„Fögnum í dag og síðan er annar bikarleikur á fimmtudaginn“ Andri Már Eggertsson skrifar 9. apríl 2023 16:15 Bjarni Magnússon var ánægður með sigur dagsins Vísir/Snædís Bára Haukar unnu sannfærandi sigur á Val í Ólafsal 93-77. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var afar ánægður með spilamennsku Hauka en sagði að það væri annar bikarleikur gegn Val framundan þar sem Valur þarf aðeins einn sigur í viðbót til að komast áfram í úrslitin. „Við vildum ekki fara í sumarfrí í dag. Við munum taka hvíld í dag og á morgun síðan er það áfram gakk,“ sagði Bjarni Magnússon eftir leik og hélt áfram. „Í seinasta leik vorum við ekki að gefa margar stoðsendingar á meðan í dag vorum við með 25 stoðsendingar. Við leystum pressuna þeirra með því að senda í gegnum hana og hreyfa okkur vel.“ Bjarni var afar ánægður með áhlaup Hauka í fyrri hálfleik þar sem Haukar komust átján stigum yfir á nokkrum mínútum. „Þetta var magnað. Við eigum þetta í leik okkar og við verðum að fara ná að gera þetta í lengri tíma. Það fór mikil orka í þetta en þetta var frábær kafli á báðum endum. Vörnin bjó til sjálfstraust og við fengum auðveldar körfur sem gaf líka sjálfstraust. Ég var rosalega ánægður með þetta og stelpurnar eiga að vera stoltar af þessari frammistöðu.“ „Við töluðum um það fyrir leik að við þyrftum að ná þremur sigrum. Við höfum náð einum sigri og ætlum ekki að fara missa okkur neitt en munum fagna í kvöld og njóta þess.“ Haukar voru sautján stigum yfir í hálfleik líkt og seinast þegar liðin mættust í Ólafssal en þá misstu Haukar forskotið niður og töpuðu í framlengingu. „Þetta var nákvæmlega sama stigaskor í hálfleik og í seinasta heimaleik gegn Val. Við vissum hvað við gerðum vitlaust í seinasta leik og fórum yfir það hvernig við ætluðum ekki að vera litlar í okkur.“ „Við vorum árásargjarnar og bjuggum til góð skot sem gekk upp. Varnarlega vorum við ekki jafn öflugar í seinni hálfleik en sóknarleikurinn var það góður að við vorum ekki að fara missa forskotið niður.“ Bjarni var spenntur fyrir fjórða leiknum gegn Val og sagði að það væri annar bikarleikur. „Við munum fagna í dag og síðan er annar bikarleikur á fimmtudaginn,“ sagði Bjarni Magnússon að lokum. Haukar Subway-deild kvenna Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fleiri fréttir Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Sjá meira
„Við vildum ekki fara í sumarfrí í dag. Við munum taka hvíld í dag og á morgun síðan er það áfram gakk,“ sagði Bjarni Magnússon eftir leik og hélt áfram. „Í seinasta leik vorum við ekki að gefa margar stoðsendingar á meðan í dag vorum við með 25 stoðsendingar. Við leystum pressuna þeirra með því að senda í gegnum hana og hreyfa okkur vel.“ Bjarni var afar ánægður með áhlaup Hauka í fyrri hálfleik þar sem Haukar komust átján stigum yfir á nokkrum mínútum. „Þetta var magnað. Við eigum þetta í leik okkar og við verðum að fara ná að gera þetta í lengri tíma. Það fór mikil orka í þetta en þetta var frábær kafli á báðum endum. Vörnin bjó til sjálfstraust og við fengum auðveldar körfur sem gaf líka sjálfstraust. Ég var rosalega ánægður með þetta og stelpurnar eiga að vera stoltar af þessari frammistöðu.“ „Við töluðum um það fyrir leik að við þyrftum að ná þremur sigrum. Við höfum náð einum sigri og ætlum ekki að fara missa okkur neitt en munum fagna í kvöld og njóta þess.“ Haukar voru sautján stigum yfir í hálfleik líkt og seinast þegar liðin mættust í Ólafssal en þá misstu Haukar forskotið niður og töpuðu í framlengingu. „Þetta var nákvæmlega sama stigaskor í hálfleik og í seinasta heimaleik gegn Val. Við vissum hvað við gerðum vitlaust í seinasta leik og fórum yfir það hvernig við ætluðum ekki að vera litlar í okkur.“ „Við vorum árásargjarnar og bjuggum til góð skot sem gekk upp. Varnarlega vorum við ekki jafn öflugar í seinni hálfleik en sóknarleikurinn var það góður að við vorum ekki að fara missa forskotið niður.“ Bjarni var spenntur fyrir fjórða leiknum gegn Val og sagði að það væri annar bikarleikur. „Við munum fagna í dag og síðan er annar bikarleikur á fimmtudaginn,“ sagði Bjarni Magnússon að lokum.
Haukar Subway-deild kvenna Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fleiri fréttir Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Sjá meira