Að hjálpa þegar þú þarft á hjálp að halda Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar 16. mars 2023 12:01 Þegar við þurfum á því að halda að hlúa að okkur sjálfum á erfiðum tímum, byggja okkur upp andlega og líkamlega er oft mikilvægt að leita sér hjálpar. Fá stuðning og aðstoð bæði frá fólki sínu og sérfræðingum í kringum sig. Það eru algjör forréttindi að geta nálgast bæði líkamlegan og andlegan stuðning og sem betur fer miðar okkur fram á við í samfélaginu í að bjóða upp á slíkan stuðning. Það er hins vegar annað mikilvægt sjónarhorn sem er vert að skoða og beina sjónum okkar að. Sjónarhorn sem snýr að mikilvægi þess að gefa af sér og hjálpa. Þ.e. ávinningnum sem fylgir hjálpsemi, fórnfýsni og framlags. Það kann að hljóma þversagnarkennt að tala um hjálpsemi og fórnfýsni fyrir fólk sem þarfnast aðstoðar. En staðreyndin er sú að með því að tileinka okkur hjálpsemi og fórnfýsni erum við að hjálpa okkur sjálfum í leiðinni. Þar sem rannsóknir hafa sýnt fram á, að það að gefa af sér og hjálpa öðrum hefur líkamlegan, andlegan og hugrænan ávinning umfram það að þiggja stuðning og hjálp. Rannsóknir hafa kannað áhrif þess að þiggja og gefa aðstoð hjá einstaklingum með líkamlega sjúkdóma. Í rannsókn á hópi af einstaklingum með MS-sjúkdóm var hópnum skipt í tvennt, þar sem annar helmingurinn fékk símtal frá aðila sem sýndi þeim ást, umhyggju og stuðning. Hinn helmingurinn hringdi í einstakling einu sinni í viku þar sem þeir áttu að sýna ást, umhyggju og stuðning til manneskjunnar. Í lok rannsóknarinnar, tveimur árum seinna voru hóparnir skoðaðir og bornir saman á fimm þáttum: vellíðan, sjálfstrausti, líkamlegri virkni, von og þunglyndi. Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að þeir sem gáfu af sér í formi símtala voru 8 sinnum heilbrigðari en hinn hópurinn sem fékk símtölin á öllum fimm þáttunum (2). Í rannsókn á einstaklingum með lungnasjúkdóm voru þeir mældir á tveimur þátttum: 1) Hversu mikið þeir fengu ást, stuðning og umhyggju frá öðrum og 2) Hversu mikið þeir gáfu það frá sér til annarra. Það kom í ljós að seinni þátturinn spáði mun betur fyrir um líkamlegan bata og vellíðan heldur en fyrri þátturinn og því meira sem einstaklingurinn gaf af sér því betri var heilsan hans. Þetta átti jafnvel við um einstaklinga sem gátu ekki hreyft sig og voru fastir við skilunarvél (3). Rannsóknir hafa einnig kannað áhrif þess að gefa og þiggja stuðning fyrir fólk með andleg veikindi. Sem dæmi var kannað áhrif þessa að veita stuðning fyrir einstaklinga sem höfðu nýlega misst maka sinn í samanburði við það að fá stuðning. Þeir sem veittu stuðning upplifðu ekkert þunglyndi 6 mánuðum síðar á meðan þeir sem fengu stuðning upplifðu ennþá viðvarandi þunglyndi (4). Að lokum hefur fórnfýsni og framlag verið kannað í hópi af háskólanýnemum. Þar sem það kom í ljós að þeir sem höfðu það að markmiði að gefa af sér í formi einhvers framlags voru betur félagslega staddir, höfðu betri líkamlega heilsu og hugræna frammistöðu í samanburði við þá sem höfðu markmið sem fólst í því að ná árangri (5). Það má halda áfram að telja upp rannsóknir sem sýna fram á ávinninginn sem fylgir því að gefa af sér umfram það að einungis þiggja frá öðrum. Tekið saman hafa rannsóknir sýnt að ávinningurinn sem fylgir gjafmildi, fórnfýsi og framlagi er m.a. betri félagsleg, hugræn og líkamleg frammistaða, meiri persónuleg vellíðan, líkamleg virkni, sjálfstraust, von og minni depurð, lægri blóðþrýstingur, minni dánarhætta, kemur í veg fyrir depurð eftir mikinn missi, aukin skuldbunding og þátttaka starfsmanna á vinnustaðnum og aukning í jákvæðri hegðun, hjálpsemi og hegðun sem stuðlar að félagsfærni og vináttu (1). Það er því mikilvægt að huga sérstaklega að fórnfýsni og hjálpsemi fyrir þann hóp sem þarfnast aðstoðar, því með því að gefa þeim tækifæri til þess að erum við að hjálpa þeim í leiðinni. Höfundur er sálfræðingur, doktorsnemi við sálfræðideild í Háskólanum í Reykjavík og meðeigandi hugbúnaðarfyrirtækisins Proency. Heimildir: 1) Cameron, K. (2021). Positively energizing leadership: Virtuous actions and relationships that create high performance. Berrett-Koehler Publishers. 2) Schwartz, C., & Sender, R. (1991). Helping others helps oneself: Response shift effects to peer support. Social Science and Medicine, 48 , 1563–1575. 3) Brown, S. L., & Brown, R. M. (2006). Selective investment theory: Recasting the functional significance of close relationships. Psychological Inquiry, 17 , 1–29. Brown, S. L., Nesse, R., Vinokur, A. D., & Smith, D. M. (2002). Providing support may be more beneficial than receiving it: Results from a prospective study of mortality. Psychological Science, 14 , 320–327. 4) Brown, S.L., Nesse, R., Vinokur, A.D., & Smith, D.M. (2002). Providing support may be more beneficial than receiving it: Results from a prospective study of mortality. Psychological Science, 14, 320-327. 5) Crocker, J., & Canevello, A. (2016). Egosystem and ecosystem: Motivational orientation of the self in relation to others. In Brown, K. W., & Leary, M.R. (Eds.), Oxford library of psychology: The Oxford handbook of hypoegoic phenomena (pp. 271- 283). New York, NY: Oxford University Press. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Sigrún Þóra Sveinsdóttir Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Sjá meira
Þegar við þurfum á því að halda að hlúa að okkur sjálfum á erfiðum tímum, byggja okkur upp andlega og líkamlega er oft mikilvægt að leita sér hjálpar. Fá stuðning og aðstoð bæði frá fólki sínu og sérfræðingum í kringum sig. Það eru algjör forréttindi að geta nálgast bæði líkamlegan og andlegan stuðning og sem betur fer miðar okkur fram á við í samfélaginu í að bjóða upp á slíkan stuðning. Það er hins vegar annað mikilvægt sjónarhorn sem er vert að skoða og beina sjónum okkar að. Sjónarhorn sem snýr að mikilvægi þess að gefa af sér og hjálpa. Þ.e. ávinningnum sem fylgir hjálpsemi, fórnfýsni og framlags. Það kann að hljóma þversagnarkennt að tala um hjálpsemi og fórnfýsni fyrir fólk sem þarfnast aðstoðar. En staðreyndin er sú að með því að tileinka okkur hjálpsemi og fórnfýsni erum við að hjálpa okkur sjálfum í leiðinni. Þar sem rannsóknir hafa sýnt fram á, að það að gefa af sér og hjálpa öðrum hefur líkamlegan, andlegan og hugrænan ávinning umfram það að þiggja stuðning og hjálp. Rannsóknir hafa kannað áhrif þess að þiggja og gefa aðstoð hjá einstaklingum með líkamlega sjúkdóma. Í rannsókn á hópi af einstaklingum með MS-sjúkdóm var hópnum skipt í tvennt, þar sem annar helmingurinn fékk símtal frá aðila sem sýndi þeim ást, umhyggju og stuðning. Hinn helmingurinn hringdi í einstakling einu sinni í viku þar sem þeir áttu að sýna ást, umhyggju og stuðning til manneskjunnar. Í lok rannsóknarinnar, tveimur árum seinna voru hóparnir skoðaðir og bornir saman á fimm þáttum: vellíðan, sjálfstrausti, líkamlegri virkni, von og þunglyndi. Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að þeir sem gáfu af sér í formi símtala voru 8 sinnum heilbrigðari en hinn hópurinn sem fékk símtölin á öllum fimm þáttunum (2). Í rannsókn á einstaklingum með lungnasjúkdóm voru þeir mældir á tveimur þátttum: 1) Hversu mikið þeir fengu ást, stuðning og umhyggju frá öðrum og 2) Hversu mikið þeir gáfu það frá sér til annarra. Það kom í ljós að seinni þátturinn spáði mun betur fyrir um líkamlegan bata og vellíðan heldur en fyrri þátturinn og því meira sem einstaklingurinn gaf af sér því betri var heilsan hans. Þetta átti jafnvel við um einstaklinga sem gátu ekki hreyft sig og voru fastir við skilunarvél (3). Rannsóknir hafa einnig kannað áhrif þess að gefa og þiggja stuðning fyrir fólk með andleg veikindi. Sem dæmi var kannað áhrif þessa að veita stuðning fyrir einstaklinga sem höfðu nýlega misst maka sinn í samanburði við það að fá stuðning. Þeir sem veittu stuðning upplifðu ekkert þunglyndi 6 mánuðum síðar á meðan þeir sem fengu stuðning upplifðu ennþá viðvarandi þunglyndi (4). Að lokum hefur fórnfýsni og framlag verið kannað í hópi af háskólanýnemum. Þar sem það kom í ljós að þeir sem höfðu það að markmiði að gefa af sér í formi einhvers framlags voru betur félagslega staddir, höfðu betri líkamlega heilsu og hugræna frammistöðu í samanburði við þá sem höfðu markmið sem fólst í því að ná árangri (5). Það má halda áfram að telja upp rannsóknir sem sýna fram á ávinninginn sem fylgir því að gefa af sér umfram það að einungis þiggja frá öðrum. Tekið saman hafa rannsóknir sýnt að ávinningurinn sem fylgir gjafmildi, fórnfýsi og framlagi er m.a. betri félagsleg, hugræn og líkamleg frammistaða, meiri persónuleg vellíðan, líkamleg virkni, sjálfstraust, von og minni depurð, lægri blóðþrýstingur, minni dánarhætta, kemur í veg fyrir depurð eftir mikinn missi, aukin skuldbunding og þátttaka starfsmanna á vinnustaðnum og aukning í jákvæðri hegðun, hjálpsemi og hegðun sem stuðlar að félagsfærni og vináttu (1). Það er því mikilvægt að huga sérstaklega að fórnfýsni og hjálpsemi fyrir þann hóp sem þarfnast aðstoðar, því með því að gefa þeim tækifæri til þess að erum við að hjálpa þeim í leiðinni. Höfundur er sálfræðingur, doktorsnemi við sálfræðideild í Háskólanum í Reykjavík og meðeigandi hugbúnaðarfyrirtækisins Proency. Heimildir: 1) Cameron, K. (2021). Positively energizing leadership: Virtuous actions and relationships that create high performance. Berrett-Koehler Publishers. 2) Schwartz, C., & Sender, R. (1991). Helping others helps oneself: Response shift effects to peer support. Social Science and Medicine, 48 , 1563–1575. 3) Brown, S. L., & Brown, R. M. (2006). Selective investment theory: Recasting the functional significance of close relationships. Psychological Inquiry, 17 , 1–29. Brown, S. L., Nesse, R., Vinokur, A. D., & Smith, D. M. (2002). Providing support may be more beneficial than receiving it: Results from a prospective study of mortality. Psychological Science, 14 , 320–327. 4) Brown, S.L., Nesse, R., Vinokur, A.D., & Smith, D.M. (2002). Providing support may be more beneficial than receiving it: Results from a prospective study of mortality. Psychological Science, 14, 320-327. 5) Crocker, J., & Canevello, A. (2016). Egosystem and ecosystem: Motivational orientation of the self in relation to others. In Brown, K. W., & Leary, M.R. (Eds.), Oxford library of psychology: The Oxford handbook of hypoegoic phenomena (pp. 271- 283). New York, NY: Oxford University Press.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun