Ætla að granda herþotum sem sendar verða til Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 17. mars 2023 14:29 Pólskum Mig-29 flogið yfir Póllandi. Getty/ Ráðamenn í Rússlandi segjast ætla að granda herþotum sem bakhjarlar Úkraínu gefa Úkraínumönnum. Pólverjar tilkynntu í gær að þeir ætluðu að senda minnst ellefu gamlar MiG-29 orrustuþotur til Úkraínu og ríkisstjórn Slóvakíu tilkynnti svo í dag að þaðan yrðu sendar þrettán þotur af sömu gerð. Í frétt Reuters segir að Slóvakar muni fá greiðslu úr sjóðum Evrópusambandsins vegna hergagnaflutninganna og þeir munu þar að auki fá hergögn frá Bandaríkjunum. Eduard Heger, forsætisráðherra Slóvakíu sagði í tísti í dag að hernaðaraðstoð sem þessi væri gífurlega mikilvæg svo Úkraínumenn gætu varið sig og alla Evrópu gegn Rússum. Heger sagði einnig að sigur Úkraínumanna væri nauðsynlegur til að koma aftur á friði og ná fram réttlæti. Þá sagðist hann hafa talað við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í dag og að hann hefði þáð boð Selenskís um heimsókn til Úkraínu. I call @ZelenskyyUa about gov. decision to send 13 MiGs. We support brave people of #Ukraine who fight against #RussianAggression. They need tools to defend their homeland - without that there will be neither #peace nor #justice. I ve accepted his invitation to visit soon. pic.twitter.com/ftsdBeYEmY— Eduard Heger (@eduardheger) March 17, 2023 Slóvakar hættu notkun MiG-29 herþotna í fyrra og pöntuðu þeir F-16 þotur frá Bandaríkjunum í staðinn. Forsvarsmenn Slóvakíu og Póllands eru þeir fyrstu til að taka þessi skref en Úkraínumenn hafa um nokkuð skeið kallað eftir nýjum herþotum. Úkraínumenn hafa beðið um F-16 orrustuþotur. Þoturnar vilja þeir til að auka varnir sínar og líka til að auka hernaðarlega getu fyrir væntanlegar gagnárásir gegn Rússum á næstu vikum og mánuðum. Lítill vilji er til þess meðal bakhjarla Úkraínu að svo stöddu. Fyrstu F-16 orrustuþotunni var flogið árið 1976 en síðan þá hafa þær ítrekað verið endurhannaðar og framleiddar í breyttum útgáfum. F-16 voru framleiddar í Bandaríkjunum og eru notaðar víða um heim. Þá er víða verið að leysa þær af hólmi með nýjum F-35 herþotum. Munu á endanum þurfa vestræn vopn Í stuttu máli sagt, þá munu Úkraínumenn þurfa að öðlast vestrænar herþotur á endanum. Standi stríðið yfir í einhver ár munu Úkraínumenn þurfa Vestræn vopn þar sem skotfæri, varahlutir og annað sem þarf til að reka gömlu sovésku orrustuþotur er ekki framleitt í Vesturlöndum. Það er lengra tíma vandamál en Úkraínumenn gætu brúað bilið með því að notast við MiG-29 orrustuþotur, sem flugmenn Úkraínu eiga að vera þjálfaðir í að nota. Þegar innrás Rússa hófst var talið að Úkraínski flugherinn ætti um 120 herþotur og þar af mest af gerðinni MiG-29 og Su-27. MiG-29 þoturnar voru hannaðar á tímum Sovétríkjanna en þeirri fyrstu var flogið árið 1977 og sovéski flugherinn tók þær fyrst í notkun árið 1983. Þær eru hannaðar til notkunar gegn öðrum herþotum en hafa í gegnum árum tekið breytingum og er einnig hægt að nota þær í árása á skotmörk á jörðu niðri. Þegar Andrzej Duda, forseti Póllands, opinberaði í gær að þoturnar yrðu sendar til Úkraínu tók hann fram að þær væru orðnar nokkuð gamlar en ítrekaði að þær væru í góðu standi. Ætla að granda öllum þotunum Ráðamenn í Rússlandi segja að Slóvakar megi ekki senda MiG-29 þotur til Úkraínu. Það brjóti gegn samkomulagi milli Rússlands og Slóvakíu og hergögn og vopn frá tímum Sovétríkjanna. Í frétt Tass segir að Rússar eigi að hafa lokaorðið um hergagnasendingar sem þessar. Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, sagði í dag að Rússar myndu granda öllum þotum sem Úkraínumenn fá frá bakhjörlum sínum. Hann sagði sendingarnar til marks um beina aðkomu Vesturlanda að stríðinu, eins og Rússar hafa lengi haldið fram. Þá sagði Peskóv að hann hefði á tilfinningunni að Vesturlönd væru að losa sig við úr sér gengin hergögn með því að senda þau til Úkraínu. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður NATO Rússland Tengdar fréttir Málaliðar Wagner lýsa hryllilegum átökum við Bakhmut Ráðamenn á Vesturlöndum segja þúsundir rússneskra fanga, sem ráðnir hafa verið úr fangelsum landsins til að berjast fyrir málaliðahópinn Wagner Group, hafa fallið í átökum í Úkraínu. Föngunum var boðið frelsi í skiptum fyrir sex mánaða þjónustu og hefur fjölda fanga verið sleppt. 17. mars 2023 12:08 Birtu myndband af þotunni lenda á drónanum Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur birt myndband sem sýnir þegar rússneskri herþotu var flogið á bandarískan dróna yfir Svartahafi. Myndbandið sýnir rússneska flugmenn reyna að varpa eldsneyti á drónann og í annarri tilrauninni lendir ein herþotan utan í drónanum svo hreyfill hans skemmist. 16. mars 2023 10:08 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Í frétt Reuters segir að Slóvakar muni fá greiðslu úr sjóðum Evrópusambandsins vegna hergagnaflutninganna og þeir munu þar að auki fá hergögn frá Bandaríkjunum. Eduard Heger, forsætisráðherra Slóvakíu sagði í tísti í dag að hernaðaraðstoð sem þessi væri gífurlega mikilvæg svo Úkraínumenn gætu varið sig og alla Evrópu gegn Rússum. Heger sagði einnig að sigur Úkraínumanna væri nauðsynlegur til að koma aftur á friði og ná fram réttlæti. Þá sagðist hann hafa talað við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í dag og að hann hefði þáð boð Selenskís um heimsókn til Úkraínu. I call @ZelenskyyUa about gov. decision to send 13 MiGs. We support brave people of #Ukraine who fight against #RussianAggression. They need tools to defend their homeland - without that there will be neither #peace nor #justice. I ve accepted his invitation to visit soon. pic.twitter.com/ftsdBeYEmY— Eduard Heger (@eduardheger) March 17, 2023 Slóvakar hættu notkun MiG-29 herþotna í fyrra og pöntuðu þeir F-16 þotur frá Bandaríkjunum í staðinn. Forsvarsmenn Slóvakíu og Póllands eru þeir fyrstu til að taka þessi skref en Úkraínumenn hafa um nokkuð skeið kallað eftir nýjum herþotum. Úkraínumenn hafa beðið um F-16 orrustuþotur. Þoturnar vilja þeir til að auka varnir sínar og líka til að auka hernaðarlega getu fyrir væntanlegar gagnárásir gegn Rússum á næstu vikum og mánuðum. Lítill vilji er til þess meðal bakhjarla Úkraínu að svo stöddu. Fyrstu F-16 orrustuþotunni var flogið árið 1976 en síðan þá hafa þær ítrekað verið endurhannaðar og framleiddar í breyttum útgáfum. F-16 voru framleiddar í Bandaríkjunum og eru notaðar víða um heim. Þá er víða verið að leysa þær af hólmi með nýjum F-35 herþotum. Munu á endanum þurfa vestræn vopn Í stuttu máli sagt, þá munu Úkraínumenn þurfa að öðlast vestrænar herþotur á endanum. Standi stríðið yfir í einhver ár munu Úkraínumenn þurfa Vestræn vopn þar sem skotfæri, varahlutir og annað sem þarf til að reka gömlu sovésku orrustuþotur er ekki framleitt í Vesturlöndum. Það er lengra tíma vandamál en Úkraínumenn gætu brúað bilið með því að notast við MiG-29 orrustuþotur, sem flugmenn Úkraínu eiga að vera þjálfaðir í að nota. Þegar innrás Rússa hófst var talið að Úkraínski flugherinn ætti um 120 herþotur og þar af mest af gerðinni MiG-29 og Su-27. MiG-29 þoturnar voru hannaðar á tímum Sovétríkjanna en þeirri fyrstu var flogið árið 1977 og sovéski flugherinn tók þær fyrst í notkun árið 1983. Þær eru hannaðar til notkunar gegn öðrum herþotum en hafa í gegnum árum tekið breytingum og er einnig hægt að nota þær í árása á skotmörk á jörðu niðri. Þegar Andrzej Duda, forseti Póllands, opinberaði í gær að þoturnar yrðu sendar til Úkraínu tók hann fram að þær væru orðnar nokkuð gamlar en ítrekaði að þær væru í góðu standi. Ætla að granda öllum þotunum Ráðamenn í Rússlandi segja að Slóvakar megi ekki senda MiG-29 þotur til Úkraínu. Það brjóti gegn samkomulagi milli Rússlands og Slóvakíu og hergögn og vopn frá tímum Sovétríkjanna. Í frétt Tass segir að Rússar eigi að hafa lokaorðið um hergagnasendingar sem þessar. Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, sagði í dag að Rússar myndu granda öllum þotum sem Úkraínumenn fá frá bakhjörlum sínum. Hann sagði sendingarnar til marks um beina aðkomu Vesturlanda að stríðinu, eins og Rússar hafa lengi haldið fram. Þá sagði Peskóv að hann hefði á tilfinningunni að Vesturlönd væru að losa sig við úr sér gengin hergögn með því að senda þau til Úkraínu.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður NATO Rússland Tengdar fréttir Málaliðar Wagner lýsa hryllilegum átökum við Bakhmut Ráðamenn á Vesturlöndum segja þúsundir rússneskra fanga, sem ráðnir hafa verið úr fangelsum landsins til að berjast fyrir málaliðahópinn Wagner Group, hafa fallið í átökum í Úkraínu. Föngunum var boðið frelsi í skiptum fyrir sex mánaða þjónustu og hefur fjölda fanga verið sleppt. 17. mars 2023 12:08 Birtu myndband af þotunni lenda á drónanum Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur birt myndband sem sýnir þegar rússneskri herþotu var flogið á bandarískan dróna yfir Svartahafi. Myndbandið sýnir rússneska flugmenn reyna að varpa eldsneyti á drónann og í annarri tilrauninni lendir ein herþotan utan í drónanum svo hreyfill hans skemmist. 16. mars 2023 10:08 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Málaliðar Wagner lýsa hryllilegum átökum við Bakhmut Ráðamenn á Vesturlöndum segja þúsundir rússneskra fanga, sem ráðnir hafa verið úr fangelsum landsins til að berjast fyrir málaliðahópinn Wagner Group, hafa fallið í átökum í Úkraínu. Föngunum var boðið frelsi í skiptum fyrir sex mánaða þjónustu og hefur fjölda fanga verið sleppt. 17. mars 2023 12:08
Birtu myndband af þotunni lenda á drónanum Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur birt myndband sem sýnir þegar rússneskri herþotu var flogið á bandarískan dróna yfir Svartahafi. Myndbandið sýnir rússneska flugmenn reyna að varpa eldsneyti á drónann og í annarri tilrauninni lendir ein herþotan utan í drónanum svo hreyfill hans skemmist. 16. mars 2023 10:08