Finnar boðnir velkomnir í Atlantshafsbandalagið Kjartan Kjartansson skrifar 4. apríl 2023 15:26 Finnland er 31. aðildarríki Atlantshafsbandalagsins. AP/Geert Vanden Wijngaert Hvítur og blár fáni Finnlands var dreginn að húni við höfuðstöðvar Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Brussel til marks um inngöngu landsins í dag. Landamæri Rússlands og NATO tvöfaldast að lengd með inngöngu Finna. Tímamótin í dag eru söguleg þar sem Finnar hafa haldið á lofti formlegu hlutleysi eftir að þeir sigruðu Sovétmenn í síðari heimsstyrjöldinni. Innrás Rússa í Úkraínu varð til þess að finnsk stjórnvöld ákváðu að sækja um aðild að varnarbandalagi vestrænna ríkja. „Tímabil hlutleysis í sögu okkar er á enda runnið, nýtt tímabil tekur við,“ sagði Sauli Niinistö, forseti Finnlands, þegar fáni landsins var hífður á loft í Brussel. Innganga Finna í NATO er sögð reiðarslag fyrir Vladímír Pútín, forseta Rússlands en hann hefur lengi barmað sér undan útþenslu bandalagsins til austurs. Hún er hluti átyllu hans fyrir innrásinni í Úkraínu. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, óskaði Finnum til hamingju á samfélagsmiðlum í dag. Lýsti hann NATO sem einu raunverulegu tryggingunni fyrir öryggi í heimshlutanum. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði inngöngu Finna sýna að Evrópa og NATO stæði þéttar saman en nokkurn sinni áður. Stjórnvöld í Kreml hafa hótað einhvers konar hefndaraðgerðum vegna meintrar öryggisógnar sem þau telja felast í aðild Finna að NATO. Þau gætu fjölgað í herliði sínu við finnsku landamærin ef NATO sendir mannskap eða búnað þangað. Svíar sóttu um umsókn að NATO á sama tíma og Finnar. Andstaða Tyrkja varð til þess að umsókn Svía var sett á ís í bili. NATO Finnland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Tímamótin í dag eru söguleg þar sem Finnar hafa haldið á lofti formlegu hlutleysi eftir að þeir sigruðu Sovétmenn í síðari heimsstyrjöldinni. Innrás Rússa í Úkraínu varð til þess að finnsk stjórnvöld ákváðu að sækja um aðild að varnarbandalagi vestrænna ríkja. „Tímabil hlutleysis í sögu okkar er á enda runnið, nýtt tímabil tekur við,“ sagði Sauli Niinistö, forseti Finnlands, þegar fáni landsins var hífður á loft í Brussel. Innganga Finna í NATO er sögð reiðarslag fyrir Vladímír Pútín, forseta Rússlands en hann hefur lengi barmað sér undan útþenslu bandalagsins til austurs. Hún er hluti átyllu hans fyrir innrásinni í Úkraínu. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, óskaði Finnum til hamingju á samfélagsmiðlum í dag. Lýsti hann NATO sem einu raunverulegu tryggingunni fyrir öryggi í heimshlutanum. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði inngöngu Finna sýna að Evrópa og NATO stæði þéttar saman en nokkurn sinni áður. Stjórnvöld í Kreml hafa hótað einhvers konar hefndaraðgerðum vegna meintrar öryggisógnar sem þau telja felast í aðild Finna að NATO. Þau gætu fjölgað í herliði sínu við finnsku landamærin ef NATO sendir mannskap eða búnað þangað. Svíar sóttu um umsókn að NATO á sama tíma og Finnar. Andstaða Tyrkja varð til þess að umsókn Svía var sett á ís í bili.
NATO Finnland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira