Franks skrifar 1. maí 2023 08:00 Ef þið fengjuð tækifæri til að hanna samfélag frá grunni, hvernig samfélag yrði það? Yrði það samfélag misskiptingar og misréttis? Yrði það samfélag kulnunar og kynjamismunar? Yrði það samfélag fátæktar og fjárhagsþrenginga? Yrði það samfélag valdníðslu og vígtóla? Yrði það samfélag klíku og kreddu? Yrði það samfélag græðgi og geðþótta? Nei, varla. Ég er nokkuð viss um að önnur hugtök yrðu ofar í ykkar huga. Ég er reyndar sannfærð um að hugtökin „réttlæti“, „jöfnuður“ og „velferð“ myndu skora hátt hjá öllu vinnandi fólki, sem og öðrum sem lifa í samfélagi með öðrum. Það eru einmitt þessi þrjú hugtök sem eru leiðarstef verkalýðsdags BSRB að þessu sinni. Verkalýðsbarátta snýst í grunninn um réttlæti, jöfnuð og velferð. Það er rauði þráðurinn í baráttu okkar. Verkalýðshreyfingin er í raun ekki að berjast fyrir neinu öðru. Þess vegna sætir það stundum furðu hversu erfitt það getur verið að ná þessu í gegn í samningum við vinnuveitendur, hvor sem það eru opinberir aðilar eða einkaaðilar. Réttlátt samfélag þar sem velferðin nær til allra en ekki sumra, og er ekki óraunhæfur draumur. Við getum auðveldlega náð jafnari skiptingu þeirra auðæfa sem til verða í landinu, ef vilji er til staðar. Skoðum tvær staðreyndir: Ríkustu 5% Íslendingarnir eiga tæplega 40% af hreinum eignum landsmanna. Hin 95% skipta með sér restinni, eða hinum 60%-unum. Ríkustu 10% Íslendingarnir taka yfir 80% allra fjármagnstekna sem til verða í landinu. Ísland er með lægsta fjármagnstekjuskatt af öllum Norðurlöndunum. Þessu til viðbótar birtust nýverið eftirfarandi fyrirsagnir í fjölmiðlum: „Mesti hagnaður á öldinni“ og átti þar við íslensk fyrirtæki. „Eitt af bestu árum íslensks sjávarútvegs“ skrifaði RÚV síðastliðið haust. Fyrir nokkrum vikum skrifaði Viðskiptablaðið: „67 milljarða hagnaður bankanna“. Til að setja þá tölu í samhengi, þá er þetta svipuð upphæð og það sem öll hjúkrunarheimili og endurhæfingarþjónusta landsins kosta. Öll heilsugæsla í landinu kostar um 40 milljarða kr. Á sama tíma glímir íslenskur almenningur við hækkandi verðbólgu og vexti. Okkur virðist ekki takast að reka bráðamóttöku Landspítalans með sóma. Um 10.000 börn á Íslandi búa við fátækt samkvæmt nýrri skýrslu Barnaheilla. Og enn er verið að borga konum lægri laun en körlum, - bara af því þær eru konur! Það er því verk að vinna. Ekki síst fyrir verkalýðshreyfinguna en ekki síður almenning sem þarf að styðja þessa baráttu. Ef almenningur vill sjá framfarir í átt að auknu réttlæti, meiri jöfnuð og bættri velferð þá er tækifærið núna. Til hamingju með daginn! Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Verkalýðsdagurinn Kjaramál Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Ef þið fengjuð tækifæri til að hanna samfélag frá grunni, hvernig samfélag yrði það? Yrði það samfélag misskiptingar og misréttis? Yrði það samfélag kulnunar og kynjamismunar? Yrði það samfélag fátæktar og fjárhagsþrenginga? Yrði það samfélag valdníðslu og vígtóla? Yrði það samfélag klíku og kreddu? Yrði það samfélag græðgi og geðþótta? Nei, varla. Ég er nokkuð viss um að önnur hugtök yrðu ofar í ykkar huga. Ég er reyndar sannfærð um að hugtökin „réttlæti“, „jöfnuður“ og „velferð“ myndu skora hátt hjá öllu vinnandi fólki, sem og öðrum sem lifa í samfélagi með öðrum. Það eru einmitt þessi þrjú hugtök sem eru leiðarstef verkalýðsdags BSRB að þessu sinni. Verkalýðsbarátta snýst í grunninn um réttlæti, jöfnuð og velferð. Það er rauði þráðurinn í baráttu okkar. Verkalýðshreyfingin er í raun ekki að berjast fyrir neinu öðru. Þess vegna sætir það stundum furðu hversu erfitt það getur verið að ná þessu í gegn í samningum við vinnuveitendur, hvor sem það eru opinberir aðilar eða einkaaðilar. Réttlátt samfélag þar sem velferðin nær til allra en ekki sumra, og er ekki óraunhæfur draumur. Við getum auðveldlega náð jafnari skiptingu þeirra auðæfa sem til verða í landinu, ef vilji er til staðar. Skoðum tvær staðreyndir: Ríkustu 5% Íslendingarnir eiga tæplega 40% af hreinum eignum landsmanna. Hin 95% skipta með sér restinni, eða hinum 60%-unum. Ríkustu 10% Íslendingarnir taka yfir 80% allra fjármagnstekna sem til verða í landinu. Ísland er með lægsta fjármagnstekjuskatt af öllum Norðurlöndunum. Þessu til viðbótar birtust nýverið eftirfarandi fyrirsagnir í fjölmiðlum: „Mesti hagnaður á öldinni“ og átti þar við íslensk fyrirtæki. „Eitt af bestu árum íslensks sjávarútvegs“ skrifaði RÚV síðastliðið haust. Fyrir nokkrum vikum skrifaði Viðskiptablaðið: „67 milljarða hagnaður bankanna“. Til að setja þá tölu í samhengi, þá er þetta svipuð upphæð og það sem öll hjúkrunarheimili og endurhæfingarþjónusta landsins kosta. Öll heilsugæsla í landinu kostar um 40 milljarða kr. Á sama tíma glímir íslenskur almenningur við hækkandi verðbólgu og vexti. Okkur virðist ekki takast að reka bráðamóttöku Landspítalans með sóma. Um 10.000 börn á Íslandi búa við fátækt samkvæmt nýrri skýrslu Barnaheilla. Og enn er verið að borga konum lægri laun en körlum, - bara af því þær eru konur! Það er því verk að vinna. Ekki síst fyrir verkalýðshreyfinguna en ekki síður almenning sem þarf að styðja þessa baráttu. Ef almenningur vill sjá framfarir í átt að auknu réttlæti, meiri jöfnuð og bættri velferð þá er tækifærið núna. Til hamingju með daginn! Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun