Biden sækist formlega eftir endurkjöri Kjartan Kjartansson skrifar 25. apríl 2023 10:29 Joe Biden vill vera forseti Bandaríkjanna í fjögur ár til viðbótar. AP/Andrew Harnik Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti í morgun að hann sækist formlega eftir endurkjöri í kosningum á næsta ári. Hann biður kjósendur um að gefa honum meiri tíma til að ljúka verkefninu sem hann hóf þegar hann tók við embætti fyrir rúmum tveimur árum. „Ég sagði að við værum í baráttu um sál Bandaríkjanna og við erum það ennþá. Spurning sem við stöndum frammi fyrir er hvort við höfum meira eða minna frelsi á næstu árum. Fleiri réttindi eða færri,“ sagði Biden í þriggja mínútna myndbandi sem hann birti í morgun. Every generation has a moment where they have had to stand up for democracy. To stand up for their fundamental freedoms. I believe this is ours.That s why I m running for reelection as President of the United States. Join us. Let s finish the job. https://t.co/V9Mzpw8Sqy pic.twitter.com/Y4NXR6B8ly— Joe Biden (@JoeBiden) April 25, 2023 Biden er elsti forseti í sögu Bandaríkjanna. Nái hann endurkjöri árið 2024 yrði hann 86 ára gamall við lok seinna kjörtímabils síns. Hann hefur sagt áhyggjur kjósenda Demókrataflokksins af aldri sínum algerlega lögmætar. Hann ræddi aldur sinn þó ekki í framboðsmyndbandinu. AP-fréttastofan segir að framboð Biden ætli að leggja áherslu á afrek hans í embætti. Kórónuveirufaraldurinn setti svip sinn á fyrstu tvö ár hans í embætti en hann hefur komið í gegn nokkrum stórum málum. Þar á meðal er meiriháttar innviðauppbygging sem þingmenn beggja flokka greiddu atkvæði með og umfangsmestu loftslagsaðgerðir sem Bandaríkjastjórn hefur ráðist í. Forsetinn kemst ekki lengra með meiriháttar stefnumál það sem eftir er kjörtímabilinu þar sem repúblikanar fara nú með meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Á öðru kjörtímabili vill Biden koma í gegn fleiri málum, þar á meðal banni við árásarrifflum, verðlækkun á lyfsseðilsskyldum lyfjum og lögfestingu á rétti til þungunarrofs. Þröng staða í könnunum en óvenjugóður árangur í þingkosningum Biden vann góðan sigur á Donald Trump í forsetakosningunum árið 2020. Hann varð meðal annars fyrsti demókratinn til þess að vinna sigur í Georgíu í 28 ár og í Arizona í 24 ár. Á kjörtímabilinu hefur stuðningur við Biden þó verið sambærilegur við Trump. Um þessar mundir hafa rúm 42 prósent velþóknun á störfum hans en tæp 53 prósent vanþóknun samkvæmt kosningaspásíðunni Five Thirty Eight. Þrátt fyrir það kom Demókrataflokkurinn mun betur út úr þingkosningum á miðju kjörtímabilinu í haust en búist var við. Þekkt lögmál bandarískra stjórnmála er að flokkur forseta tapi í slíkum kosningum, oft stórt. Repúblikanar unnu meirihluta í fulltrúadeildinni en mun þrengri en lengi var útlit fyrir. Demókratar bættu við sig þingmönnum í öldungadeildinni. Margir stjórnmálaskýrendur röktu það til áframhaldandi samsæriskenninga Donalds Trump og bandamanna hans um að stórfelld kosningasvik hefðu kostað hann sigur gegn Biden árið 2020. Stór hluti frambjóðenda repúblikana í þingkosningunum í fyrra hélt slíkum málflutningi á lofti. Bandaríkin Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Sjá meira
„Ég sagði að við værum í baráttu um sál Bandaríkjanna og við erum það ennþá. Spurning sem við stöndum frammi fyrir er hvort við höfum meira eða minna frelsi á næstu árum. Fleiri réttindi eða færri,“ sagði Biden í þriggja mínútna myndbandi sem hann birti í morgun. Every generation has a moment where they have had to stand up for democracy. To stand up for their fundamental freedoms. I believe this is ours.That s why I m running for reelection as President of the United States. Join us. Let s finish the job. https://t.co/V9Mzpw8Sqy pic.twitter.com/Y4NXR6B8ly— Joe Biden (@JoeBiden) April 25, 2023 Biden er elsti forseti í sögu Bandaríkjanna. Nái hann endurkjöri árið 2024 yrði hann 86 ára gamall við lok seinna kjörtímabils síns. Hann hefur sagt áhyggjur kjósenda Demókrataflokksins af aldri sínum algerlega lögmætar. Hann ræddi aldur sinn þó ekki í framboðsmyndbandinu. AP-fréttastofan segir að framboð Biden ætli að leggja áherslu á afrek hans í embætti. Kórónuveirufaraldurinn setti svip sinn á fyrstu tvö ár hans í embætti en hann hefur komið í gegn nokkrum stórum málum. Þar á meðal er meiriháttar innviðauppbygging sem þingmenn beggja flokka greiddu atkvæði með og umfangsmestu loftslagsaðgerðir sem Bandaríkjastjórn hefur ráðist í. Forsetinn kemst ekki lengra með meiriháttar stefnumál það sem eftir er kjörtímabilinu þar sem repúblikanar fara nú með meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Á öðru kjörtímabili vill Biden koma í gegn fleiri málum, þar á meðal banni við árásarrifflum, verðlækkun á lyfsseðilsskyldum lyfjum og lögfestingu á rétti til þungunarrofs. Þröng staða í könnunum en óvenjugóður árangur í þingkosningum Biden vann góðan sigur á Donald Trump í forsetakosningunum árið 2020. Hann varð meðal annars fyrsti demókratinn til þess að vinna sigur í Georgíu í 28 ár og í Arizona í 24 ár. Á kjörtímabilinu hefur stuðningur við Biden þó verið sambærilegur við Trump. Um þessar mundir hafa rúm 42 prósent velþóknun á störfum hans en tæp 53 prósent vanþóknun samkvæmt kosningaspásíðunni Five Thirty Eight. Þrátt fyrir það kom Demókrataflokkurinn mun betur út úr þingkosningum á miðju kjörtímabilinu í haust en búist var við. Þekkt lögmál bandarískra stjórnmála er að flokkur forseta tapi í slíkum kosningum, oft stórt. Repúblikanar unnu meirihluta í fulltrúadeildinni en mun þrengri en lengi var útlit fyrir. Demókratar bættu við sig þingmönnum í öldungadeildinni. Margir stjórnmálaskýrendur röktu það til áframhaldandi samsæriskenninga Donalds Trump og bandamanna hans um að stórfelld kosningasvik hefðu kostað hann sigur gegn Biden árið 2020. Stór hluti frambjóðenda repúblikana í þingkosningunum í fyrra hélt slíkum málflutningi á lofti.
Bandaríkin Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Sjá meira