Meint brot afans fyrndust vegna mistaka lögreglu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. mars 2023 11:09 Héraðsdómur Reykjavíkur Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið þarf að greiða konu sem kærði afa sinn fyrir kynferðisbrot 1,4 milljónir í miskabætur. Mistök lögreglu urðu til þess að málið fyrndist á meðan það var til rannsóknar þar. Málið má rekja til þess að árið 2018 lagði konan fram kæru hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu varðandi kynferðislega áreitni sem hún sagðist hafa orðið fyrir af hendi afa síns. Í skýrslutöku lýsti hún nánar tveimur tilvikum sem hún taldi afa hennar hafa brotið á sér. Annars vegar þegar hún var á fimmta ári og svo aftur þegar hún var um tvítugt. Í kærunni var einnig tiltekið að afinn hafi ítrekað brotið á henni á árunum þar á milli, en þó ekki greint frá einstökum tilvikum eða tímasetningum þeirra. Umræddur afi var sakfelldur fyrir sambærileg brot gegn öðru barnabarni hans, frænku konunnar, árið 2019. Fyrnist þar sem afanum var aldrei kynnt sakarefnið Fyrir lá þegar kæran var lögð fram að hluti brotanna væri fyrndur. Sá hluti sem þó var ekki fyrndur varðaði tímabil frá mars árið 2007 og þar til hún varð sextán ára. Sá hluti rannsóknarinnar fyrndist hins vegar á meðan málið var til rannsóknar hjá lögreglu þar sem ekki var tekin skýrsla af afanum þar sem honum var kynnt sakarefnið. Fyrning hinna meintu brota var því ekki rofin og rann fyrningarfrestur sitt skeið árið 2019. Á þeim grundvelli var rannsókn málsins hætt hjá lögreglunnu. Embætti ríkissaksóknara staðfesti þá ákvörðun ári síðar. Höfðaði konan þá þetta mál á hendur lögreglunni til greiðslu miskabóta, vegna mistaka lögreglunnar. Buðu 700 þúsund til að ljúka málinu Íslenska ríkið viðurkenndi bótaskyldu í málinu. Fram kemur í dómi héraðsdóms að konunni hafi verið boðið 700 þúsund krónur til að ljúka málinu. Því tilboði var hafnað. Vildi konan meina að í mistökum lögreglu hafi falist brot gegn mannréttindarsáttmála Evrópu. Krafðist hún 3,3 milljóna króna í bætur á grundvelli dómafordæma Mannréttindadómstóls Evrópu. Héraðsdómur féllst þó ekki á þá kröfu og taldi að ákvörðun bóta yrði að taka mið af atvikum, eðli, alvarleika og afleiðingum bótaskyldrar háttsemi í hverju máli fyrir sig. Þá var varakröfu konunnar, upp á tvær milljónir, einnig hafnað, en hún byggðist á þeim bótum sem frænku konunnar hafði verið dæmt í málinu gegn afa þeirra. Taldi héraðsdómur þó ekki hægt að leggja þær bætur til grundvallar í þessu máli. Þó bæri ríkinu að greiða henni bætur og var því fallist á þrautavarakröfu hennar, sem var bætur að álitum dómsins. Leit dómurinn til þess að málið hafi haft neikvæð áhrif á líf, heilsu og hagi konunnar. Hún hafi upplifað aukna streitu, leiða og kvíða. Taldi héraðsdómur því rétt að íslenska ríkið greiddi konunni 1,4 milljónir króna í miskabætur vegna málsins. Dómsmál Lögreglan Kynferðisofbeldi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Málið má rekja til þess að árið 2018 lagði konan fram kæru hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu varðandi kynferðislega áreitni sem hún sagðist hafa orðið fyrir af hendi afa síns. Í skýrslutöku lýsti hún nánar tveimur tilvikum sem hún taldi afa hennar hafa brotið á sér. Annars vegar þegar hún var á fimmta ári og svo aftur þegar hún var um tvítugt. Í kærunni var einnig tiltekið að afinn hafi ítrekað brotið á henni á árunum þar á milli, en þó ekki greint frá einstökum tilvikum eða tímasetningum þeirra. Umræddur afi var sakfelldur fyrir sambærileg brot gegn öðru barnabarni hans, frænku konunnar, árið 2019. Fyrnist þar sem afanum var aldrei kynnt sakarefnið Fyrir lá þegar kæran var lögð fram að hluti brotanna væri fyrndur. Sá hluti sem þó var ekki fyrndur varðaði tímabil frá mars árið 2007 og þar til hún varð sextán ára. Sá hluti rannsóknarinnar fyrndist hins vegar á meðan málið var til rannsóknar hjá lögreglu þar sem ekki var tekin skýrsla af afanum þar sem honum var kynnt sakarefnið. Fyrning hinna meintu brota var því ekki rofin og rann fyrningarfrestur sitt skeið árið 2019. Á þeim grundvelli var rannsókn málsins hætt hjá lögreglunnu. Embætti ríkissaksóknara staðfesti þá ákvörðun ári síðar. Höfðaði konan þá þetta mál á hendur lögreglunni til greiðslu miskabóta, vegna mistaka lögreglunnar. Buðu 700 þúsund til að ljúka málinu Íslenska ríkið viðurkenndi bótaskyldu í málinu. Fram kemur í dómi héraðsdóms að konunni hafi verið boðið 700 þúsund krónur til að ljúka málinu. Því tilboði var hafnað. Vildi konan meina að í mistökum lögreglu hafi falist brot gegn mannréttindarsáttmála Evrópu. Krafðist hún 3,3 milljóna króna í bætur á grundvelli dómafordæma Mannréttindadómstóls Evrópu. Héraðsdómur féllst þó ekki á þá kröfu og taldi að ákvörðun bóta yrði að taka mið af atvikum, eðli, alvarleika og afleiðingum bótaskyldrar háttsemi í hverju máli fyrir sig. Þá var varakröfu konunnar, upp á tvær milljónir, einnig hafnað, en hún byggðist á þeim bótum sem frænku konunnar hafði verið dæmt í málinu gegn afa þeirra. Taldi héraðsdómur þó ekki hægt að leggja þær bætur til grundvallar í þessu máli. Þó bæri ríkinu að greiða henni bætur og var því fallist á þrautavarakröfu hennar, sem var bætur að álitum dómsins. Leit dómurinn til þess að málið hafi haft neikvæð áhrif á líf, heilsu og hagi konunnar. Hún hafi upplifað aukna streitu, leiða og kvíða. Taldi héraðsdómur því rétt að íslenska ríkið greiddi konunni 1,4 milljónir króna í miskabætur vegna málsins.
Dómsmál Lögreglan Kynferðisofbeldi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira