Breytum vörn í sókn! Trausti Hjálmarsson skrifar 13. apríl 2023 07:01 Riða (e. scrapie) í sauðfé er talin hafa borist hingað til lands árið 1878. Útbreiðsla hennar jókst hægt og bítandi og á árabilinu 1968-1978 var hún komin í mörg af helstu sauðfjárræktarsvæðum á Íslandi. Frá árinu 1982 hefur allt fé á bæjum þar sem riða hefur greinst verið skorið niður og eftir atvikum hefur fé í nálægð við viðkomandi bæi verið skorið niður til að reyna að hefta útbreiðslu sjúkdómsins. Sú aðferð að útrýma riðu með niðurskurði er gríðarlega íþyngjandi fyrir þá sem fyrir verða. Hún var þó byggð á bestu vísindalegu þekkingu og reynslan hefur sýnt að dregið hefur verulega úr riðutilfellum. Það ber jafnframt að hafa í huga að um kvalafullan og langvinnan sjúkdóm er að ræða sem alltaf endar með dauða og smitleiðir ekki að fullu þekktar. Baráttan hefur verið hörð og víða hefur hún skilið eftir sig sár í sveitum landsins. Fyrir rúmu ári urðu þó straumhvörf í baráttu gegn riðu á Íslandi. Hin svokallaða ARR arfgerð fannst í níu kindum á bænum Þernunesi í Reyðarfirði. Hennar hafði áður verið leitað í íslensku fé en ekki fundist. ARR er alþjóðlega viðurkennd verndandi arfgerð sem notuð hefur verið í rúm 20 ár erlendis til að útrýma riðu með góðum árangri. Það fé sem ber arfgerðina veikist ekki. Fundur hennar veitir okkur möguleika á að byggja upp riðuþolinn sauðfjárstofn hérlendis og þar með breyta um aðferðafræði í baráttunni, ljósið í myrkrinu! Bændur hafa ekki látið sitt eftir liggja og sýnt innleiðingu ARR arfgerðarinnar mikinn áhuga. Sl. haust voru þrír hrútar teknir til notkunar á Sauðfjársæðingarstöðvunum sem bera hana. Það má áætla að í vor fæðist í kringum 2.900 lömb undan þeim og skv. grunnreglum Mendelskar erfðafræði muni helmingur þeirra bera ARR. Það er því mikilvægt að lömbin verði arfgerðargreind í vor svo að hægt sé að skera úr hver þeirra beri ARR. Á árunum 2018 -2021 fóru 851 milljónir króna í varnir gegn dýrasjúkdómum eða að jafnaði rúmar 212 milljónir á ári. Langstærstur hluti þessara fjármuna eru útgjöld vegna niðurskurðar gegn riðu. Skilvirkast leiðin til hefta útbreiðslu riðu er að koma í veg fyrir að hún berist á hrein svæði og þar gegna sauðfjárveikivarnargirðingar mikilvægu hlutverki. Á þessu ári er gert ráð fyrir 35 milljónum í viðhald og endurnýjun sauðfjárveikivarnagirðinga og er það sambærileg upphæð og undanfarin ár. Betur má ef duga skal! Þær fregnir bárust rétt fyrir páska að riða hefði greinst í Miðfjarðarhólfi sem fram að því hafði verið hreint hólf. Það er mikið reiðarslag. Ég ætla ekki að reyna að setja mig í spor þeirra sem lenda í slíku áfalli að missa ævistarfið í einum vettvangi og geta ekkert gert annað en að reyna að sætta sig við orðinn hlut. Auk þess bíða aðrir bændur milli vonar og ótta því enginn veit ennþá hver útbreiðsla riðu er í hólfinu og vonandi er hún ekki meiri. Ég votta öllum sem hlut eiga að máli samúð mína. Það er kominn tími til að við breytum vörn í sókn í baráttu okkar við riðu í sauðfé á Íslandi! Við eigum að setja fjármuni í arfgerðargreiningar, líkt og fordæmi eru fyrir erlendis, til að flýta fyrir ræktun á riðuþolnum sauðfjárstofni því þá getur þessi vágestur heyrt sögunni til eftir 15-20 ár. Á meðan á því átaki stendur er mikilvægt að viðhalda sauðfjárveikivarnargirðingum til að hefta útbreiðslu riðu. Þessar aðgerðir munu í framtíðinni spara mikla fjármuni og koma í veg fyrir atburði af því tagi sem nú eiga sér stað í Miðfjarðarhólfi. Bændur eru byrjaðir að gera sitt og nú þarf hið opinbera að leggjast á árarnar með okkur svo við náum landi fyrr! Höfundur er formaður deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Riða í Miðfirði Dýraheilbrigði Trausti Hjálmarsson Mest lesið Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Riða (e. scrapie) í sauðfé er talin hafa borist hingað til lands árið 1878. Útbreiðsla hennar jókst hægt og bítandi og á árabilinu 1968-1978 var hún komin í mörg af helstu sauðfjárræktarsvæðum á Íslandi. Frá árinu 1982 hefur allt fé á bæjum þar sem riða hefur greinst verið skorið niður og eftir atvikum hefur fé í nálægð við viðkomandi bæi verið skorið niður til að reyna að hefta útbreiðslu sjúkdómsins. Sú aðferð að útrýma riðu með niðurskurði er gríðarlega íþyngjandi fyrir þá sem fyrir verða. Hún var þó byggð á bestu vísindalegu þekkingu og reynslan hefur sýnt að dregið hefur verulega úr riðutilfellum. Það ber jafnframt að hafa í huga að um kvalafullan og langvinnan sjúkdóm er að ræða sem alltaf endar með dauða og smitleiðir ekki að fullu þekktar. Baráttan hefur verið hörð og víða hefur hún skilið eftir sig sár í sveitum landsins. Fyrir rúmu ári urðu þó straumhvörf í baráttu gegn riðu á Íslandi. Hin svokallaða ARR arfgerð fannst í níu kindum á bænum Þernunesi í Reyðarfirði. Hennar hafði áður verið leitað í íslensku fé en ekki fundist. ARR er alþjóðlega viðurkennd verndandi arfgerð sem notuð hefur verið í rúm 20 ár erlendis til að útrýma riðu með góðum árangri. Það fé sem ber arfgerðina veikist ekki. Fundur hennar veitir okkur möguleika á að byggja upp riðuþolinn sauðfjárstofn hérlendis og þar með breyta um aðferðafræði í baráttunni, ljósið í myrkrinu! Bændur hafa ekki látið sitt eftir liggja og sýnt innleiðingu ARR arfgerðarinnar mikinn áhuga. Sl. haust voru þrír hrútar teknir til notkunar á Sauðfjársæðingarstöðvunum sem bera hana. Það má áætla að í vor fæðist í kringum 2.900 lömb undan þeim og skv. grunnreglum Mendelskar erfðafræði muni helmingur þeirra bera ARR. Það er því mikilvægt að lömbin verði arfgerðargreind í vor svo að hægt sé að skera úr hver þeirra beri ARR. Á árunum 2018 -2021 fóru 851 milljónir króna í varnir gegn dýrasjúkdómum eða að jafnaði rúmar 212 milljónir á ári. Langstærstur hluti þessara fjármuna eru útgjöld vegna niðurskurðar gegn riðu. Skilvirkast leiðin til hefta útbreiðslu riðu er að koma í veg fyrir að hún berist á hrein svæði og þar gegna sauðfjárveikivarnargirðingar mikilvægu hlutverki. Á þessu ári er gert ráð fyrir 35 milljónum í viðhald og endurnýjun sauðfjárveikivarnagirðinga og er það sambærileg upphæð og undanfarin ár. Betur má ef duga skal! Þær fregnir bárust rétt fyrir páska að riða hefði greinst í Miðfjarðarhólfi sem fram að því hafði verið hreint hólf. Það er mikið reiðarslag. Ég ætla ekki að reyna að setja mig í spor þeirra sem lenda í slíku áfalli að missa ævistarfið í einum vettvangi og geta ekkert gert annað en að reyna að sætta sig við orðinn hlut. Auk þess bíða aðrir bændur milli vonar og ótta því enginn veit ennþá hver útbreiðsla riðu er í hólfinu og vonandi er hún ekki meiri. Ég votta öllum sem hlut eiga að máli samúð mína. Það er kominn tími til að við breytum vörn í sókn í baráttu okkar við riðu í sauðfé á Íslandi! Við eigum að setja fjármuni í arfgerðargreiningar, líkt og fordæmi eru fyrir erlendis, til að flýta fyrir ræktun á riðuþolnum sauðfjárstofni því þá getur þessi vágestur heyrt sögunni til eftir 15-20 ár. Á meðan á því átaki stendur er mikilvægt að viðhalda sauðfjárveikivarnargirðingum til að hefta útbreiðslu riðu. Þessar aðgerðir munu í framtíðinni spara mikla fjármuni og koma í veg fyrir atburði af því tagi sem nú eiga sér stað í Miðfjarðarhólfi. Bændur eru byrjaðir að gera sitt og nú þarf hið opinbera að leggjast á árarnar með okkur svo við náum landi fyrr! Höfundur er formaður deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun