Leikur FH og Stjörnunnar færður fram um klukkustund Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. apríl 2023 09:31 FH og Stjarnan mætast á laugardag. Vísir/Hulda Margrét Þó hvorugu liðinu sé spáð frábæru gengi í sumar þá er leikur FH og Stjörnunnar umtalaðasti leikur 2. umferðar Bestu deildar karla í knattspyrnu. Hann hefur nú verið færður fram um klukkustund vegna handboltaleiks FH sama dag. FH vildi upprunalega víxla á heimaleikjum við Stjörnuna þar sem grasið í Kaplakrika er ekki klárt. Stjarnan sagðist ekki geta orðið við þeirri bón þar sem liðið myndi þá ekki leika heimaleik í heilar sex vikur sem og völlurinn sé einfaldlega fullbókaður nú á laugardaginn þegar leikurinn fer fram. FH hefur því ákveðið að spila leikinn á frjálsíþróttavelli sínum til að hlífa grasinu á Kaplakrikavelli. Sem stendur verður leikurinn spilaður þar en mun þó hefjast klukkustund fyrr en áætlað var. Ástæðan er sú að úrslitakeppni í Olís-deild karla í handbolta fer af stað síðar sama kvöld. Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH, staðfesti í viðtali við Fótbolti.net að FH hefði sótt um undanþágu til að færa leikinn fram um klukkustund. Á vef KSÍ má sjá að leikurinn hefur verið færður og hefst nú klukkan 16.00. Hann segir að planið sé að vera með um 300 sæti en pláss verði fyrir 1000 til 1200 manns á vellinum á laugardag. Þá segir hann að ekkert mál verði fyrir Stöð 2 Sport að sýna beint frá leiknum. „Eina sem þarf er lyfta fyrir aðalmyndavélina þeirra, annars er allt í standi varðandi það.“ Það hefur þó ekki enn verið staðfest að leikurinn fari fram á Miðvellinum, frjálsíþróttasvæði FH, en vænta má niðurstöðu síðar í dag. Fari svo að hann verði spilaður þar má reikna með miklu fjöri á svæði FH-inga á laugardaginn kemur. Klukkan 16.00 mætast FH og Stjarnan í Bestu deild karla. Að öllum líkindum á Miðgrasinu. Klukkan 19.30 mætast FH og Selfoss í 8-liða úrslitum Olís deildar karla í handbolta. Báðir leikir verða í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 5. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Stjarnan Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Leik Lokið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira
FH vildi upprunalega víxla á heimaleikjum við Stjörnuna þar sem grasið í Kaplakrika er ekki klárt. Stjarnan sagðist ekki geta orðið við þeirri bón þar sem liðið myndi þá ekki leika heimaleik í heilar sex vikur sem og völlurinn sé einfaldlega fullbókaður nú á laugardaginn þegar leikurinn fer fram. FH hefur því ákveðið að spila leikinn á frjálsíþróttavelli sínum til að hlífa grasinu á Kaplakrikavelli. Sem stendur verður leikurinn spilaður þar en mun þó hefjast klukkustund fyrr en áætlað var. Ástæðan er sú að úrslitakeppni í Olís-deild karla í handbolta fer af stað síðar sama kvöld. Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH, staðfesti í viðtali við Fótbolti.net að FH hefði sótt um undanþágu til að færa leikinn fram um klukkustund. Á vef KSÍ má sjá að leikurinn hefur verið færður og hefst nú klukkan 16.00. Hann segir að planið sé að vera með um 300 sæti en pláss verði fyrir 1000 til 1200 manns á vellinum á laugardag. Þá segir hann að ekkert mál verði fyrir Stöð 2 Sport að sýna beint frá leiknum. „Eina sem þarf er lyfta fyrir aðalmyndavélina þeirra, annars er allt í standi varðandi það.“ Það hefur þó ekki enn verið staðfest að leikurinn fari fram á Miðvellinum, frjálsíþróttasvæði FH, en vænta má niðurstöðu síðar í dag. Fari svo að hann verði spilaður þar má reikna með miklu fjöri á svæði FH-inga á laugardaginn kemur. Klukkan 16.00 mætast FH og Stjarnan í Bestu deild karla. Að öllum líkindum á Miðgrasinu. Klukkan 19.30 mætast FH og Selfoss í 8-liða úrslitum Olís deildar karla í handbolta. Báðir leikir verða í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 5.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Stjarnan Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Leik Lokið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira