Meint brot afans fyrndust vegna mistaka lögreglu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. mars 2023 11:09 Héraðsdómur Reykjavíkur Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið þarf að greiða konu sem kærði afa sinn fyrir kynferðisbrot 1,4 milljónir í miskabætur. Mistök lögreglu urðu til þess að málið fyrndist á meðan það var til rannsóknar þar. Málið má rekja til þess að árið 2018 lagði konan fram kæru hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu varðandi kynferðislega áreitni sem hún sagðist hafa orðið fyrir af hendi afa síns. Í skýrslutöku lýsti hún nánar tveimur tilvikum sem hún taldi afa hennar hafa brotið á sér. Annars vegar þegar hún var á fimmta ári og svo aftur þegar hún var um tvítugt. Í kærunni var einnig tiltekið að afinn hafi ítrekað brotið á henni á árunum þar á milli, en þó ekki greint frá einstökum tilvikum eða tímasetningum þeirra. Umræddur afi var sakfelldur fyrir sambærileg brot gegn öðru barnabarni hans, frænku konunnar, árið 2019. Fyrnist þar sem afanum var aldrei kynnt sakarefnið Fyrir lá þegar kæran var lögð fram að hluti brotanna væri fyrndur. Sá hluti sem þó var ekki fyrndur varðaði tímabil frá mars árið 2007 og þar til hún varð sextán ára. Sá hluti rannsóknarinnar fyrndist hins vegar á meðan málið var til rannsóknar hjá lögreglu þar sem ekki var tekin skýrsla af afanum þar sem honum var kynnt sakarefnið. Fyrning hinna meintu brota var því ekki rofin og rann fyrningarfrestur sitt skeið árið 2019. Á þeim grundvelli var rannsókn málsins hætt hjá lögreglunnu. Embætti ríkissaksóknara staðfesti þá ákvörðun ári síðar. Höfðaði konan þá þetta mál á hendur lögreglunni til greiðslu miskabóta, vegna mistaka lögreglunnar. Buðu 700 þúsund til að ljúka málinu Íslenska ríkið viðurkenndi bótaskyldu í málinu. Fram kemur í dómi héraðsdóms að konunni hafi verið boðið 700 þúsund krónur til að ljúka málinu. Því tilboði var hafnað. Vildi konan meina að í mistökum lögreglu hafi falist brot gegn mannréttindarsáttmála Evrópu. Krafðist hún 3,3 milljóna króna í bætur á grundvelli dómafordæma Mannréttindadómstóls Evrópu. Héraðsdómur féllst þó ekki á þá kröfu og taldi að ákvörðun bóta yrði að taka mið af atvikum, eðli, alvarleika og afleiðingum bótaskyldrar háttsemi í hverju máli fyrir sig. Þá var varakröfu konunnar, upp á tvær milljónir, einnig hafnað, en hún byggðist á þeim bótum sem frænku konunnar hafði verið dæmt í málinu gegn afa þeirra. Taldi héraðsdómur þó ekki hægt að leggja þær bætur til grundvallar í þessu máli. Þó bæri ríkinu að greiða henni bætur og var því fallist á þrautavarakröfu hennar, sem var bætur að álitum dómsins. Leit dómurinn til þess að málið hafi haft neikvæð áhrif á líf, heilsu og hagi konunnar. Hún hafi upplifað aukna streitu, leiða og kvíða. Taldi héraðsdómur því rétt að íslenska ríkið greiddi konunni 1,4 milljónir króna í miskabætur vegna málsins. Dómsmál Lögreglan Kynferðisofbeldi Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Fleiri fréttir Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Sjá meira
Málið má rekja til þess að árið 2018 lagði konan fram kæru hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu varðandi kynferðislega áreitni sem hún sagðist hafa orðið fyrir af hendi afa síns. Í skýrslutöku lýsti hún nánar tveimur tilvikum sem hún taldi afa hennar hafa brotið á sér. Annars vegar þegar hún var á fimmta ári og svo aftur þegar hún var um tvítugt. Í kærunni var einnig tiltekið að afinn hafi ítrekað brotið á henni á árunum þar á milli, en þó ekki greint frá einstökum tilvikum eða tímasetningum þeirra. Umræddur afi var sakfelldur fyrir sambærileg brot gegn öðru barnabarni hans, frænku konunnar, árið 2019. Fyrnist þar sem afanum var aldrei kynnt sakarefnið Fyrir lá þegar kæran var lögð fram að hluti brotanna væri fyrndur. Sá hluti sem þó var ekki fyrndur varðaði tímabil frá mars árið 2007 og þar til hún varð sextán ára. Sá hluti rannsóknarinnar fyrndist hins vegar á meðan málið var til rannsóknar hjá lögreglu þar sem ekki var tekin skýrsla af afanum þar sem honum var kynnt sakarefnið. Fyrning hinna meintu brota var því ekki rofin og rann fyrningarfrestur sitt skeið árið 2019. Á þeim grundvelli var rannsókn málsins hætt hjá lögreglunnu. Embætti ríkissaksóknara staðfesti þá ákvörðun ári síðar. Höfðaði konan þá þetta mál á hendur lögreglunni til greiðslu miskabóta, vegna mistaka lögreglunnar. Buðu 700 þúsund til að ljúka málinu Íslenska ríkið viðurkenndi bótaskyldu í málinu. Fram kemur í dómi héraðsdóms að konunni hafi verið boðið 700 þúsund krónur til að ljúka málinu. Því tilboði var hafnað. Vildi konan meina að í mistökum lögreglu hafi falist brot gegn mannréttindarsáttmála Evrópu. Krafðist hún 3,3 milljóna króna í bætur á grundvelli dómafordæma Mannréttindadómstóls Evrópu. Héraðsdómur féllst þó ekki á þá kröfu og taldi að ákvörðun bóta yrði að taka mið af atvikum, eðli, alvarleika og afleiðingum bótaskyldrar háttsemi í hverju máli fyrir sig. Þá var varakröfu konunnar, upp á tvær milljónir, einnig hafnað, en hún byggðist á þeim bótum sem frænku konunnar hafði verið dæmt í málinu gegn afa þeirra. Taldi héraðsdómur þó ekki hægt að leggja þær bætur til grundvallar í þessu máli. Þó bæri ríkinu að greiða henni bætur og var því fallist á þrautavarakröfu hennar, sem var bætur að álitum dómsins. Leit dómurinn til þess að málið hafi haft neikvæð áhrif á líf, heilsu og hagi konunnar. Hún hafi upplifað aukna streitu, leiða og kvíða. Taldi héraðsdómur því rétt að íslenska ríkið greiddi konunni 1,4 milljónir króna í miskabætur vegna málsins.
Dómsmál Lögreglan Kynferðisofbeldi Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Fleiri fréttir Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Sjá meira