Gögn Borgarskjalasafns telja tíu kílómetra Telma Tómasson skrifar 9. mars 2023 07:03 Áætlað er að ljúka flutningnum á fjórum árum. Vísir/Vilhelm „Borgarskjalasafn er stórt safn, stærsta héraðsskjalasafnið, og ríflega tíu kílómetrar af gögnum. Það þarf að skoða hvaða tímalínu Reykjavíkurborg hefur í huga en það er sett fram áætlun til fjögurra ára um aðlögun í þeirra skýrslu.“ Þetta segir Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður í samtali við Morgunblaðið en hún segir kostnað og þörf á fleira starfsfólki vegna flutnings Borgarskjalasafns til Þjóðskjalsafnsins ekki liggja fyrir. Eins og stendur er ekki pláss fyrir safnkost Borgarskjalasafnsins á Þjóðskjalasafninu en til stendur að færa Þjóðskjalasafnið í stærra húsnæði. Þær fyrirætlanir eru hins vegar óháðar flutningi Borgarskjalasafnsins. „Það hefur sem áður segir staðið yfir greiningarvinna hjá Framkvæmdasýslunni og það eru ýmsir möguleikar í kortunum. Fyrir tveimur árum var byrjað að skoða möguleika á samnýtingu á húsnæði með Borgarskjalasafni; að finna nýtt húsnæði þar sem bæði söfnin yrðu staðsett. Það er þá einn af þeim kostum sem var í skýrslu KPMG,“ segir Hrefna. Morgunblaðið hefur eftir Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra að áætlanir séu uppi um að allt sem tengist söfnun sé á sama stað. „Við erum með Hús íslenskunnar og Landsbókasafnið og höfum verið að velta því upp að skoða þann möguleika að Þjóðskjalasafnið flytjist á það svæði. En eins og ég segi að þá eru þetta hugmyndir sem á eftir að skoða betur. Áætla kostnaðinn. Jafnframt þarf að meta hvaða áhrif það hefur á skjalavörslu að leggja niður Borgarskjalasafnið og möguleg áhrif á landsvísu. Í þessum vinnuhópi verður a.m.k. einn héraðsskjalavörður vegna þess að þetta mál snýr líka að landsbyggðinni,“ segir ráðherra. Hart hefur verið tekist á um lokun Borgarskjalsafns á fundum borgarráðs og sagði oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn meðal annars að það væri galið og algert óráð að loka safninu; sú aðgerð gæti haft í för með sér óafturkræfar afleiðingar og valdið miklum skaða. Áhyggjur eru meðal annars uppi af því hvernig eftirlitshlutverki safnsins með skjalavörslu borgaryfirvalda verður sinnt. Lokun Borgarskjalasafns Stjórnsýsla Söfn Reykjavík Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Þetta segir Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður í samtali við Morgunblaðið en hún segir kostnað og þörf á fleira starfsfólki vegna flutnings Borgarskjalasafns til Þjóðskjalsafnsins ekki liggja fyrir. Eins og stendur er ekki pláss fyrir safnkost Borgarskjalasafnsins á Þjóðskjalasafninu en til stendur að færa Þjóðskjalasafnið í stærra húsnæði. Þær fyrirætlanir eru hins vegar óháðar flutningi Borgarskjalasafnsins. „Það hefur sem áður segir staðið yfir greiningarvinna hjá Framkvæmdasýslunni og það eru ýmsir möguleikar í kortunum. Fyrir tveimur árum var byrjað að skoða möguleika á samnýtingu á húsnæði með Borgarskjalasafni; að finna nýtt húsnæði þar sem bæði söfnin yrðu staðsett. Það er þá einn af þeim kostum sem var í skýrslu KPMG,“ segir Hrefna. Morgunblaðið hefur eftir Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra að áætlanir séu uppi um að allt sem tengist söfnun sé á sama stað. „Við erum með Hús íslenskunnar og Landsbókasafnið og höfum verið að velta því upp að skoða þann möguleika að Þjóðskjalasafnið flytjist á það svæði. En eins og ég segi að þá eru þetta hugmyndir sem á eftir að skoða betur. Áætla kostnaðinn. Jafnframt þarf að meta hvaða áhrif það hefur á skjalavörslu að leggja niður Borgarskjalasafnið og möguleg áhrif á landsvísu. Í þessum vinnuhópi verður a.m.k. einn héraðsskjalavörður vegna þess að þetta mál snýr líka að landsbyggðinni,“ segir ráðherra. Hart hefur verið tekist á um lokun Borgarskjalsafns á fundum borgarráðs og sagði oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn meðal annars að það væri galið og algert óráð að loka safninu; sú aðgerð gæti haft í för með sér óafturkræfar afleiðingar og valdið miklum skaða. Áhyggjur eru meðal annars uppi af því hvernig eftirlitshlutverki safnsins með skjalavörslu borgaryfirvalda verður sinnt.
Lokun Borgarskjalasafns Stjórnsýsla Söfn Reykjavík Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira