Engin óvissa um afdrif laxfiska ofan Hvammsvirkjunar Gísli Sigurðsson skrifar 24. apríl 2023 07:30 Ennþá einu sinni er Hvammsvirkjun í Þjórsá komin í fréttirnar; nú síðast í rækilegum Kveiksþætti í nýliðinni viku. Vegna síendurtekinna rangfærslna frá Landsvirkjun um áhrif þessarar virkjunar á lífríki árinnar neyðumst við gömlu karlarnir til að kveikja aftur á tölvunni. Til allrar hamingju er nú loksins farið að hlusta á andstöðu heimamanna við virkjanaáformin; fólk sem vill ekki sjá fagurt umhverfi sitt gjörspillast vegna einhvers konar framfærsluskyldu sem við finnum fyrir gagnvart erlendum stórfyrirtækjum og rafmyntargröfurum. Okkur almenningi er talin trú um að það þurfi að virkja meira og meira til þess að við getum haldið áfram að rista brauð og ryksuga – og hlaða bílana okkar. Það hefur aldrei verið útskýrt af hverju er ekki ráðist í að afla orku til innlendrar starfsemi með því að segja upp óhagstæðustu leyniorkusamningunum við erlendu skattaskjólsfyrirtækin. Forsendan fyrir nauðsyn frekari virkjanaframkvæmda er þannig byggð á ósannindum. Það þarf ekki að virkja meira til að afla meiri orku hér á landi. Við erum nú þegar heimsmeistarar í orkuframleiðslu miðað við íbúafjölda. Það þarf bara að ráðstafa hinni virkjuðu orku öðru vísi og losa sig um leið undan áðurnefndri framfærsluskyldu. Það var alltaf ein af forsendunum fyrir því að leyft yrði að ráðast í Hvammsvirkjun að engin óvissa ríkti um afdrif villtra stofna laxfiska í ánni. Með laxfiskum er ekki eingöngu átt við lax heldur líka bleikju og sjóbirting sem gengur upp ána til hrygningar – sömu fiskarnir ár eftir ár. Í Þjórsá er langstærsti villti laxastofn landsins og það er mikilvægt fyrir alla náttúruvernd við Norður Atlantshaf að hlúa að slíkum stofni – ekki síst eins og nú er komið með þeirri yfirþyrmandi ógn sem að villtum laxastofnum stafar frá opnu sjókvíaeldi á norskættum eldislaxi hér við land. Í Kveiksþættinum var talað eins og Landsvirkjun byggi yfir galdralausnum til að forða hruni þeirra villtu laxfiska sem ganga upp á svæðið fyrir ofan fyrirhugaða virkjun – þótt fyrir liggi að sjóbirtingurinn muni tortímast enda forðast Landsvirkjun að nefna hann á nafn. Mikil afföll eru einnig fyrirsjáanleg á laxinum, hvað sem forstjóri Landsvirkjunar segir í sjónvarpinu. Til þess að fá óháð og faglegt utanaðkomandi mat á hugmyndum Landsvirkjunar um laxastiga og seiðafleytur í kringum Hvammsvirkjun leituðum við í Verndarsjóði villtra laxastofna (NASF) á sínum tíma til þeirrar stofnunar sem hefur vaktað árangur af sambærilegum aðgerðum í Columbia ánni í Bandaríkjunum, Fish Passage Center í Portland, Oregon. Stofnunin sendi okkur ellefu blaðsíðna greinargerð 20. janúar 2016 þar sem það var rakið lið fyrir lið að engin af fyrirhuguðum aðgerðum í kringum Hvammsvirkjun muni virka með þeim hætti sem Landsvirkjun lætur sig dreyma um. Ekkert hefur breyst frá þeim tíma sem haggar þeirri niðurstöðu. Bréf stofnunarinnar, ásamt fleiri fylgigögnum, má finna með umsögn Orra heitins Vigfússonar til verkefnastjórnar rammaáætlunar: https://www.ramma.is/rammaaaetlun/samrad/umsagnir-2016/umsogn/306 Fólki er í sjálfsvald sett hvort það trúir fagurgala og draumórum um sælutíð laxfiska í stigum og seiðafleytum Hvammsvirkjunar — eða faglegu mati rannsóknarstofnunar sem fæst ekki við neitt annað en að taka út og fylgjast með árangursleysi slíkra björgunar- og mótvægisaðgerða í kringum virkjanir í öðrum löndum. Sjálfur er ég ekki í nokkrum vafa um að sérfræðingum Fish Passage Center er betur treystandi í þessu efni en áróðursdeild Landsvirkjunar. Höfundur er íslenskufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Landsvirkjun Rangárþing ytra Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Ennþá einu sinni er Hvammsvirkjun í Þjórsá komin í fréttirnar; nú síðast í rækilegum Kveiksþætti í nýliðinni viku. Vegna síendurtekinna rangfærslna frá Landsvirkjun um áhrif þessarar virkjunar á lífríki árinnar neyðumst við gömlu karlarnir til að kveikja aftur á tölvunni. Til allrar hamingju er nú loksins farið að hlusta á andstöðu heimamanna við virkjanaáformin; fólk sem vill ekki sjá fagurt umhverfi sitt gjörspillast vegna einhvers konar framfærsluskyldu sem við finnum fyrir gagnvart erlendum stórfyrirtækjum og rafmyntargröfurum. Okkur almenningi er talin trú um að það þurfi að virkja meira og meira til þess að við getum haldið áfram að rista brauð og ryksuga – og hlaða bílana okkar. Það hefur aldrei verið útskýrt af hverju er ekki ráðist í að afla orku til innlendrar starfsemi með því að segja upp óhagstæðustu leyniorkusamningunum við erlendu skattaskjólsfyrirtækin. Forsendan fyrir nauðsyn frekari virkjanaframkvæmda er þannig byggð á ósannindum. Það þarf ekki að virkja meira til að afla meiri orku hér á landi. Við erum nú þegar heimsmeistarar í orkuframleiðslu miðað við íbúafjölda. Það þarf bara að ráðstafa hinni virkjuðu orku öðru vísi og losa sig um leið undan áðurnefndri framfærsluskyldu. Það var alltaf ein af forsendunum fyrir því að leyft yrði að ráðast í Hvammsvirkjun að engin óvissa ríkti um afdrif villtra stofna laxfiska í ánni. Með laxfiskum er ekki eingöngu átt við lax heldur líka bleikju og sjóbirting sem gengur upp ána til hrygningar – sömu fiskarnir ár eftir ár. Í Þjórsá er langstærsti villti laxastofn landsins og það er mikilvægt fyrir alla náttúruvernd við Norður Atlantshaf að hlúa að slíkum stofni – ekki síst eins og nú er komið með þeirri yfirþyrmandi ógn sem að villtum laxastofnum stafar frá opnu sjókvíaeldi á norskættum eldislaxi hér við land. Í Kveiksþættinum var talað eins og Landsvirkjun byggi yfir galdralausnum til að forða hruni þeirra villtu laxfiska sem ganga upp á svæðið fyrir ofan fyrirhugaða virkjun – þótt fyrir liggi að sjóbirtingurinn muni tortímast enda forðast Landsvirkjun að nefna hann á nafn. Mikil afföll eru einnig fyrirsjáanleg á laxinum, hvað sem forstjóri Landsvirkjunar segir í sjónvarpinu. Til þess að fá óháð og faglegt utanaðkomandi mat á hugmyndum Landsvirkjunar um laxastiga og seiðafleytur í kringum Hvammsvirkjun leituðum við í Verndarsjóði villtra laxastofna (NASF) á sínum tíma til þeirrar stofnunar sem hefur vaktað árangur af sambærilegum aðgerðum í Columbia ánni í Bandaríkjunum, Fish Passage Center í Portland, Oregon. Stofnunin sendi okkur ellefu blaðsíðna greinargerð 20. janúar 2016 þar sem það var rakið lið fyrir lið að engin af fyrirhuguðum aðgerðum í kringum Hvammsvirkjun muni virka með þeim hætti sem Landsvirkjun lætur sig dreyma um. Ekkert hefur breyst frá þeim tíma sem haggar þeirri niðurstöðu. Bréf stofnunarinnar, ásamt fleiri fylgigögnum, má finna með umsögn Orra heitins Vigfússonar til verkefnastjórnar rammaáætlunar: https://www.ramma.is/rammaaaetlun/samrad/umsagnir-2016/umsogn/306 Fólki er í sjálfsvald sett hvort það trúir fagurgala og draumórum um sælutíð laxfiska í stigum og seiðafleytum Hvammsvirkjunar — eða faglegu mati rannsóknarstofnunar sem fæst ekki við neitt annað en að taka út og fylgjast með árangursleysi slíkra björgunar- og mótvægisaðgerða í kringum virkjanir í öðrum löndum. Sjálfur er ég ekki í nokkrum vafa um að sérfræðingum Fish Passage Center er betur treystandi í þessu efni en áróðursdeild Landsvirkjunar. Höfundur er íslenskufræðingur.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun