Ópíóðafaraldur: Í það minnsta tíu undir fertugu látið lífið það sem af er ári Bjarki Sigurðsson skrifar 25. apríl 2023 11:28 Valgerður Rúnarsdóttir er yfirlæknir á Vogi. Vísir/Sigurjón Yfirlæknir á Vogi segir tíu skjólstæðinga þeirra undir fertugu látist það sem af er árs. Hún segir fíknisjúkdóminn vera skaðræði og kallar eftir aðgerðum stjórnvalda. Einungis fjórðungur meðferða við ópíóðafíkn er greiddur af ríkinu. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, ræddi um ópíóðafaraldurinn sem virðist geisa yfir landann um þessar mundir. Bubbi Morthens greindi nýlega frá því að hann hafi á einu ári spilað í jarðarförum hjá ellefu einstaklingum sem hafa látist vegna fíknisjúkdóms. „Við sjáum það hérna bara í byrjun þessa árs að það eru fleiri heldur en síðustu ár sem hafa horfið frá okkur af þeim sem hafa komið til okkar,“ segir Valgerður. „Ég sé í gögnum hjá okkur að það eru eitthvað um tíu manns undir fjörutíu ára látnir sem hafa komið hingað á árinu. Á þremur mánuðum.“ Hún segir engan sjúkdóm taka jafn margt ungt fólk og fíknisjúkdóminn. Hann sé skaðræði, og þá sérstaklega þegar um er að ræða ópíóðafíkn. Valgerður segist telja að mest af magni ópíóða í umferð komi í gegnum apótekin. „Auðvitað er líka auðvelt að flytja svona efni inn. Bara eins og hvað sem er annað sem fólk kemur með inn í landið. það er erfitt að áætla í sjálfu sér en það virðist að minnsta kosti vera nóg framboð af þessum töflum. Oxycontin og Contalgin. Þau eru mest notuð og eru mjög hættulegir ópíóðar,“ segir Valgerður. Klippa: Bítið - Óstöðvandi ópíóðafaraldur: Fjöldi ungs fólks látið lífið það sem af er ári Aðspurð hvort það ætti ekki bara að banna ópíóða segir hún málið vera flóknara en það. Um sé að ræða mjög nauðsynleg lyf sem fólk fær í líknandi meðferð, eftir skurðaðgerð og við bráðaveikindum. „Þau eru þannig eðlis að ef þú tekur þau að staðaldri þá verður þú háður þeim. En það er að sjálfu sér ekki vandamál því þú bara trappar það út þegar þú hættir. Segjum að þú hafir fengið alvarleg veikindi og færð mikið af þessum lyfjum um tíma. Þá ertu trappaður út því þú færð fráhvarfseinkenni en það er ekki fíkn. Það eru bara lyfin,“ segir Valgerður. Að staðaldri koma tveir á dag á Vog með ópíóðavanda. Valgerður segir vandann sérstaklega hættulegan þar sem ópíóðar eru líklegri en önnur lyf til þess að valda dauða í ofskammti. „Svo erum við með góða lyfjameðferð við þessari fíkn. Við erum með lyf eru lyf við ópíóðafíkn og við höfum verið með þau hér hjá SÁÁ síðan 1999. Það hefur aukist mjög mikið síðustu árin. Við höfum verið með mikið ákall til yfirvalda að þau sýni því skilning að við séum að safna peningum til að veita þessa meðferð. Þeir verða að sýna okkur skilning í því að það þarf að auka framlagið til þessarar meðferðar. Við ætlum ekkert að hætta þó við fáum bara greitt fyrir 90 en í fyrra komu 360 á þessa meðferð,“ segir Valgerður. Hún bendir á mikilvægi þess að veita gott aðgengi að meðferð. Hún vill að stjórnvöld hætti að skoða skóginn og fari að skoða trén. „Við þurfum alltaf að geta gripið inn í aftur og aftur. Það er aðalmálið því þetta er ekki eitthvað sem þú leysir með því að taka út botnlangann. Þetta er ekki botnlangabólga, þetta er öðruvísi vandi sem þarf að grípa inn í aftur. Margir þurfa mörg tækifæri og það er allt í lagi því þannig hefst þetta að lokum. Bara ekki gefast upp,“ segir Valgerður að lokum. Fíkn Heilbrigðismál Bítið Lyf SÁÁ Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, ræddi um ópíóðafaraldurinn sem virðist geisa yfir landann um þessar mundir. Bubbi Morthens greindi nýlega frá því að hann hafi á einu ári spilað í jarðarförum hjá ellefu einstaklingum sem hafa látist vegna fíknisjúkdóms. „Við sjáum það hérna bara í byrjun þessa árs að það eru fleiri heldur en síðustu ár sem hafa horfið frá okkur af þeim sem hafa komið til okkar,“ segir Valgerður. „Ég sé í gögnum hjá okkur að það eru eitthvað um tíu manns undir fjörutíu ára látnir sem hafa komið hingað á árinu. Á þremur mánuðum.“ Hún segir engan sjúkdóm taka jafn margt ungt fólk og fíknisjúkdóminn. Hann sé skaðræði, og þá sérstaklega þegar um er að ræða ópíóðafíkn. Valgerður segist telja að mest af magni ópíóða í umferð komi í gegnum apótekin. „Auðvitað er líka auðvelt að flytja svona efni inn. Bara eins og hvað sem er annað sem fólk kemur með inn í landið. það er erfitt að áætla í sjálfu sér en það virðist að minnsta kosti vera nóg framboð af þessum töflum. Oxycontin og Contalgin. Þau eru mest notuð og eru mjög hættulegir ópíóðar,“ segir Valgerður. Klippa: Bítið - Óstöðvandi ópíóðafaraldur: Fjöldi ungs fólks látið lífið það sem af er ári Aðspurð hvort það ætti ekki bara að banna ópíóða segir hún málið vera flóknara en það. Um sé að ræða mjög nauðsynleg lyf sem fólk fær í líknandi meðferð, eftir skurðaðgerð og við bráðaveikindum. „Þau eru þannig eðlis að ef þú tekur þau að staðaldri þá verður þú háður þeim. En það er að sjálfu sér ekki vandamál því þú bara trappar það út þegar þú hættir. Segjum að þú hafir fengið alvarleg veikindi og færð mikið af þessum lyfjum um tíma. Þá ertu trappaður út því þú færð fráhvarfseinkenni en það er ekki fíkn. Það eru bara lyfin,“ segir Valgerður. Að staðaldri koma tveir á dag á Vog með ópíóðavanda. Valgerður segir vandann sérstaklega hættulegan þar sem ópíóðar eru líklegri en önnur lyf til þess að valda dauða í ofskammti. „Svo erum við með góða lyfjameðferð við þessari fíkn. Við erum með lyf eru lyf við ópíóðafíkn og við höfum verið með þau hér hjá SÁÁ síðan 1999. Það hefur aukist mjög mikið síðustu árin. Við höfum verið með mikið ákall til yfirvalda að þau sýni því skilning að við séum að safna peningum til að veita þessa meðferð. Þeir verða að sýna okkur skilning í því að það þarf að auka framlagið til þessarar meðferðar. Við ætlum ekkert að hætta þó við fáum bara greitt fyrir 90 en í fyrra komu 360 á þessa meðferð,“ segir Valgerður. Hún bendir á mikilvægi þess að veita gott aðgengi að meðferð. Hún vill að stjórnvöld hætti að skoða skóginn og fari að skoða trén. „Við þurfum alltaf að geta gripið inn í aftur og aftur. Það er aðalmálið því þetta er ekki eitthvað sem þú leysir með því að taka út botnlangann. Þetta er ekki botnlangabólga, þetta er öðruvísi vandi sem þarf að grípa inn í aftur. Margir þurfa mörg tækifæri og það er allt í lagi því þannig hefst þetta að lokum. Bara ekki gefast upp,“ segir Valgerður að lokum.
Fíkn Heilbrigðismál Bítið Lyf SÁÁ Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira