Aldrei meiri fjölgun íbúa Kjartan Kjartansson skrifar 9. mars 2023 10:44 Um 63 prósent íbúa Íslands eru á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Vísir/Hanna Íbúum á Íslandi fjölgaði um rúmlega 11.500 manns eða 3,1 prósent á milli ára í upphafi árs. Það er mesta fjölgun í sögu mannfjöldatalna á Íslandi sem ná aftur til fyrri hluta átjándu aldar. Mannfjöldi á Íslandi var 387.758 1. janúar, 11.510 fleiri en 1. janúar árið 2022 samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Tölur um mannfjölda ná aftur til ársins 1734 og hefur íbúum landsins aldrei fjölgað jafnmikið á einu ári og í fyrra. Karlar voru 199.826 en konur 187.800. Þau sem voru skráð kynsegin eða annað voru 132, 0,03 prósent mannfjöldans, og fjölgaði um 80,8 prósent á milli ára. Hlutfallslega mesta fjölgunin var á Suðurnesjum þar sem íbúum fjölgaði um 6,7 prósent, 1.941 mann, á milli ára. Fjölgunin á Suðurlandi var einnig yfir landsmeðaltali, 4,2 prósent. Á Vesturlandi fjölgaði íbúum um 3,1 prósent en 2,8 prósent (6.651 mann) á höfuðborgarsvæðinu. Fjölgunin var undir meðaltali á Vestfjörðum, 2,4 prósent, Norðurlandi eystra, tvö prósent, og Austurlandi, 1,8 prósent. Minnst fjölgaði íbúum á Norðurlandi vestra, aðeins um 0,4 prósent, alls 27 einstaklinga. Meira en 240.000 manns á Stór-Reykjavíkursvæðinu Íbúum fækkaði í átta sveitarfélögum af 64 í fyrra. Sveitarfélögunum sjálfum fækkaði um fimm. Í 29 sveitarfélögum voru íbúar færri en þúsund en í ellefu voru þeir fimm þúsund eða fleiri. Reykjavík var fjölmennsta sveitarfélagið með 139.875 íbúa í fyrra. Árneshreppur á Ströndum var það fámennstasta með 47 íbúa. Um 63 prósent íbúa landsins bjuggu á Stór-Reykjavíkursvæðinu, alls 242.995 manns. Svæðið er skilgreint sem samfelld byggð frá Hafnarfirði til Mosfellsbæjar. Næst stærsta þéttbýlið var í Keflavík og Njarðvík þar sem 21.950 manns bjuggu og á Akureyri og nágrenni með 19.887 manns. Í strjálbýli bjuggu 22.752 manns eða 5,9 prósent íbúa Íslands. Strjálbýli er skilgreint sem sveit eða byggðakjarni með færri en tvö hundruð íbúa. Mannfjöldi Innflytjendamál Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira
Mannfjöldi á Íslandi var 387.758 1. janúar, 11.510 fleiri en 1. janúar árið 2022 samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Tölur um mannfjölda ná aftur til ársins 1734 og hefur íbúum landsins aldrei fjölgað jafnmikið á einu ári og í fyrra. Karlar voru 199.826 en konur 187.800. Þau sem voru skráð kynsegin eða annað voru 132, 0,03 prósent mannfjöldans, og fjölgaði um 80,8 prósent á milli ára. Hlutfallslega mesta fjölgunin var á Suðurnesjum þar sem íbúum fjölgaði um 6,7 prósent, 1.941 mann, á milli ára. Fjölgunin á Suðurlandi var einnig yfir landsmeðaltali, 4,2 prósent. Á Vesturlandi fjölgaði íbúum um 3,1 prósent en 2,8 prósent (6.651 mann) á höfuðborgarsvæðinu. Fjölgunin var undir meðaltali á Vestfjörðum, 2,4 prósent, Norðurlandi eystra, tvö prósent, og Austurlandi, 1,8 prósent. Minnst fjölgaði íbúum á Norðurlandi vestra, aðeins um 0,4 prósent, alls 27 einstaklinga. Meira en 240.000 manns á Stór-Reykjavíkursvæðinu Íbúum fækkaði í átta sveitarfélögum af 64 í fyrra. Sveitarfélögunum sjálfum fækkaði um fimm. Í 29 sveitarfélögum voru íbúar færri en þúsund en í ellefu voru þeir fimm þúsund eða fleiri. Reykjavík var fjölmennsta sveitarfélagið með 139.875 íbúa í fyrra. Árneshreppur á Ströndum var það fámennstasta með 47 íbúa. Um 63 prósent íbúa landsins bjuggu á Stór-Reykjavíkursvæðinu, alls 242.995 manns. Svæðið er skilgreint sem samfelld byggð frá Hafnarfirði til Mosfellsbæjar. Næst stærsta þéttbýlið var í Keflavík og Njarðvík þar sem 21.950 manns bjuggu og á Akureyri og nágrenni með 19.887 manns. Í strjálbýli bjuggu 22.752 manns eða 5,9 prósent íbúa Íslands. Strjálbýli er skilgreint sem sveit eða byggðakjarni með færri en tvö hundruð íbúa.
Mannfjöldi Innflytjendamál Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira