Óttast að mormónar hafi rænt börnunum þeirra Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 23. apríl 2023 16:01 Nokkrar konur úr söfnuði Bókstafstrúarkirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu (Fundamentalist Church of Jesus Christ of Latter-Day Saints) við Old Faithful í Yellowstone-þjóðgarðinum. Joe Sohm/Getty Images) Nokkrir fyrrverandi meðlimir öfgasinnaðs arms mormónasafnaðarins í Bandaríkjunum óttast að stjórnendur hans hafi rænt börnum þeirra, en sumra þeirra hefur verið saknað árum saman. Foreldrar hinna týndu barna héldu blaðamannafund í vikunni þar sem þeir báðu lögreglu og ákæruvaldið um að hjálpa sér að finna börnin. Æ fleiri foreldrar yfirgefa söfnuðinn Þeir sögðu það æ algengara að annað foreldri yfirgefi söfnuðinn og taki þá börnin með sér. Æ fleiri þessara barna hafa horfið sporlaust að undanförnu. Söfnuðurinn heitir Bókstafstrúarkirkja Jesú Krists hinna síðari daga heilögu og er öfgaarmur mormóna sem telur um 10.000 meðlimi. Söfnuðurinn er ólöglegur þar sem hann leyfir fjölkvæni sem hefur verið bannað á meðal mormóna í yfir 100 ár. Lorraine Jessop sagði í samtali við fjölmiðla að þrjú barna hennar hefðu horfið sporlaust og hún vissi um fimm börn til viðbótar. Mikill þrýstingur væri á þessi börn að snúa aftur til safnaðarins og hún segist hafa fundið hluti á heimilinu sem hún telur að hafa verið notaðir til þess að hjálpa börnunum að flýja. Börnin óttast vítisvist ef þau snúa ekki aftur Börnunum hafi verið innrætt áður en foreldrar þeirra yfirgáfu söfnuðinn að þau væru eilíflega glötuð ef þau yfirgæfu söfnuðinn og því væru þau auðveld fórnarlömb æðstu stjórnendanna. Roger Hoole, lögfræðingur foreldranna sem leita barna sinna, segir að hætta sé á að börnin gangi kaupum og sölum inni í hinum lokaða og bannaða söfnuði, drengirnir séu seldir sem ódýrt vinnuafl og stúlkurnar seldar undir lögaldri til fullorðinna karla sem kvænist þeim. Leiðtogi safnaðarins er nauðgari og barnaníðingur Warren Jeffs, síðasti þekkti leiðtogi safnaðarins, stýrði söfnuði sínum með járnhnefa; hann ákvað meðal annars hvað fólkið átti og mátti borða og allir símar og leikföng voru bönnuð. Hann skipulagði hjónabönd í söfnuðinum og gaf saman ólögráða stúlkur og fullorðna karla. Árið 2006 var hann dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir nauðgun og barnaníð. Hann er enn talinn stjórna söfnuði sínum úr fangelsi. Bandaríkin Trúmál Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
Foreldrar hinna týndu barna héldu blaðamannafund í vikunni þar sem þeir báðu lögreglu og ákæruvaldið um að hjálpa sér að finna börnin. Æ fleiri foreldrar yfirgefa söfnuðinn Þeir sögðu það æ algengara að annað foreldri yfirgefi söfnuðinn og taki þá börnin með sér. Æ fleiri þessara barna hafa horfið sporlaust að undanförnu. Söfnuðurinn heitir Bókstafstrúarkirkja Jesú Krists hinna síðari daga heilögu og er öfgaarmur mormóna sem telur um 10.000 meðlimi. Söfnuðurinn er ólöglegur þar sem hann leyfir fjölkvæni sem hefur verið bannað á meðal mormóna í yfir 100 ár. Lorraine Jessop sagði í samtali við fjölmiðla að þrjú barna hennar hefðu horfið sporlaust og hún vissi um fimm börn til viðbótar. Mikill þrýstingur væri á þessi börn að snúa aftur til safnaðarins og hún segist hafa fundið hluti á heimilinu sem hún telur að hafa verið notaðir til þess að hjálpa börnunum að flýja. Börnin óttast vítisvist ef þau snúa ekki aftur Börnunum hafi verið innrætt áður en foreldrar þeirra yfirgáfu söfnuðinn að þau væru eilíflega glötuð ef þau yfirgæfu söfnuðinn og því væru þau auðveld fórnarlömb æðstu stjórnendanna. Roger Hoole, lögfræðingur foreldranna sem leita barna sinna, segir að hætta sé á að börnin gangi kaupum og sölum inni í hinum lokaða og bannaða söfnuði, drengirnir séu seldir sem ódýrt vinnuafl og stúlkurnar seldar undir lögaldri til fullorðinna karla sem kvænist þeim. Leiðtogi safnaðarins er nauðgari og barnaníðingur Warren Jeffs, síðasti þekkti leiðtogi safnaðarins, stýrði söfnuði sínum með járnhnefa; hann ákvað meðal annars hvað fólkið átti og mátti borða og allir símar og leikföng voru bönnuð. Hann skipulagði hjónabönd í söfnuðinum og gaf saman ólögráða stúlkur og fullorðna karla. Árið 2006 var hann dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir nauðgun og barnaníð. Hann er enn talinn stjórna söfnuði sínum úr fangelsi.
Bandaríkin Trúmál Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna