Hættulegur staður allt árið um kring Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. mars 2023 11:45 Mikill ís er í gilinu. Frá björgunaraðgerðum við Glym í gær. Landsbjörg Kona á þrítugsaldri lést þegar hún féll á annað hundrað metra við fossinn Glym í Hvalfirði í gær. Aðstæður voru mjög hættulegar á vettvangi, að sögn upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Slysið sýni að bæta þurfi verulega öryggi á ferðamannastöðum landsins. Konan, erlendur ferðamaður, var á göngu með maka sínum við fossinn Glym þegar hún féll fram af gilbrúninni. Ásmundur Kristinn Ásmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á Vesturlandi segir ljóst að fallið hafi verið mjög hátt, á annað hundrað metra. Lögregla rannsakar slysið og vinnur nú meðal annars að því að ná í ættingja konunnar. Aðstæður hafi verið hættulegar og mikil hálka á svæðinnu. Undir þetta tekur Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Eina leiðin fyrir björgunarfólk til að komast að konunni hafi verið gangandi upp gilið. „En það var erfitt, hættulegt. Mikil hætta á hruni og tók langan tíma. Þarna var og er mjög mikill ís, bæði i gilinu og eins uppi á gilbörmum, þannig að aðstæður þarna eru bara hættulegar,“ segir Jón Þór. Jón Þór Víglundsson er upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar.Vísir/Egill „Við þurfum að girða okkur í brók“ Öryggi vegfarenda við Glym sé ábótavant. „Gönguleiðin upp að Glym er víðast hvar á gilbrúninni og þar sem endapunkturinn er, þar sem fólk vill taka af sér mynd, þar er það á gilbarminum. En þar er ekkert sem það getur gripið í, hvorki bandspottar né keðjur eða neitt, og það ætti kannski ekki að vera erfitt að koma einhverjum búnaði fyrir sem varnaði því að fólk færi beint fram af.“ Þá sýni slysið að nauðsynlegra úrbóta sé þörf í stærra samhengi. „Þessi staður er hættulegur allt árið um kring og enn hættulegri núna þegar er ís á gönguleiðinni. En það eru miklu fleiri staðir um allt land þar sem er hætta búin ferðamönnum og við þurfum bara að setja okkur það markmið að gestirnir okkar geti verið öruggir á þessum vinsælu ferðamannastöðum.“ Gerist þetta bara of hægt? „Ég held að það sé alveg ljóst að það sé staðan. Þetta slys sýnir okkur að við þurfum að girða okkur í brók og gera þetta almennilega,“ segir Jón Þór. Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Kona á þrítugsaldri lést eftir hátt fall við Glym Kona á þrítugsaldri sem féll niður í gil við fossinn Glym í Hvalfirði í gær er látin. Talið er að hún hafi látist samstundis eftir hátt fall. 23. mars 2023 08:49 Fall mannsins við Glym mun hærra en talið var í fyrstu Ljóst er að um alvarlegt slys er að ræða í tilfelli ferðamanns sem féll við fossinn Glym fyrir hádegi í dag. Fjölmennt lið björgunarsveitar auk lögreglu er á svæðinu og er verið að bera viðkomandi frá slysstað. 22. mars 2023 14:43 Þyrlan kölluð út vegna ferðamanns sem féll við Glym Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni lögreglunnar á Vesturlandi eftir að tilkynning barst um að maður hafi fallið og slasast nærri fossinum Glym í Hvalfirði um klukkan 10:30 í morgun. 22. mars 2023 11:52 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Sjá meira
Konan, erlendur ferðamaður, var á göngu með maka sínum við fossinn Glym þegar hún féll fram af gilbrúninni. Ásmundur Kristinn Ásmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á Vesturlandi segir ljóst að fallið hafi verið mjög hátt, á annað hundrað metra. Lögregla rannsakar slysið og vinnur nú meðal annars að því að ná í ættingja konunnar. Aðstæður hafi verið hættulegar og mikil hálka á svæðinnu. Undir þetta tekur Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Eina leiðin fyrir björgunarfólk til að komast að konunni hafi verið gangandi upp gilið. „En það var erfitt, hættulegt. Mikil hætta á hruni og tók langan tíma. Þarna var og er mjög mikill ís, bæði i gilinu og eins uppi á gilbörmum, þannig að aðstæður þarna eru bara hættulegar,“ segir Jón Þór. Jón Þór Víglundsson er upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar.Vísir/Egill „Við þurfum að girða okkur í brók“ Öryggi vegfarenda við Glym sé ábótavant. „Gönguleiðin upp að Glym er víðast hvar á gilbrúninni og þar sem endapunkturinn er, þar sem fólk vill taka af sér mynd, þar er það á gilbarminum. En þar er ekkert sem það getur gripið í, hvorki bandspottar né keðjur eða neitt, og það ætti kannski ekki að vera erfitt að koma einhverjum búnaði fyrir sem varnaði því að fólk færi beint fram af.“ Þá sýni slysið að nauðsynlegra úrbóta sé þörf í stærra samhengi. „Þessi staður er hættulegur allt árið um kring og enn hættulegri núna þegar er ís á gönguleiðinni. En það eru miklu fleiri staðir um allt land þar sem er hætta búin ferðamönnum og við þurfum bara að setja okkur það markmið að gestirnir okkar geti verið öruggir á þessum vinsælu ferðamannastöðum.“ Gerist þetta bara of hægt? „Ég held að það sé alveg ljóst að það sé staðan. Þetta slys sýnir okkur að við þurfum að girða okkur í brók og gera þetta almennilega,“ segir Jón Þór.
Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Kona á þrítugsaldri lést eftir hátt fall við Glym Kona á þrítugsaldri sem féll niður í gil við fossinn Glym í Hvalfirði í gær er látin. Talið er að hún hafi látist samstundis eftir hátt fall. 23. mars 2023 08:49 Fall mannsins við Glym mun hærra en talið var í fyrstu Ljóst er að um alvarlegt slys er að ræða í tilfelli ferðamanns sem féll við fossinn Glym fyrir hádegi í dag. Fjölmennt lið björgunarsveitar auk lögreglu er á svæðinu og er verið að bera viðkomandi frá slysstað. 22. mars 2023 14:43 Þyrlan kölluð út vegna ferðamanns sem féll við Glym Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni lögreglunnar á Vesturlandi eftir að tilkynning barst um að maður hafi fallið og slasast nærri fossinum Glym í Hvalfirði um klukkan 10:30 í morgun. 22. mars 2023 11:52 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Sjá meira
Kona á þrítugsaldri lést eftir hátt fall við Glym Kona á þrítugsaldri sem féll niður í gil við fossinn Glym í Hvalfirði í gær er látin. Talið er að hún hafi látist samstundis eftir hátt fall. 23. mars 2023 08:49
Fall mannsins við Glym mun hærra en talið var í fyrstu Ljóst er að um alvarlegt slys er að ræða í tilfelli ferðamanns sem féll við fossinn Glym fyrir hádegi í dag. Fjölmennt lið björgunarsveitar auk lögreglu er á svæðinu og er verið að bera viðkomandi frá slysstað. 22. mars 2023 14:43
Þyrlan kölluð út vegna ferðamanns sem féll við Glym Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni lögreglunnar á Vesturlandi eftir að tilkynning barst um að maður hafi fallið og slasast nærri fossinum Glym í Hvalfirði um klukkan 10:30 í morgun. 22. mars 2023 11:52