Vilja breyta orðalagi laganna til að tryggja gagnsæi hjá dómstólum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. mars 2023 15:43 Sakborningar í stóra kókaínmálinu eru sakaðir um að hafa staðið að innflutningi á um hundrað kílóum af kókaíni. Vísir Þingmenn Viðreisnar hafa lagt til breytingu á lögum um meðferð einka- og sakamála til að skýra lög sem dómstólar hafa undanfarið vísað til þegar þeir hafa takmarkað fréttaflutning úr dómssal. Þingmennirnir segja samfélagið hafa ríka hagsmuni af því að starfsemi dómstóla sé gagnsæ og fari fram fyrir opnum tjöldum. Um er að ræða orðalagsbreytingu til að skýra þá reglu að fjölmiðlum sé meinað að fjalla í samtíma um það sem einstök vitni greina frá í dómssal. Dómarar við Héraðsdóm Reykjavíkur hafa túlkað lögin á þann veg að ekki megi segja frá neinu sem fram komi í máli vitna fyrr en þau öll sem eitt lokið vitnisburði. Í frumvarpi að breytingum á lögunum er vísað til stóra kókaínsmálsins sem nú er til meðferðar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Aðalmeðferð hófst 19. janúar en lauk ekki fyrr en í mars. „Er þetta stærsta mál sinnar tegundar sem komið hefur til kasta íslenskra dómstóla. Við upphaf aðalmeðferðar tilkynnti dómari að óheimilt væri að greina frá því sem sakborningur eða vitni segði í skýrslu sinni í þinghaldi meðan á skýrslutökum við aðalmeðferð stæði. Vísaði hann þar til 1. mgr. 11. gr. laga um meðferð sakamála eftir framangreindar breytingar. Skýrslutökur í málinu stóðu yfir í 7 vikur samfleytt og var fjölmiðlum óheimilt að greina frá því sem fram kom við meðferð málsins allan þann tíma,“ segir í greinargerð þingmanna Viðreisnar. Rifjað er upp að í frumvarpi dómsmálaráðherra á sínum tíma var lagt upp með þau nýmæli að óheimilt væri að streyma hljóði eða mynd úr þinghaldi eða greina frá því sem aðili, sakborningur eða vitni skýrði frá við skýrslutöku meðan á henni stæði. Þegar frumvarpið var lagt fram voru þessar breytingar á lögum um meðferð einkamála og lögum um meðferð sakamála gagnrýndar. Þingmenn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata í allsherjar- og menntamálanefnd lögðu fram nefndarálit með breytingartillögu á þessum tilteknu greinum (þskj. 1727). Í nefndarálitinu sagði meðal annars: „Umræðan um hvort eða að hvaða marki hljóðupptökur, myndatökur og samtímaendursagnir í dómsal skuli leyfðar er mjög mikilvæg. Þar vegast á sjónarmið um réttaröryggi og friðhelgi sakborninga, aðstandenda og vitna annars vegar og mikilvægi opinberrar og gegnsærrar dómsýslu og frjálsrar fjölmiðlunar í almannaþágu hins vegar.“ Og enn fremur „að fylgni kunni að vera milli þess trausts sem almenningur ber til grunnstofnana ríkisins og svo hins, hversu opinber og skýr starfsemi þeirra er. Þess vegna kunni aukinn aðgangur fjölmiðla að þinghaldi dómstóla, með upptökum eða samtímaendursögnum, að auka skilning fólks á hlutverki og störfum dómsvaldsins og sé þar af leiðandi til þess fallinn að auka traust almennings í garð dómsvaldsins. Minni hlutinn er fylgjandi þeim almennu sjónarmiðum að starfsemi hins opinbera skuli vera eins skýr og opin og kostur er og að slík tilhögun sé líkleg til þess að auka traust og tiltrú almennings á henni.“ Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.vísir/Vilhelm Þingmenn Viðreisnar taka undir mat minnihlutans og telja það í samræmi við stjórnarskrána þar sem segir að dómþing skuli háð í heyranda hljóði. „Samfélagið hefur ríka hagsmuni af því að starfsemi dómstóla sé gagnsæ og fari fram fyrir opnum tjöldum nema þegar hagsmunir aðila, öryggi ríkisins eða hætta á sakarspjöllum leiða til annars. Í því ljósi eru hér lagðar til breytingar á ákvæðum 9. gr. laga um meðferð einkamála og 11. gr. laga um meðferð sakamála til að taka af allan vafa um að bann við samtímafrásögn eigi eingöngu við þegar aðili, sakborningur eða vitni gefur skýrslu sína en ekki á meðan skýrslutökur standa yfir í lengri tíma,“ segir í frumvarpi Viðreisnar. „Að mati flutningsmanna er hætta á sakarspjöllum til staðar ef aðili máls eða vitni getur fengið upplýsingar um skýrslugjöf annars áður en viðkomandi gefur sína skýrslu. Þegar skýrslutökur standa yfir í lengri tíma þá geta vitni fengið slíkar upplýsingar með öðrum leiðum en í umfjöllun fjölmiðla. Bann við fjölmiðlaumfjöllun við þær aðstæður dregur því ekki úr líkum á sakarspjöllum og hefur ekki önnur áhrif en að takmarka aðgengi almennings að upplýsingum í annars opnu þinghaldi.“ Því sé lagt til að í stað orðanna „greina frá því sem aðili eða vitni skýrir frá við skýrslutöku meðan á henni stendur“ í lögum um meðferð einkamála og „greina frá því sem sakborningur eða vitni skýrir frá við skýrslutöku meðan á henni stendur“ í lögum um meðferð sakamála komi: „greina frá í samtíma því sem aðili eða vitni skýrir frá á meðan skýrslutaka yfir viðkomandi stendur yfir“ í fyrrgreindu lögunum og „greina frá í samtíma því sem sakborningur eða vitni skýrir frá á meðan skýrslutaka yfir viðkomandi stendur yfir“ í þeim síðargreindu. Með þessum breytingum verði tryggt að bann við samtímafrásögn gildi aðeins meðan skýrslutaka hvers aðila eða vitnis stendur yfir og nái ekki yfir lengra tímabil. „Þannig verður unnt að koma í veg fyrir sakarspjöll án þess að takmarka aðgengi fjölmiðla að dómstólum umfram það sem rétt og eðlilegt getur talist. Frumvarpið gætir þannig betur að frelsi fjölmiðla og styður við mikilvægi þeirra í opinni og lýðræðislegri umræðu.“ Flutningsmenn telja þessa breytingu einnig vera í samræmi við vilja löggjafans þegar frumvarpið sem varð að lögum var samþykkt 2019. Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar flutti fréttir af málinu nokkrum dögum áður en aðalmeðferðinni lauk. Dómari í málinu boðaði blaðamann og ritstjóra miðilsins fyrir dóm og gaf honum kost á að skýra sitt mál. Dómari ákvað að ekki væri tilefni til að refsa miðlinum fyrir að hafa farið á svig við skilaboð dómara. Dóms er að vænta í stóra kókaínmálinu á næstu einum til tveimur vikum. Fjölmiðlar Alþingi Stóra kókaínmálið 2022 Dómstólar Viðreisn Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira
Um er að ræða orðalagsbreytingu til að skýra þá reglu að fjölmiðlum sé meinað að fjalla í samtíma um það sem einstök vitni greina frá í dómssal. Dómarar við Héraðsdóm Reykjavíkur hafa túlkað lögin á þann veg að ekki megi segja frá neinu sem fram komi í máli vitna fyrr en þau öll sem eitt lokið vitnisburði. Í frumvarpi að breytingum á lögunum er vísað til stóra kókaínsmálsins sem nú er til meðferðar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Aðalmeðferð hófst 19. janúar en lauk ekki fyrr en í mars. „Er þetta stærsta mál sinnar tegundar sem komið hefur til kasta íslenskra dómstóla. Við upphaf aðalmeðferðar tilkynnti dómari að óheimilt væri að greina frá því sem sakborningur eða vitni segði í skýrslu sinni í þinghaldi meðan á skýrslutökum við aðalmeðferð stæði. Vísaði hann þar til 1. mgr. 11. gr. laga um meðferð sakamála eftir framangreindar breytingar. Skýrslutökur í málinu stóðu yfir í 7 vikur samfleytt og var fjölmiðlum óheimilt að greina frá því sem fram kom við meðferð málsins allan þann tíma,“ segir í greinargerð þingmanna Viðreisnar. Rifjað er upp að í frumvarpi dómsmálaráðherra á sínum tíma var lagt upp með þau nýmæli að óheimilt væri að streyma hljóði eða mynd úr þinghaldi eða greina frá því sem aðili, sakborningur eða vitni skýrði frá við skýrslutöku meðan á henni stæði. Þegar frumvarpið var lagt fram voru þessar breytingar á lögum um meðferð einkamála og lögum um meðferð sakamála gagnrýndar. Þingmenn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata í allsherjar- og menntamálanefnd lögðu fram nefndarálit með breytingartillögu á þessum tilteknu greinum (þskj. 1727). Í nefndarálitinu sagði meðal annars: „Umræðan um hvort eða að hvaða marki hljóðupptökur, myndatökur og samtímaendursagnir í dómsal skuli leyfðar er mjög mikilvæg. Þar vegast á sjónarmið um réttaröryggi og friðhelgi sakborninga, aðstandenda og vitna annars vegar og mikilvægi opinberrar og gegnsærrar dómsýslu og frjálsrar fjölmiðlunar í almannaþágu hins vegar.“ Og enn fremur „að fylgni kunni að vera milli þess trausts sem almenningur ber til grunnstofnana ríkisins og svo hins, hversu opinber og skýr starfsemi þeirra er. Þess vegna kunni aukinn aðgangur fjölmiðla að þinghaldi dómstóla, með upptökum eða samtímaendursögnum, að auka skilning fólks á hlutverki og störfum dómsvaldsins og sé þar af leiðandi til þess fallinn að auka traust almennings í garð dómsvaldsins. Minni hlutinn er fylgjandi þeim almennu sjónarmiðum að starfsemi hins opinbera skuli vera eins skýr og opin og kostur er og að slík tilhögun sé líkleg til þess að auka traust og tiltrú almennings á henni.“ Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.vísir/Vilhelm Þingmenn Viðreisnar taka undir mat minnihlutans og telja það í samræmi við stjórnarskrána þar sem segir að dómþing skuli háð í heyranda hljóði. „Samfélagið hefur ríka hagsmuni af því að starfsemi dómstóla sé gagnsæ og fari fram fyrir opnum tjöldum nema þegar hagsmunir aðila, öryggi ríkisins eða hætta á sakarspjöllum leiða til annars. Í því ljósi eru hér lagðar til breytingar á ákvæðum 9. gr. laga um meðferð einkamála og 11. gr. laga um meðferð sakamála til að taka af allan vafa um að bann við samtímafrásögn eigi eingöngu við þegar aðili, sakborningur eða vitni gefur skýrslu sína en ekki á meðan skýrslutökur standa yfir í lengri tíma,“ segir í frumvarpi Viðreisnar. „Að mati flutningsmanna er hætta á sakarspjöllum til staðar ef aðili máls eða vitni getur fengið upplýsingar um skýrslugjöf annars áður en viðkomandi gefur sína skýrslu. Þegar skýrslutökur standa yfir í lengri tíma þá geta vitni fengið slíkar upplýsingar með öðrum leiðum en í umfjöllun fjölmiðla. Bann við fjölmiðlaumfjöllun við þær aðstæður dregur því ekki úr líkum á sakarspjöllum og hefur ekki önnur áhrif en að takmarka aðgengi almennings að upplýsingum í annars opnu þinghaldi.“ Því sé lagt til að í stað orðanna „greina frá því sem aðili eða vitni skýrir frá við skýrslutöku meðan á henni stendur“ í lögum um meðferð einkamála og „greina frá því sem sakborningur eða vitni skýrir frá við skýrslutöku meðan á henni stendur“ í lögum um meðferð sakamála komi: „greina frá í samtíma því sem aðili eða vitni skýrir frá á meðan skýrslutaka yfir viðkomandi stendur yfir“ í fyrrgreindu lögunum og „greina frá í samtíma því sem sakborningur eða vitni skýrir frá á meðan skýrslutaka yfir viðkomandi stendur yfir“ í þeim síðargreindu. Með þessum breytingum verði tryggt að bann við samtímafrásögn gildi aðeins meðan skýrslutaka hvers aðila eða vitnis stendur yfir og nái ekki yfir lengra tímabil. „Þannig verður unnt að koma í veg fyrir sakarspjöll án þess að takmarka aðgengi fjölmiðla að dómstólum umfram það sem rétt og eðlilegt getur talist. Frumvarpið gætir þannig betur að frelsi fjölmiðla og styður við mikilvægi þeirra í opinni og lýðræðislegri umræðu.“ Flutningsmenn telja þessa breytingu einnig vera í samræmi við vilja löggjafans þegar frumvarpið sem varð að lögum var samþykkt 2019. Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar flutti fréttir af málinu nokkrum dögum áður en aðalmeðferðinni lauk. Dómari í málinu boðaði blaðamann og ritstjóra miðilsins fyrir dóm og gaf honum kost á að skýra sitt mál. Dómari ákvað að ekki væri tilefni til að refsa miðlinum fyrir að hafa farið á svig við skilaboð dómara. Dóms er að vænta í stóra kókaínmálinu á næstu einum til tveimur vikum.
Fjölmiðlar Alþingi Stóra kókaínmálið 2022 Dómstólar Viðreisn Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira