Staðlar og aðgerðir í loftslagsmálum á Íslandi Haukur Logi Jóhannsson skrifar 19. apríl 2023 13:31 Umhverfisstofnun hefur nú skilað landsskýrslu sinni um losun gróðurhúsalofttegunda (NIR) fyrir árið 2021 til loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandsins og var það opinberað í dag. Í stuttu máli er óhætt að fullyrða að við séum ekki á góðum stað hvað varðar að uppfylla skuldbindingar okkar. Þetta kemur þó ekkert mikið á óvart fyrir okkur sem lifum og hrærumst í þessum heimi. Stóra spurningin er bara hvað ætla stjórnvöld nú að gera? Fá málefni samtímans eru eins aðkallandi og að bregðast við loftslagsbreytingum. Því er þessi nýjasta skýrsla Umhverfisstofnunar ákveðinn áfellisdómur á stjórnvöld. Það eru hinsvegar tilbúnar lausnir sem þyrfti ekki að eyða löngum nefndarfundum í að ræða og góð samstaða ætti að geta náðst um. Staðlaðar lausnir sem stjórnvöld víðsvegar um heim reiða sig á og eru að ná mun betri árangri heldur en Íslendingar með slík vopn í hendi sér í baráttunni við loftslagsbreytingar. Heimurinn glímir við mörg vandamál en loftslagið sameinar okkur. Það er því nauðsynlegt að samstaða um mótvægisaðgerðir séu sem mestar til að árangur náist. Samstöðuna höfum við séð raungerast í Parísarsamkomulaginu frá árinu 2015 og við Íslendingar höfum tekið virkan þátt í því. Orð og aðgerðir fylgjast hins vegar ekki alltaf að og góðum fyrirheitum fylgja ekki alltaf raunverulegar aðgerðir í loftslagsmálum. Vandamálin eru oft af efnahagslegum toga en í sumum tilfellum er einfaldlega ekki þekking til staðar á þeim lausnum sem í boði eru. Staðlar geta verið vopn í baráttunni við loftslagsbreytingar og hefur nú þegar verið þróuð röð staðla sem styður við aðgerðir í loftslagsmálum. ISO staðlar eru unnir í samstarfi margra þjóða og með stuðningi Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (UNFCCC) og Alþjóðabankans, geta þeir hentað öllum sem vilja leggja sín lóð á vogarskálarnar í baráttunni við loftslagsbreytingar þar sem þá er hægt að aðlaga að ýmsum aðstæðum Af hverju þörfnumst við ISO staðla í baráttunni við loftslagsbreytingar? Það eru fjölmargar ástæður fyrir nytsemi staðla þegar kemur að loftslagsbreytingum. Hér eru nokkrar ástæður: ISO umhverfisstaðlar opna markaði fyrir hreina orku og orkusparandi tækni ásamt því að styðja við aðlögun og mótvægisaðgerðir í loftslagsmálum ISO staðlar auðvelda stjórnvöldum og stofnunum að takast á við loftslagsbreytingar ISO staðlar eru mikilvægir fyrir markaði með gróðurhúsalofttegundir, svokallaða cap- and trade schemes (viðskiptakerfi), afskráningu kolefniseininga, kolefnishlutleysi ásamt áætlunum og stefnum um minni losun. ISO umhverfisstaðlar leggja sitt af mörkum til heimsmarkmiðs númer 13 um aðgerðir í loftslagsmálum. Hverjum nýtast ISO staðlar í baráttunni við loftslagsbreytingar? ISO staðlar geta nýst öllum iðnaði, stjórnvöldum og neytendum. Þeir geta nýst fyrirtækjum af ýmsum toga við að aðlagast regluverki um loftslagsmál en að sama skapi geta fyrirtæki náð tökum á eigin umhverfisþáttum og áhrifum þeirra. Þeir auðvelda stjórnendum fyrirtækjum að grípa til aðgerða til að draga úr fótspori þeirra á umhverfið, stuðla að orkunýtni og við að meta áhættu sem fylgir loftslagsbreytingum. Stjórnvöld geta nýtt ISO staðla sem grunn við að byggja stefnu og regluverk í kringum loftslagsmál og leggja sitt af mörkum til alþjóðlegra skuldbindinga auk þess að takast á við þær mörgu áskoranir sem myndast sökum loftslagsbreytinga. Neytendur hagnast á því að þeir séu innleiddir af fyrirtækjum og stjórnvöldum. Það gerist með bættri stjórnun og orkunýtingu ásamt umhverfisvænum innviðum og stefnum. Hvað er til í ISO safninu? ISO 14000 er sett umhverfisstjórnunarstaðla sem þróaðir hafa verið af tækninefndinni ISO/TC 207. Sú tækninefnd hefur þróað rótgróin og alþjóðleg viðmið um ábyrga starfshætti þegar kemur að umhverfisstjórnun. Þeir staðlar sem nú eru aðgengilegir eru fjölmargir og í sífelldri þróun. Meðal þeirra eru: ÍST EN ISO 14001, Environmental management systems - Requirements with guidance for use ÍST EN ISO 14004, Environmental management systems - General guidelines on implementation ÍST EN ISO 14006, Environmental management - Guidelines for incorporating ecodesign ÍST EN ISO 14040, Environmental management - Life cycle assessment - Principles and frameworks ÍST EN ISO 14044, Environmental management - Life cycle assessment - Requirements and guidelines Mælingar á losun gróðurhúsalofttegunda ÍST EN ISO 14064, Greenhouse gases ÍST EN ISO 14065, Greenhouse gases - Requirements for greenhouse gas validation and verification bodies for use in accreditation or other forms of recognition Mótvægisaðgerðir og aðlögun ISO 14080, Greenhouse gas management and related activities - Framework and principles for methodologies on climate actions ISO 14090, Adaptation to climate change - Principles, requirements and guidelines ISO 14091, Adaptation to climate change - Vulnerability, impacts and risk assessment ISO 14092, GHG management and related activities: requirement and guidance of adaptation planning for organizations including local governments and communities Fjármögnun grænna loftslagsverkefna ISO 14030, Green bonds - Environmental performance of nominated projects and assest (frumvarp) Upplýsingagjöf um árangur í umhverfismálum ISO 14020, Environmental labels and declarations - General principles ISO 14026, Environmental labels and declarations - Principles, requirements and guidelines for communication of footprint information ISO 14063, Environmental management - Environmental communication - Guidelines and examples ISO 21930, Sustainability in buildings and civil engineering works - Core rules for environmental product declarations of construction products and services Heimsmarkaður með hreina orku ISO 14034, Environmental management - Environmental technology verification(ETV) ISO 50001, Energy management systems - Requirements with guidance for use Þetta er aðeins hluti þeirra staðla sem til eru og nýst geta í baráttunni við loftslagsbreytingar. Fleiri eru í vinnslu og aðrir sérhæfðari staðlar til fyrir einstakar atvinnugreinar. Nánari upplýsingar er að finna í bæklingi ISO um staðla og loftlagsbreytingar sem nálgast má hér. Að lokum má nefna séríslenska tækniforskrift, ÍST TS 92 – Kolefnisjöfnun, sem var gefin út í september í fyrra og er hugsuð sem viðbót við ISO 14064 staðlaröðina og gerir fyrirtækjum á Íslandi kleift að kolefnisjafna rekstur sinn með skilvirkum hætti og loftslagsverkefnum að framleiða vottaðar kolefniseiningar. Við Íslendingar þurfum ekkert að finna upp hjólið í þessum efnum. Þetta er allt saman til og aðgengilegt svo við getum byrjað að raunverulega draga úr losun og byggja sjálfbært samfélag. Höfundur er umhverfis- og auðlindafræðingur og verkefnistjóri hjá Íslenskir staðlar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Umhverfismál Haukur Logi Jóhannsson Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Umhverfisstofnun hefur nú skilað landsskýrslu sinni um losun gróðurhúsalofttegunda (NIR) fyrir árið 2021 til loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandsins og var það opinberað í dag. Í stuttu máli er óhætt að fullyrða að við séum ekki á góðum stað hvað varðar að uppfylla skuldbindingar okkar. Þetta kemur þó ekkert mikið á óvart fyrir okkur sem lifum og hrærumst í þessum heimi. Stóra spurningin er bara hvað ætla stjórnvöld nú að gera? Fá málefni samtímans eru eins aðkallandi og að bregðast við loftslagsbreytingum. Því er þessi nýjasta skýrsla Umhverfisstofnunar ákveðinn áfellisdómur á stjórnvöld. Það eru hinsvegar tilbúnar lausnir sem þyrfti ekki að eyða löngum nefndarfundum í að ræða og góð samstaða ætti að geta náðst um. Staðlaðar lausnir sem stjórnvöld víðsvegar um heim reiða sig á og eru að ná mun betri árangri heldur en Íslendingar með slík vopn í hendi sér í baráttunni við loftslagsbreytingar. Heimurinn glímir við mörg vandamál en loftslagið sameinar okkur. Það er því nauðsynlegt að samstaða um mótvægisaðgerðir séu sem mestar til að árangur náist. Samstöðuna höfum við séð raungerast í Parísarsamkomulaginu frá árinu 2015 og við Íslendingar höfum tekið virkan þátt í því. Orð og aðgerðir fylgjast hins vegar ekki alltaf að og góðum fyrirheitum fylgja ekki alltaf raunverulegar aðgerðir í loftslagsmálum. Vandamálin eru oft af efnahagslegum toga en í sumum tilfellum er einfaldlega ekki þekking til staðar á þeim lausnum sem í boði eru. Staðlar geta verið vopn í baráttunni við loftslagsbreytingar og hefur nú þegar verið þróuð röð staðla sem styður við aðgerðir í loftslagsmálum. ISO staðlar eru unnir í samstarfi margra þjóða og með stuðningi Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (UNFCCC) og Alþjóðabankans, geta þeir hentað öllum sem vilja leggja sín lóð á vogarskálarnar í baráttunni við loftslagsbreytingar þar sem þá er hægt að aðlaga að ýmsum aðstæðum Af hverju þörfnumst við ISO staðla í baráttunni við loftslagsbreytingar? Það eru fjölmargar ástæður fyrir nytsemi staðla þegar kemur að loftslagsbreytingum. Hér eru nokkrar ástæður: ISO umhverfisstaðlar opna markaði fyrir hreina orku og orkusparandi tækni ásamt því að styðja við aðlögun og mótvægisaðgerðir í loftslagsmálum ISO staðlar auðvelda stjórnvöldum og stofnunum að takast á við loftslagsbreytingar ISO staðlar eru mikilvægir fyrir markaði með gróðurhúsalofttegundir, svokallaða cap- and trade schemes (viðskiptakerfi), afskráningu kolefniseininga, kolefnishlutleysi ásamt áætlunum og stefnum um minni losun. ISO umhverfisstaðlar leggja sitt af mörkum til heimsmarkmiðs númer 13 um aðgerðir í loftslagsmálum. Hverjum nýtast ISO staðlar í baráttunni við loftslagsbreytingar? ISO staðlar geta nýst öllum iðnaði, stjórnvöldum og neytendum. Þeir geta nýst fyrirtækjum af ýmsum toga við að aðlagast regluverki um loftslagsmál en að sama skapi geta fyrirtæki náð tökum á eigin umhverfisþáttum og áhrifum þeirra. Þeir auðvelda stjórnendum fyrirtækjum að grípa til aðgerða til að draga úr fótspori þeirra á umhverfið, stuðla að orkunýtni og við að meta áhættu sem fylgir loftslagsbreytingum. Stjórnvöld geta nýtt ISO staðla sem grunn við að byggja stefnu og regluverk í kringum loftslagsmál og leggja sitt af mörkum til alþjóðlegra skuldbindinga auk þess að takast á við þær mörgu áskoranir sem myndast sökum loftslagsbreytinga. Neytendur hagnast á því að þeir séu innleiddir af fyrirtækjum og stjórnvöldum. Það gerist með bættri stjórnun og orkunýtingu ásamt umhverfisvænum innviðum og stefnum. Hvað er til í ISO safninu? ISO 14000 er sett umhverfisstjórnunarstaðla sem þróaðir hafa verið af tækninefndinni ISO/TC 207. Sú tækninefnd hefur þróað rótgróin og alþjóðleg viðmið um ábyrga starfshætti þegar kemur að umhverfisstjórnun. Þeir staðlar sem nú eru aðgengilegir eru fjölmargir og í sífelldri þróun. Meðal þeirra eru: ÍST EN ISO 14001, Environmental management systems - Requirements with guidance for use ÍST EN ISO 14004, Environmental management systems - General guidelines on implementation ÍST EN ISO 14006, Environmental management - Guidelines for incorporating ecodesign ÍST EN ISO 14040, Environmental management - Life cycle assessment - Principles and frameworks ÍST EN ISO 14044, Environmental management - Life cycle assessment - Requirements and guidelines Mælingar á losun gróðurhúsalofttegunda ÍST EN ISO 14064, Greenhouse gases ÍST EN ISO 14065, Greenhouse gases - Requirements for greenhouse gas validation and verification bodies for use in accreditation or other forms of recognition Mótvægisaðgerðir og aðlögun ISO 14080, Greenhouse gas management and related activities - Framework and principles for methodologies on climate actions ISO 14090, Adaptation to climate change - Principles, requirements and guidelines ISO 14091, Adaptation to climate change - Vulnerability, impacts and risk assessment ISO 14092, GHG management and related activities: requirement and guidance of adaptation planning for organizations including local governments and communities Fjármögnun grænna loftslagsverkefna ISO 14030, Green bonds - Environmental performance of nominated projects and assest (frumvarp) Upplýsingagjöf um árangur í umhverfismálum ISO 14020, Environmental labels and declarations - General principles ISO 14026, Environmental labels and declarations - Principles, requirements and guidelines for communication of footprint information ISO 14063, Environmental management - Environmental communication - Guidelines and examples ISO 21930, Sustainability in buildings and civil engineering works - Core rules for environmental product declarations of construction products and services Heimsmarkaður með hreina orku ISO 14034, Environmental management - Environmental technology verification(ETV) ISO 50001, Energy management systems - Requirements with guidance for use Þetta er aðeins hluti þeirra staðla sem til eru og nýst geta í baráttunni við loftslagsbreytingar. Fleiri eru í vinnslu og aðrir sérhæfðari staðlar til fyrir einstakar atvinnugreinar. Nánari upplýsingar er að finna í bæklingi ISO um staðla og loftlagsbreytingar sem nálgast má hér. Að lokum má nefna séríslenska tækniforskrift, ÍST TS 92 – Kolefnisjöfnun, sem var gefin út í september í fyrra og er hugsuð sem viðbót við ISO 14064 staðlaröðina og gerir fyrirtækjum á Íslandi kleift að kolefnisjafna rekstur sinn með skilvirkum hætti og loftslagsverkefnum að framleiða vottaðar kolefniseiningar. Við Íslendingar þurfum ekkert að finna upp hjólið í þessum efnum. Þetta er allt saman til og aðgengilegt svo við getum byrjað að raunverulega draga úr losun og byggja sjálfbært samfélag. Höfundur er umhverfis- og auðlindafræðingur og verkefnistjóri hjá Íslenskir staðlar.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun