Stöðugur óstöðugleiki í leikskólamálum Birgir Smári Ársælsson skrifar 7. mars 2023 08:00 Vaxandi óstöðugleiki hefur plagað leikskólakerfið í það minnsta síðustu tuttugu árin að mati sérfræðinga eins og t.d. Haraldar F. Gíslasonar formanns félags leikskólakennara, Harðar Svavarssonar leikskólastjóra Aðalþings og Dr. Guðrúnar Öldu Harðardóttur doktors í menntavísindum. Á þriðja tug ára hefur leikskólakerfið þurft að þola margt og lengi talið vera á þolmörkum en ég tel að það sé nú þegar sprungið og það þolir enga bið að reisa það aftur í þeirri mynd sem grunnstoð samfélags okkar á skilið. Til að undirstrika alvarleikann sem leikskólar hafa búið við daglega síðustu tvo áratugi ætla ég að telja upp nokkur atriði sem mér finnst skýra ástandið. Í fyrsta lagi langar mig að nefna það sem hefur gerst jafnt og þétt yfir árin og er það að lykilstarfsmenn í leikskólum hafa elst og farið á eftirlaun. Við erum að tapa áratuga reynslu starfsfólks og þó að meðalaldurinn sé að hækka er veruleikinn sá að ungt fólk stoppar stutt við. Það tekur mikinn tíma og orku að þjálfa nýtt starfsfólk og því miður fer mikið af þessum tíma og orku fyrir bí. Á sama tíma hefur hlutfall leikskólakennara minnkað og þar með er bæði reynsla og menntun á sviðinu af skornum skammti til að þjálfa næstu kynslóð starfsfólks. Of mikill tími þessara sérfræðinga fer í það að þjálfa skammtíma nýliða. Tími sem ætti að nýtast í börnin okkar. Þess ber að geta að samkvæmt lögum ættu tveir þriðju hlutar starfsfólks leikskóla að vera leikskólakennarar með leyfisbréf en raunveruleikinn er að við erum um það bil fjórðungur starfsfólks. Yfir árin hefur þekking okkar á þroska barna tekið örum breytingum og þar með kröfur til kennara og annars starfsfólks. Leikskólinn er undirstaða framtíðarþegna samfélagsins þar sem börn öðlast félagshæfni, málörvun, fjölbreytt læsi og gildi sem, ef vel er haldið á spöðunum, létta á samfélaginu þegar líður á. Því betur sem við hlúum að leikskólum því betri er máltaka barna, læsi þeirra á texta, aðstæður og umhverfi sitt. Hamingja þeirra og sjálfsmynd ríkari og því andleg og líkamleg staða þeirra betri sem sparar samfélaginu ómetanlegan auð. Kerfið er sprungið sökum vanrækslu ríkis og sveitarfélaga. Leikskólar hafa verið fjársveltir, það hefur ekki verið borin virðing fyrir starfsfólki, vinna þeirra ekki metin að verðleikum, skólum ekki fjölgað í samræmi við fólksfjölgun í samfélaginu og óviðunandi aðgerðir við það að fjölga í stéttinni. Þess í stað hafa sveitarfélög lagt áherslu á að þjónusta efnahagslífið umfram börnin með því að troða sem flestum inn í sem minnst rými í sem lengstan tíma. Sveitarfélög fara á svig laga og reglugerða til að geta fyllt leikskóla umfram þolmörk. Barmafullt kerfið gefur okkur ekki sveigjanleikann sem þarf til að hlúa að börnunum okkar eins og þau eiga skilið. Þessi vanræksla hefur aukið, álag á starfsfólk og börn, langtíma og skammtíma veikindi, flótta starfsfólks í önnur störf og þessi aukna mannekla hefur valdið því að leikskólar séu í þeirri stöðu að þurfa að senda börn heim reglulega. Nú þegar heyrast raddir foreldra sem sjá fram á að missa vinnuna sökum þess að geta ekki tekið meira launalaust leyfi. Þetta hefur alvarlegar afleiðingar fyrir heimili, fyrir fjölskyldur, fyrir börn, fyrir efnahaginn, fyrir framtíð samfélagsins. Við getum ekki leyft okkur að hunsa ástandið lengur, við verðum að taka höndum saman, láta í okkur heyra og krefjast þess að ríki og sveitarfélög vanræki ekki lengur grunnstoð samfélagsins okkar sem leikskólinn er. Við megum ekki við því að hunsa börnin okkar lengur. Höfundur er leikskólakennari, foreldri og varamaður í skólamálanefnd Félags leikskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Vaxandi óstöðugleiki hefur plagað leikskólakerfið í það minnsta síðustu tuttugu árin að mati sérfræðinga eins og t.d. Haraldar F. Gíslasonar formanns félags leikskólakennara, Harðar Svavarssonar leikskólastjóra Aðalþings og Dr. Guðrúnar Öldu Harðardóttur doktors í menntavísindum. Á þriðja tug ára hefur leikskólakerfið þurft að þola margt og lengi talið vera á þolmörkum en ég tel að það sé nú þegar sprungið og það þolir enga bið að reisa það aftur í þeirri mynd sem grunnstoð samfélags okkar á skilið. Til að undirstrika alvarleikann sem leikskólar hafa búið við daglega síðustu tvo áratugi ætla ég að telja upp nokkur atriði sem mér finnst skýra ástandið. Í fyrsta lagi langar mig að nefna það sem hefur gerst jafnt og þétt yfir árin og er það að lykilstarfsmenn í leikskólum hafa elst og farið á eftirlaun. Við erum að tapa áratuga reynslu starfsfólks og þó að meðalaldurinn sé að hækka er veruleikinn sá að ungt fólk stoppar stutt við. Það tekur mikinn tíma og orku að þjálfa nýtt starfsfólk og því miður fer mikið af þessum tíma og orku fyrir bí. Á sama tíma hefur hlutfall leikskólakennara minnkað og þar með er bæði reynsla og menntun á sviðinu af skornum skammti til að þjálfa næstu kynslóð starfsfólks. Of mikill tími þessara sérfræðinga fer í það að þjálfa skammtíma nýliða. Tími sem ætti að nýtast í börnin okkar. Þess ber að geta að samkvæmt lögum ættu tveir þriðju hlutar starfsfólks leikskóla að vera leikskólakennarar með leyfisbréf en raunveruleikinn er að við erum um það bil fjórðungur starfsfólks. Yfir árin hefur þekking okkar á þroska barna tekið örum breytingum og þar með kröfur til kennara og annars starfsfólks. Leikskólinn er undirstaða framtíðarþegna samfélagsins þar sem börn öðlast félagshæfni, málörvun, fjölbreytt læsi og gildi sem, ef vel er haldið á spöðunum, létta á samfélaginu þegar líður á. Því betur sem við hlúum að leikskólum því betri er máltaka barna, læsi þeirra á texta, aðstæður og umhverfi sitt. Hamingja þeirra og sjálfsmynd ríkari og því andleg og líkamleg staða þeirra betri sem sparar samfélaginu ómetanlegan auð. Kerfið er sprungið sökum vanrækslu ríkis og sveitarfélaga. Leikskólar hafa verið fjársveltir, það hefur ekki verið borin virðing fyrir starfsfólki, vinna þeirra ekki metin að verðleikum, skólum ekki fjölgað í samræmi við fólksfjölgun í samfélaginu og óviðunandi aðgerðir við það að fjölga í stéttinni. Þess í stað hafa sveitarfélög lagt áherslu á að þjónusta efnahagslífið umfram börnin með því að troða sem flestum inn í sem minnst rými í sem lengstan tíma. Sveitarfélög fara á svig laga og reglugerða til að geta fyllt leikskóla umfram þolmörk. Barmafullt kerfið gefur okkur ekki sveigjanleikann sem þarf til að hlúa að börnunum okkar eins og þau eiga skilið. Þessi vanræksla hefur aukið, álag á starfsfólk og börn, langtíma og skammtíma veikindi, flótta starfsfólks í önnur störf og þessi aukna mannekla hefur valdið því að leikskólar séu í þeirri stöðu að þurfa að senda börn heim reglulega. Nú þegar heyrast raddir foreldra sem sjá fram á að missa vinnuna sökum þess að geta ekki tekið meira launalaust leyfi. Þetta hefur alvarlegar afleiðingar fyrir heimili, fyrir fjölskyldur, fyrir börn, fyrir efnahaginn, fyrir framtíð samfélagsins. Við getum ekki leyft okkur að hunsa ástandið lengur, við verðum að taka höndum saman, láta í okkur heyra og krefjast þess að ríki og sveitarfélög vanræki ekki lengur grunnstoð samfélagsins okkar sem leikskólinn er. Við megum ekki við því að hunsa börnin okkar lengur. Höfundur er leikskólakennari, foreldri og varamaður í skólamálanefnd Félags leikskólakennara.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun