Kallar eftir varkárni ökumanna eftir að hafa orðið fyrir bíl Bjarki Sigurðsson skrifar 24. mars 2023 13:56 Hildur Gunnlaugsdóttir arkítekt og svæðið þar sem ekið var á hana í gær. Aðsend Ekið var á arkitektinn Hildi Gunnlaugsdóttur er hún hjólaði á gangstétt upp Njálsgötu í gær. Hún slapp vel með skrekkinn en biður ökumenn um að gæta sín betur þegar gangstéttir eru þveraðar. Hver viti nema kona með barnavagn eða barn á hjóli sé sá sem er á leið á gangstéttinni. Hildur Gunnlaugsdóttir var að hjóla upp Njálsgötuna í gær þegar bíll kemur úr skoti fyrir aftan Austurbæjarbíó. Sjálf var hún stödd á gangstéttinni en bílstjórinn stöðvaði bílinn ekki áður en ekið var yfir stéttina. Ekki mikið slösuð Bíllinn lenti á hægri hlið Hildar og kastaðist hún út á götu. Í samtali við fréttastofu segist hún vera fegin að enginn bíll hafi verið að keyra niður götuna, þá hefði hún geta lent undir honum. Hún slasaðist sem betur fer ekki mikið. „Mér var sagt á bráðamóttökunni í gær að ég væri í adrenalínsjokki, það sé margt sem geti komið fram seinna. Það var tekin mynd af hnénu mínu, ég er bólgin þar. Svo er ég að finna marbletti hér og þar á stöðum sem ég fann ekkert fyrir í gær. Maður er í svo miklu sjokki að maður einhvern veginn tekur ekki alveg eftir því. Vonandi ekkert alvarlegt samt,“ segir Hildur. Hún segir augnablikið sem ekið var á hana hafa liðið mjög hægt, en á sama tíma svo hratt. Allt í einu hafi bíllinn verið þarna og hún horfir á hann keyra á sig. „Ég er á rafmagnshjóli en ég var á leiðinni upp brekku og ég var bara með það í lægstu stillingunni. Mér finnst svo gott að hjóla með svo ég sé ekki algjörlega að svindla. Ég var ekki á miklum hraða, alls ekki. Ég held að bíllinn geti ekki hafa verið á miklum hraða en það hefði verið frábært ef hún hefði stoppað og horft inn á gangstéttina. Hvort það væri einhver að koma en ekki keyrt út á miðja gangstétt,“ segir Hildur. Skýringamynd sem Hildur birti á Instagram í gær. Áttaði sig seinna á alvarleikanum Hún áttaði sig ekki almennilega á því hversu vel hún slapp fyrr en hún fór með hjólið í tjónaskoðun í dag. Þá sá hún að það var allt beyglað og brotið. „Stýrið var beyglað algjörlega í hina áttina, það var brotið, keðjan laus og einhverjir gormar lausir. Þá fattaði ég að þetta var alveg þó nokkuð högg. Sem betur fer hef eg bara verið heppin. Karfan mín brotnaði af og var öll beygluð undir hjólinu. Þetta var pínu sjokkerandi,“ segir Hildur. Atvikið lét hana hugsa hvernig hlutirnir væru ef þetta hefði verið barn að hjóla eða kona á gangi með barnavagn. Hún segir ökumenn of fókuseraða á að fylgjast með hvort aðrir bílar séu að koma að þeir gleyma þeim sem eru gangandi, á hjóli eða á hlaupahjóli. „Plís, stoppaðu og horfðu í báðar áttir áður en þú ferð yfir gangstétt. Til dæmis þarna þá hefði ég líka getað verið að hjóla á götunni en þá hefði ég verið á móti umferð. Það eru líka fullt af bílum að bakka út á götuna. Maður heyrir alltaf að það sé öruggast að hjóla á gangstéttinni ef það er ekki stígur og maður er að vanda sig við að gera allt rétt,“ segir Hildur. Samgöngur Hjólreiðar Umferðaröryggi Samgönguslys Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Hildur Gunnlaugsdóttir var að hjóla upp Njálsgötuna í gær þegar bíll kemur úr skoti fyrir aftan Austurbæjarbíó. Sjálf var hún stödd á gangstéttinni en bílstjórinn stöðvaði bílinn ekki áður en ekið var yfir stéttina. Ekki mikið slösuð Bíllinn lenti á hægri hlið Hildar og kastaðist hún út á götu. Í samtali við fréttastofu segist hún vera fegin að enginn bíll hafi verið að keyra niður götuna, þá hefði hún geta lent undir honum. Hún slasaðist sem betur fer ekki mikið. „Mér var sagt á bráðamóttökunni í gær að ég væri í adrenalínsjokki, það sé margt sem geti komið fram seinna. Það var tekin mynd af hnénu mínu, ég er bólgin þar. Svo er ég að finna marbletti hér og þar á stöðum sem ég fann ekkert fyrir í gær. Maður er í svo miklu sjokki að maður einhvern veginn tekur ekki alveg eftir því. Vonandi ekkert alvarlegt samt,“ segir Hildur. Hún segir augnablikið sem ekið var á hana hafa liðið mjög hægt, en á sama tíma svo hratt. Allt í einu hafi bíllinn verið þarna og hún horfir á hann keyra á sig. „Ég er á rafmagnshjóli en ég var á leiðinni upp brekku og ég var bara með það í lægstu stillingunni. Mér finnst svo gott að hjóla með svo ég sé ekki algjörlega að svindla. Ég var ekki á miklum hraða, alls ekki. Ég held að bíllinn geti ekki hafa verið á miklum hraða en það hefði verið frábært ef hún hefði stoppað og horft inn á gangstéttina. Hvort það væri einhver að koma en ekki keyrt út á miðja gangstétt,“ segir Hildur. Skýringamynd sem Hildur birti á Instagram í gær. Áttaði sig seinna á alvarleikanum Hún áttaði sig ekki almennilega á því hversu vel hún slapp fyrr en hún fór með hjólið í tjónaskoðun í dag. Þá sá hún að það var allt beyglað og brotið. „Stýrið var beyglað algjörlega í hina áttina, það var brotið, keðjan laus og einhverjir gormar lausir. Þá fattaði ég að þetta var alveg þó nokkuð högg. Sem betur fer hef eg bara verið heppin. Karfan mín brotnaði af og var öll beygluð undir hjólinu. Þetta var pínu sjokkerandi,“ segir Hildur. Atvikið lét hana hugsa hvernig hlutirnir væru ef þetta hefði verið barn að hjóla eða kona á gangi með barnavagn. Hún segir ökumenn of fókuseraða á að fylgjast með hvort aðrir bílar séu að koma að þeir gleyma þeim sem eru gangandi, á hjóli eða á hlaupahjóli. „Plís, stoppaðu og horfðu í báðar áttir áður en þú ferð yfir gangstétt. Til dæmis þarna þá hefði ég líka getað verið að hjóla á götunni en þá hefði ég verið á móti umferð. Það eru líka fullt af bílum að bakka út á götuna. Maður heyrir alltaf að það sé öruggast að hjóla á gangstéttinni ef það er ekki stígur og maður er að vanda sig við að gera allt rétt,“ segir Hildur.
Samgöngur Hjólreiðar Umferðaröryggi Samgönguslys Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira