Hættulegur staður allt árið um kring Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. mars 2023 11:45 Mikill ís er í gilinu. Frá björgunaraðgerðum við Glym í gær. Landsbjörg Kona á þrítugsaldri lést þegar hún féll á annað hundrað metra við fossinn Glym í Hvalfirði í gær. Aðstæður voru mjög hættulegar á vettvangi, að sögn upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Slysið sýni að bæta þurfi verulega öryggi á ferðamannastöðum landsins. Konan, erlendur ferðamaður, var á göngu með maka sínum við fossinn Glym þegar hún féll fram af gilbrúninni. Ásmundur Kristinn Ásmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á Vesturlandi segir ljóst að fallið hafi verið mjög hátt, á annað hundrað metra. Lögregla rannsakar slysið og vinnur nú meðal annars að því að ná í ættingja konunnar. Aðstæður hafi verið hættulegar og mikil hálka á svæðinnu. Undir þetta tekur Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Eina leiðin fyrir björgunarfólk til að komast að konunni hafi verið gangandi upp gilið. „En það var erfitt, hættulegt. Mikil hætta á hruni og tók langan tíma. Þarna var og er mjög mikill ís, bæði i gilinu og eins uppi á gilbörmum, þannig að aðstæður þarna eru bara hættulegar,“ segir Jón Þór. Jón Þór Víglundsson er upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar.Vísir/Egill „Við þurfum að girða okkur í brók“ Öryggi vegfarenda við Glym sé ábótavant. „Gönguleiðin upp að Glym er víðast hvar á gilbrúninni og þar sem endapunkturinn er, þar sem fólk vill taka af sér mynd, þar er það á gilbarminum. En þar er ekkert sem það getur gripið í, hvorki bandspottar né keðjur eða neitt, og það ætti kannski ekki að vera erfitt að koma einhverjum búnaði fyrir sem varnaði því að fólk færi beint fram af.“ Þá sýni slysið að nauðsynlegra úrbóta sé þörf í stærra samhengi. „Þessi staður er hættulegur allt árið um kring og enn hættulegri núna þegar er ís á gönguleiðinni. En það eru miklu fleiri staðir um allt land þar sem er hætta búin ferðamönnum og við þurfum bara að setja okkur það markmið að gestirnir okkar geti verið öruggir á þessum vinsælu ferðamannastöðum.“ Gerist þetta bara of hægt? „Ég held að það sé alveg ljóst að það sé staðan. Þetta slys sýnir okkur að við þurfum að girða okkur í brók og gera þetta almennilega,“ segir Jón Þór. Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Kona á þrítugsaldri lést eftir hátt fall við Glym Kona á þrítugsaldri sem féll niður í gil við fossinn Glym í Hvalfirði í gær er látin. Talið er að hún hafi látist samstundis eftir hátt fall. 23. mars 2023 08:49 Fall mannsins við Glym mun hærra en talið var í fyrstu Ljóst er að um alvarlegt slys er að ræða í tilfelli ferðamanns sem féll við fossinn Glym fyrir hádegi í dag. Fjölmennt lið björgunarsveitar auk lögreglu er á svæðinu og er verið að bera viðkomandi frá slysstað. 22. mars 2023 14:43 Þyrlan kölluð út vegna ferðamanns sem féll við Glym Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni lögreglunnar á Vesturlandi eftir að tilkynning barst um að maður hafi fallið og slasast nærri fossinum Glym í Hvalfirði um klukkan 10:30 í morgun. 22. mars 2023 11:52 Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Sjá meira
Konan, erlendur ferðamaður, var á göngu með maka sínum við fossinn Glym þegar hún féll fram af gilbrúninni. Ásmundur Kristinn Ásmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á Vesturlandi segir ljóst að fallið hafi verið mjög hátt, á annað hundrað metra. Lögregla rannsakar slysið og vinnur nú meðal annars að því að ná í ættingja konunnar. Aðstæður hafi verið hættulegar og mikil hálka á svæðinnu. Undir þetta tekur Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Eina leiðin fyrir björgunarfólk til að komast að konunni hafi verið gangandi upp gilið. „En það var erfitt, hættulegt. Mikil hætta á hruni og tók langan tíma. Þarna var og er mjög mikill ís, bæði i gilinu og eins uppi á gilbörmum, þannig að aðstæður þarna eru bara hættulegar,“ segir Jón Þór. Jón Þór Víglundsson er upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar.Vísir/Egill „Við þurfum að girða okkur í brók“ Öryggi vegfarenda við Glym sé ábótavant. „Gönguleiðin upp að Glym er víðast hvar á gilbrúninni og þar sem endapunkturinn er, þar sem fólk vill taka af sér mynd, þar er það á gilbarminum. En þar er ekkert sem það getur gripið í, hvorki bandspottar né keðjur eða neitt, og það ætti kannski ekki að vera erfitt að koma einhverjum búnaði fyrir sem varnaði því að fólk færi beint fram af.“ Þá sýni slysið að nauðsynlegra úrbóta sé þörf í stærra samhengi. „Þessi staður er hættulegur allt árið um kring og enn hættulegri núna þegar er ís á gönguleiðinni. En það eru miklu fleiri staðir um allt land þar sem er hætta búin ferðamönnum og við þurfum bara að setja okkur það markmið að gestirnir okkar geti verið öruggir á þessum vinsælu ferðamannastöðum.“ Gerist þetta bara of hægt? „Ég held að það sé alveg ljóst að það sé staðan. Þetta slys sýnir okkur að við þurfum að girða okkur í brók og gera þetta almennilega,“ segir Jón Þór.
Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Kona á þrítugsaldri lést eftir hátt fall við Glym Kona á þrítugsaldri sem féll niður í gil við fossinn Glym í Hvalfirði í gær er látin. Talið er að hún hafi látist samstundis eftir hátt fall. 23. mars 2023 08:49 Fall mannsins við Glym mun hærra en talið var í fyrstu Ljóst er að um alvarlegt slys er að ræða í tilfelli ferðamanns sem féll við fossinn Glym fyrir hádegi í dag. Fjölmennt lið björgunarsveitar auk lögreglu er á svæðinu og er verið að bera viðkomandi frá slysstað. 22. mars 2023 14:43 Þyrlan kölluð út vegna ferðamanns sem féll við Glym Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni lögreglunnar á Vesturlandi eftir að tilkynning barst um að maður hafi fallið og slasast nærri fossinum Glym í Hvalfirði um klukkan 10:30 í morgun. 22. mars 2023 11:52 Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Sjá meira
Kona á þrítugsaldri lést eftir hátt fall við Glym Kona á þrítugsaldri sem féll niður í gil við fossinn Glym í Hvalfirði í gær er látin. Talið er að hún hafi látist samstundis eftir hátt fall. 23. mars 2023 08:49
Fall mannsins við Glym mun hærra en talið var í fyrstu Ljóst er að um alvarlegt slys er að ræða í tilfelli ferðamanns sem féll við fossinn Glym fyrir hádegi í dag. Fjölmennt lið björgunarsveitar auk lögreglu er á svæðinu og er verið að bera viðkomandi frá slysstað. 22. mars 2023 14:43
Þyrlan kölluð út vegna ferðamanns sem féll við Glym Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni lögreglunnar á Vesturlandi eftir að tilkynning barst um að maður hafi fallið og slasast nærri fossinum Glym í Hvalfirði um klukkan 10:30 í morgun. 22. mars 2023 11:52