Engin óvissa um afdrif laxfiska ofan Hvammsvirkjunar Gísli Sigurðsson skrifar 24. apríl 2023 07:30 Ennþá einu sinni er Hvammsvirkjun í Þjórsá komin í fréttirnar; nú síðast í rækilegum Kveiksþætti í nýliðinni viku. Vegna síendurtekinna rangfærslna frá Landsvirkjun um áhrif þessarar virkjunar á lífríki árinnar neyðumst við gömlu karlarnir til að kveikja aftur á tölvunni. Til allrar hamingju er nú loksins farið að hlusta á andstöðu heimamanna við virkjanaáformin; fólk sem vill ekki sjá fagurt umhverfi sitt gjörspillast vegna einhvers konar framfærsluskyldu sem við finnum fyrir gagnvart erlendum stórfyrirtækjum og rafmyntargröfurum. Okkur almenningi er talin trú um að það þurfi að virkja meira og meira til þess að við getum haldið áfram að rista brauð og ryksuga – og hlaða bílana okkar. Það hefur aldrei verið útskýrt af hverju er ekki ráðist í að afla orku til innlendrar starfsemi með því að segja upp óhagstæðustu leyniorkusamningunum við erlendu skattaskjólsfyrirtækin. Forsendan fyrir nauðsyn frekari virkjanaframkvæmda er þannig byggð á ósannindum. Það þarf ekki að virkja meira til að afla meiri orku hér á landi. Við erum nú þegar heimsmeistarar í orkuframleiðslu miðað við íbúafjölda. Það þarf bara að ráðstafa hinni virkjuðu orku öðru vísi og losa sig um leið undan áðurnefndri framfærsluskyldu. Það var alltaf ein af forsendunum fyrir því að leyft yrði að ráðast í Hvammsvirkjun að engin óvissa ríkti um afdrif villtra stofna laxfiska í ánni. Með laxfiskum er ekki eingöngu átt við lax heldur líka bleikju og sjóbirting sem gengur upp ána til hrygningar – sömu fiskarnir ár eftir ár. Í Þjórsá er langstærsti villti laxastofn landsins og það er mikilvægt fyrir alla náttúruvernd við Norður Atlantshaf að hlúa að slíkum stofni – ekki síst eins og nú er komið með þeirri yfirþyrmandi ógn sem að villtum laxastofnum stafar frá opnu sjókvíaeldi á norskættum eldislaxi hér við land. Í Kveiksþættinum var talað eins og Landsvirkjun byggi yfir galdralausnum til að forða hruni þeirra villtu laxfiska sem ganga upp á svæðið fyrir ofan fyrirhugaða virkjun – þótt fyrir liggi að sjóbirtingurinn muni tortímast enda forðast Landsvirkjun að nefna hann á nafn. Mikil afföll eru einnig fyrirsjáanleg á laxinum, hvað sem forstjóri Landsvirkjunar segir í sjónvarpinu. Til þess að fá óháð og faglegt utanaðkomandi mat á hugmyndum Landsvirkjunar um laxastiga og seiðafleytur í kringum Hvammsvirkjun leituðum við í Verndarsjóði villtra laxastofna (NASF) á sínum tíma til þeirrar stofnunar sem hefur vaktað árangur af sambærilegum aðgerðum í Columbia ánni í Bandaríkjunum, Fish Passage Center í Portland, Oregon. Stofnunin sendi okkur ellefu blaðsíðna greinargerð 20. janúar 2016 þar sem það var rakið lið fyrir lið að engin af fyrirhuguðum aðgerðum í kringum Hvammsvirkjun muni virka með þeim hætti sem Landsvirkjun lætur sig dreyma um. Ekkert hefur breyst frá þeim tíma sem haggar þeirri niðurstöðu. Bréf stofnunarinnar, ásamt fleiri fylgigögnum, má finna með umsögn Orra heitins Vigfússonar til verkefnastjórnar rammaáætlunar: https://www.ramma.is/rammaaaetlun/samrad/umsagnir-2016/umsogn/306 Fólki er í sjálfsvald sett hvort það trúir fagurgala og draumórum um sælutíð laxfiska í stigum og seiðafleytum Hvammsvirkjunar — eða faglegu mati rannsóknarstofnunar sem fæst ekki við neitt annað en að taka út og fylgjast með árangursleysi slíkra björgunar- og mótvægisaðgerða í kringum virkjanir í öðrum löndum. Sjálfur er ég ekki í nokkrum vafa um að sérfræðingum Fish Passage Center er betur treystandi í þessu efni en áróðursdeild Landsvirkjunar. Höfundur er íslenskufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Landsvirkjun Rangárþing ytra Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Ennþá einu sinni er Hvammsvirkjun í Þjórsá komin í fréttirnar; nú síðast í rækilegum Kveiksþætti í nýliðinni viku. Vegna síendurtekinna rangfærslna frá Landsvirkjun um áhrif þessarar virkjunar á lífríki árinnar neyðumst við gömlu karlarnir til að kveikja aftur á tölvunni. Til allrar hamingju er nú loksins farið að hlusta á andstöðu heimamanna við virkjanaáformin; fólk sem vill ekki sjá fagurt umhverfi sitt gjörspillast vegna einhvers konar framfærsluskyldu sem við finnum fyrir gagnvart erlendum stórfyrirtækjum og rafmyntargröfurum. Okkur almenningi er talin trú um að það þurfi að virkja meira og meira til þess að við getum haldið áfram að rista brauð og ryksuga – og hlaða bílana okkar. Það hefur aldrei verið útskýrt af hverju er ekki ráðist í að afla orku til innlendrar starfsemi með því að segja upp óhagstæðustu leyniorkusamningunum við erlendu skattaskjólsfyrirtækin. Forsendan fyrir nauðsyn frekari virkjanaframkvæmda er þannig byggð á ósannindum. Það þarf ekki að virkja meira til að afla meiri orku hér á landi. Við erum nú þegar heimsmeistarar í orkuframleiðslu miðað við íbúafjölda. Það þarf bara að ráðstafa hinni virkjuðu orku öðru vísi og losa sig um leið undan áðurnefndri framfærsluskyldu. Það var alltaf ein af forsendunum fyrir því að leyft yrði að ráðast í Hvammsvirkjun að engin óvissa ríkti um afdrif villtra stofna laxfiska í ánni. Með laxfiskum er ekki eingöngu átt við lax heldur líka bleikju og sjóbirting sem gengur upp ána til hrygningar – sömu fiskarnir ár eftir ár. Í Þjórsá er langstærsti villti laxastofn landsins og það er mikilvægt fyrir alla náttúruvernd við Norður Atlantshaf að hlúa að slíkum stofni – ekki síst eins og nú er komið með þeirri yfirþyrmandi ógn sem að villtum laxastofnum stafar frá opnu sjókvíaeldi á norskættum eldislaxi hér við land. Í Kveiksþættinum var talað eins og Landsvirkjun byggi yfir galdralausnum til að forða hruni þeirra villtu laxfiska sem ganga upp á svæðið fyrir ofan fyrirhugaða virkjun – þótt fyrir liggi að sjóbirtingurinn muni tortímast enda forðast Landsvirkjun að nefna hann á nafn. Mikil afföll eru einnig fyrirsjáanleg á laxinum, hvað sem forstjóri Landsvirkjunar segir í sjónvarpinu. Til þess að fá óháð og faglegt utanaðkomandi mat á hugmyndum Landsvirkjunar um laxastiga og seiðafleytur í kringum Hvammsvirkjun leituðum við í Verndarsjóði villtra laxastofna (NASF) á sínum tíma til þeirrar stofnunar sem hefur vaktað árangur af sambærilegum aðgerðum í Columbia ánni í Bandaríkjunum, Fish Passage Center í Portland, Oregon. Stofnunin sendi okkur ellefu blaðsíðna greinargerð 20. janúar 2016 þar sem það var rakið lið fyrir lið að engin af fyrirhuguðum aðgerðum í kringum Hvammsvirkjun muni virka með þeim hætti sem Landsvirkjun lætur sig dreyma um. Ekkert hefur breyst frá þeim tíma sem haggar þeirri niðurstöðu. Bréf stofnunarinnar, ásamt fleiri fylgigögnum, má finna með umsögn Orra heitins Vigfússonar til verkefnastjórnar rammaáætlunar: https://www.ramma.is/rammaaaetlun/samrad/umsagnir-2016/umsogn/306 Fólki er í sjálfsvald sett hvort það trúir fagurgala og draumórum um sælutíð laxfiska í stigum og seiðafleytum Hvammsvirkjunar — eða faglegu mati rannsóknarstofnunar sem fæst ekki við neitt annað en að taka út og fylgjast með árangursleysi slíkra björgunar- og mótvægisaðgerða í kringum virkjanir í öðrum löndum. Sjálfur er ég ekki í nokkrum vafa um að sérfræðingum Fish Passage Center er betur treystandi í þessu efni en áróðursdeild Landsvirkjunar. Höfundur er íslenskufræðingur.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun