Liðskiptiaðgerðir og réttindi sjúklinga Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 10. apríl 2023 14:01 Á dögunum bárust fréttir af því að Sjúkratryggingar Íslands höfðu samið um framkvæmd liðskiptiaðgerða við tvö einkarekin fyrirtæki á sviði heilbrigðisþjónustu. Um er að ræða fyrirtækin Klíníkina við Ármúla og Cosan slf. sem aðsetur hefur í Handlæknastöðinni Glæsibæ. Auðvitað ber að fagna þessu litla skrefi til bættrar þjónustu í heilbrigðiskerfinu, notendum þess vonandi til heilla og vonandi á forsendum þeirra sem kerfið þurfa að nota og njóta réttinda innan þess. Skrefin þurfa bara að vera fleiri og stærri á komandi misserum. Enda af nógu að taka þar sem einkareknar læknastofur gætu með samningum við Sjúkratryggingar Íslands, létt verulega undir með opinbera kerfinu. Hvort sem um að ræða, framkvæmd fleiri aðgerða eða opnun fleiri einkarekinna heilsugæslustöðva svo eitthvað sé nefnt. Íslensku heilbrigðiskerfi mun nefnilega ekki vaxa fiskur um hrygg, fyrr en kostir blandaðs heilbrigðiskerfis verða nýttir til hins ítrasta. En snúum okkur þá að liðskiptunum. Samkvæmt tilkynningu á heimasíðum þessara tveggja einkareknu læknastofa sem samið var við á dögunum um framkvæmd liðskiptiaðgerða, er fólk sem verið hefur níu mánuði eða lengur á biðlista eftir þannig aðgerð hvatt til þess að panta aðgerð. Í tilkynningu að minnsta annarrar þessara læknastofa, er einnig bent á það, að sjúklingar sem ekki geti beðið allan þennan tíma, í 9 mánuði, geti haft samband og komist í aðgerð, en þá á eigin kostnað. Núna hljómar þetta í fyrstu kannski ósköp eðlilega. En samt kannski ekki. Vissulega má færa fyrir því rök, að skilyrtur biðtími sé níu mánuðir því þannig tekst betur að ná niður þeim fjölda sem hvað lengst hefur beðið eftir aðgerð. En þá gleymist kannski, að huga að réttindum þeirra sem sjúkratryggðir eru af íslenskum stjórnvöldum sem þeir klárlega hafa samkvæmt EES-samningnum. Mögulega er meint gleymska stjórnvalda eða öllu heldur ákvörðun þeirra að líta framhjá réttindum sjúkratryggðra einstaklinga, meðvituð og á forsendum heilbrigðiskerfisins sjálfs, en ekki á forsendum þeirra sem kerfið þurfa að nota og eiga að njóta skýlausra réttinda innan þess. Samkvæmt EES-tilskipun, er svokallað biðtímaákvæði, sem leyfir sjúklingum að fara í aðgerð á sjúkrahúsi innan EES ef óvenjulega löng bið hefur verið eftir aðgerðinni í heimalandinu. Íslensk stjórnvöld samþykktu ákvæðið árið 2012. Árið 2016 skilgreindi svo Landlæknir óvenjulega langa bið eftir aðgerð sem 90 daga. Þá á sjúklingur rétt á því, eftir að hafa verið á biðlista þrjá mánuði eða lengur að geta farið í aðgerð í öðru EES-landi, komist hann ekki í aðgerð í sínu heimalandi, að þessum tíma liðnum. Það þýðir þá einhver þeirra sem að nú hafa verið þrjá mánuði eða lengur á biðlista, geti sótt um hjá Sjúkratryggingum Íslands, um að komast á kostnað SÍ í liðskiptiaðgerð í öðru EES-landi. Með öllum þeim kostnað sem því fylgir. En Sjúkratryggingar Íslands greiða í þeim tilfellum sem að sjúklingur fer í aðgerð í öðru EES-landi auk kostnaðar við aðgerðina sjálfa, allan ferðakostnað og upphald sjúklings og einnig eftir atvikum fyrir aðstoðarmann líka. Eins gæti íbúi einhvers EES-lands, sótt um hjá sjúkratryggingum síns lands um að komast á kostnað sjúkratrygginga síns lands, hingað til lands í liðskiptiaðgerð á annað hvorri læknastofunni sem getið er hér að ofan. Kjósi þær að gera samninga við sjúkratryggingar annarra EES-landa.Engu að síður er þetta jákvæða skref afar kærkomið og mun auka verulega lífsgæði margra einstaklinga sem þurft hafa að líða óþarflega miklar kvalir og í mörgum tilfellum verulegan afkomubrest á meðan þessi eilífðarlanga bið eftir aðgerð hefur varað. Við þurfum og eigum að gera betur. Tíminn til þess er núna. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Sjá meira
Á dögunum bárust fréttir af því að Sjúkratryggingar Íslands höfðu samið um framkvæmd liðskiptiaðgerða við tvö einkarekin fyrirtæki á sviði heilbrigðisþjónustu. Um er að ræða fyrirtækin Klíníkina við Ármúla og Cosan slf. sem aðsetur hefur í Handlæknastöðinni Glæsibæ. Auðvitað ber að fagna þessu litla skrefi til bættrar þjónustu í heilbrigðiskerfinu, notendum þess vonandi til heilla og vonandi á forsendum þeirra sem kerfið þurfa að nota og njóta réttinda innan þess. Skrefin þurfa bara að vera fleiri og stærri á komandi misserum. Enda af nógu að taka þar sem einkareknar læknastofur gætu með samningum við Sjúkratryggingar Íslands, létt verulega undir með opinbera kerfinu. Hvort sem um að ræða, framkvæmd fleiri aðgerða eða opnun fleiri einkarekinna heilsugæslustöðva svo eitthvað sé nefnt. Íslensku heilbrigðiskerfi mun nefnilega ekki vaxa fiskur um hrygg, fyrr en kostir blandaðs heilbrigðiskerfis verða nýttir til hins ítrasta. En snúum okkur þá að liðskiptunum. Samkvæmt tilkynningu á heimasíðum þessara tveggja einkareknu læknastofa sem samið var við á dögunum um framkvæmd liðskiptiaðgerða, er fólk sem verið hefur níu mánuði eða lengur á biðlista eftir þannig aðgerð hvatt til þess að panta aðgerð. Í tilkynningu að minnsta annarrar þessara læknastofa, er einnig bent á það, að sjúklingar sem ekki geti beðið allan þennan tíma, í 9 mánuði, geti haft samband og komist í aðgerð, en þá á eigin kostnað. Núna hljómar þetta í fyrstu kannski ósköp eðlilega. En samt kannski ekki. Vissulega má færa fyrir því rök, að skilyrtur biðtími sé níu mánuðir því þannig tekst betur að ná niður þeim fjölda sem hvað lengst hefur beðið eftir aðgerð. En þá gleymist kannski, að huga að réttindum þeirra sem sjúkratryggðir eru af íslenskum stjórnvöldum sem þeir klárlega hafa samkvæmt EES-samningnum. Mögulega er meint gleymska stjórnvalda eða öllu heldur ákvörðun þeirra að líta framhjá réttindum sjúkratryggðra einstaklinga, meðvituð og á forsendum heilbrigðiskerfisins sjálfs, en ekki á forsendum þeirra sem kerfið þurfa að nota og eiga að njóta skýlausra réttinda innan þess. Samkvæmt EES-tilskipun, er svokallað biðtímaákvæði, sem leyfir sjúklingum að fara í aðgerð á sjúkrahúsi innan EES ef óvenjulega löng bið hefur verið eftir aðgerðinni í heimalandinu. Íslensk stjórnvöld samþykktu ákvæðið árið 2012. Árið 2016 skilgreindi svo Landlæknir óvenjulega langa bið eftir aðgerð sem 90 daga. Þá á sjúklingur rétt á því, eftir að hafa verið á biðlista þrjá mánuði eða lengur að geta farið í aðgerð í öðru EES-landi, komist hann ekki í aðgerð í sínu heimalandi, að þessum tíma liðnum. Það þýðir þá einhver þeirra sem að nú hafa verið þrjá mánuði eða lengur á biðlista, geti sótt um hjá Sjúkratryggingum Íslands, um að komast á kostnað SÍ í liðskiptiaðgerð í öðru EES-landi. Með öllum þeim kostnað sem því fylgir. En Sjúkratryggingar Íslands greiða í þeim tilfellum sem að sjúklingur fer í aðgerð í öðru EES-landi auk kostnaðar við aðgerðina sjálfa, allan ferðakostnað og upphald sjúklings og einnig eftir atvikum fyrir aðstoðarmann líka. Eins gæti íbúi einhvers EES-lands, sótt um hjá sjúkratryggingum síns lands um að komast á kostnað sjúkratrygginga síns lands, hingað til lands í liðskiptiaðgerð á annað hvorri læknastofunni sem getið er hér að ofan. Kjósi þær að gera samninga við sjúkratryggingar annarra EES-landa.Engu að síður er þetta jákvæða skref afar kærkomið og mun auka verulega lífsgæði margra einstaklinga sem þurft hafa að líða óþarflega miklar kvalir og í mörgum tilfellum verulegan afkomubrest á meðan þessi eilífðarlanga bið eftir aðgerð hefur varað. Við þurfum og eigum að gera betur. Tíminn til þess er núna. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun