Kafbátaleitaræfing við Ísland umfangsmeiri en áður Samúel Karl Ólason skrifar 12. apríl 2023 16:00 Frá Dynamic Mongoose árið 2015. Æfingin er haldin árlega og snýst um að áhafnir kafbáta, herskipa, flugvéla og þyrla frá mörgum ríkjum NATO vinna saman í því að elta uppi kafbáta. EPA/MARIT HOMMEDAL Árleg kafbátaleitaræfing Atlantshafsbandalagsins mun fara fram í norðanverðu Atlantshafi seinna í þessum mánuði. Æfingin kallast Dynamic Mongoose en þegar hún verður haldin verða fjölmörg herskip og kafbátar við strendur Íslands. Æfingin fer fram á hverju ári. Annað hvert ár er hún haldin við strendur Íslands og hin árin við Noreg. Dynamic Mongoose er meðal annars ætlað að bæta samvinnu innan NATO. Að þessu sinni er æfingin þó umfangsmeiri en áður. Hún mun standa yfir frá 26. apríl til 5. maí og að henni kemur fólk frá ellefu ríkjum. Það eru Bandaríkin, Bretland, Danmörk, Frakkland, Holland, Ísland, Noregur, Portúgal, Pólland, Spánn og Þýskaland. Breski kafbáturinn HMS Triumph er einn þeirra sem leitað verður að við kafbátaleitaræfinguna Dynamic Mongoose 2023.Getty/Barry Batchelor Æfingin felur í sér að áhafnir kafbáta frá Þýskalandi Bandaríkjunum, Bretlandi, Noregi og Þýskalandi munu skiptast á að reyna að fela sig á meðan áhafnir hinna kafbátanna, skipa og flugvéla leita að þeim. Freyja, skip Landhelgisgæslu Íslands, er eitt þeirra sem notað verður við æfinguna. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni mun áhöfn Freyju æfa leit og björgun á Dynamic Mongoose. Áhöfn Freyju mun koma að æfingunni í ár.Landhelgisgæslan Hér að neðan má sjá stutt myndband um Dynamic Mongoose í fyrra. Ísland hefur um langt skeið verið mikilvægt NATO varðandi kafbátaleit í norðanverðu Atlantshafi. Mikið er notast við flugvélar til að vakta hafið frá Íslandi en umsvif kafbátaleitar frá Íslandi aukist að undanförnu. Sjá einnig: Kanadamenn taka þátt í kafbátaleit frá Íslandi Bandarískur aðmíráll sagði í samtali við fréttastofu í fyrra að ótvírætt væri að kafbátavirkni hefði farið og færi vaxandi. Ísland gegndi mikilvægu hlutverki vegna landfræðilegrar legu landsins. Annar aðmíráll sem heimsótti Ísland í fyrra sagði Ísland þungamiðju NATO á heimskautinu. Sjá einnig: Ísland gegni enn mikilvægu hlutverki fyrir NATO í Norður-Atlantshafi Spenna hefur aukist á Atlantshafinu á undanförnu ári, eins og víða annarsstaðar, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Rússneskir sjóliðar standa nú í sambærilegum kafbátaleitaræfingum í Barentshafi. TASS-fréttaveitan sagði frá því í gær að rússneski flotinn sé að æfa samvinnu við kafbátaleit. Í frétt miðilsins segir þó að ekki sé notast við raunverulegan kafbát við æfingarnar. NATO Hernaður Bandaríkin Bretland Danmörk Frakkland Holland Noregur Portúgal Pólland Spánn Þýskaland Rússland Landhelgisgæslan Norðurslóðir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Æfingin fer fram á hverju ári. Annað hvert ár er hún haldin við strendur Íslands og hin árin við Noreg. Dynamic Mongoose er meðal annars ætlað að bæta samvinnu innan NATO. Að þessu sinni er æfingin þó umfangsmeiri en áður. Hún mun standa yfir frá 26. apríl til 5. maí og að henni kemur fólk frá ellefu ríkjum. Það eru Bandaríkin, Bretland, Danmörk, Frakkland, Holland, Ísland, Noregur, Portúgal, Pólland, Spánn og Þýskaland. Breski kafbáturinn HMS Triumph er einn þeirra sem leitað verður að við kafbátaleitaræfinguna Dynamic Mongoose 2023.Getty/Barry Batchelor Æfingin felur í sér að áhafnir kafbáta frá Þýskalandi Bandaríkjunum, Bretlandi, Noregi og Þýskalandi munu skiptast á að reyna að fela sig á meðan áhafnir hinna kafbátanna, skipa og flugvéla leita að þeim. Freyja, skip Landhelgisgæslu Íslands, er eitt þeirra sem notað verður við æfinguna. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni mun áhöfn Freyju æfa leit og björgun á Dynamic Mongoose. Áhöfn Freyju mun koma að æfingunni í ár.Landhelgisgæslan Hér að neðan má sjá stutt myndband um Dynamic Mongoose í fyrra. Ísland hefur um langt skeið verið mikilvægt NATO varðandi kafbátaleit í norðanverðu Atlantshafi. Mikið er notast við flugvélar til að vakta hafið frá Íslandi en umsvif kafbátaleitar frá Íslandi aukist að undanförnu. Sjá einnig: Kanadamenn taka þátt í kafbátaleit frá Íslandi Bandarískur aðmíráll sagði í samtali við fréttastofu í fyrra að ótvírætt væri að kafbátavirkni hefði farið og færi vaxandi. Ísland gegndi mikilvægu hlutverki vegna landfræðilegrar legu landsins. Annar aðmíráll sem heimsótti Ísland í fyrra sagði Ísland þungamiðju NATO á heimskautinu. Sjá einnig: Ísland gegni enn mikilvægu hlutverki fyrir NATO í Norður-Atlantshafi Spenna hefur aukist á Atlantshafinu á undanförnu ári, eins og víða annarsstaðar, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Rússneskir sjóliðar standa nú í sambærilegum kafbátaleitaræfingum í Barentshafi. TASS-fréttaveitan sagði frá því í gær að rússneski flotinn sé að æfa samvinnu við kafbátaleit. Í frétt miðilsins segir þó að ekki sé notast við raunverulegan kafbát við æfingarnar.
NATO Hernaður Bandaríkin Bretland Danmörk Frakkland Holland Noregur Portúgal Pólland Spánn Þýskaland Rússland Landhelgisgæslan Norðurslóðir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira