Murdaugh dæmdur í lífstíðarfangelsi Samúel Karl Ólason skrifar 3. mars 2023 15:06 Alex Murdaugh er hann var leiddur inn í dómhúsið í dag. AP/Chris Carlson Bandaríski lögmaðurinn Alex Murdaugh hefur verið dæmdur í tvöfallt lífstíðarfangelsi fyrir að myrða eiginkonu sína og son. Murdaugh var dæmdur sekur í nótt en dómskvaðning fór fram nú fyrir skömmu í Suður-Karólínu. Eiginkona og sonur Alex Murdaugh, Maggie Murdaugh, 52 ára, og Paul, 22 ára, voru skotin til bana þann 7. júní 2021, nærri hundabúrum á stórri landareign fjölskyldunnar í Suður-Kaliforníu. Alex Murdaugh hafði samband við Neyðarlínuna umrætt kvöld og sagðist þá hafa komið að þeim látnum eftir um klukkustundar heimsókn til móður sinnar sem sé með elliglöp. Rannsókn leiddi síðar í ljós að Maggie hafði verið skotin fjórum eða fimm sinnum með riffli en Paul var skotinn tvisvar með haglabyssu og með misstórum höglum. Enginn var handtekinn vegna málsins í rúmt ár en Murdaugh var að lokum ákærður fyrir morðin í júlí á síðasta ári. Sjá einnig: Murdaugh fundinn sekur um að hafa myrt eiginkonu sína og son Morðvopnin fundust aldrei en tuttugu mánuðum eftir morðin kom í ljós að Murdaugh hafði logið um hvar hann hefði verið. Myndband sem fannst á síma sonar hans sýndi að hann var á staðnum þar sem morðin voru framin, fimm mínútum áður en talið er að þau hafi verið framin. Það tók lögregluna langan tíma að komast inn í síma Pauls Murdaughs en rödd Axels heyrðist á myndbandi sem var í símanum. Morðmálið hefur vaktið mikla athygli í Bandaríkjunum og víðar og hefur meðal annars verið gerð heimildarmynd sem sýnd er á Netflix. Myndin snýr einnig að atviki frá 2019 þegar Paul Murdaugh varð valdur að bátaslysi þar sem ung kona, farþegi í bátnum, dó. Sagðist tvisvar saklaus Fyrir dómsuppkvaðninguna sagði saksóknarinn að þegar hann horfði í augun á Alex Murdauch gæti hann séð hver hann væri í raun og veru. Hann væri siðblindur maður sem hefði framið hræðilega glæpi og ætti ekki skilið að snúa nokkurn tímann aftur í almennt samfélag. Murdaugh sagðist saklaus tvisvar sinnum. Hann sagðist ekki hafa getað unnið konu sinni og syni skaða. Dómarinn sagði málið hafa verið gífurlega erfitt öllum sem að því koma og nærsamfélaginu í Suður-Karólínu. Hann sagði einnig frá því að málverk af afa Murdaughs hefði hangið í dómhúsinu og að hana hefði þurft að fjarlægja á meðan á réttarhöldunum stóð. Þá talaði dómarinn um það að saksóknarar hefðu ekki farið fram á dauðadóm og sagði að menn hefðu verið dæmdir til dauða fyrir minni sakir. Murdaugh stendur frammi fyrir fleiri réttarhöldum á næstunni, sem meðal annars snúa að fjárdrætti hans og öðrum glæpum. Þau snúa einnig að tilraun hans til að láta frænda sinn bana sér svo lifandi sonur hans gæti fengið líftryggingu hans. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Sjá meira
Eiginkona og sonur Alex Murdaugh, Maggie Murdaugh, 52 ára, og Paul, 22 ára, voru skotin til bana þann 7. júní 2021, nærri hundabúrum á stórri landareign fjölskyldunnar í Suður-Kaliforníu. Alex Murdaugh hafði samband við Neyðarlínuna umrætt kvöld og sagðist þá hafa komið að þeim látnum eftir um klukkustundar heimsókn til móður sinnar sem sé með elliglöp. Rannsókn leiddi síðar í ljós að Maggie hafði verið skotin fjórum eða fimm sinnum með riffli en Paul var skotinn tvisvar með haglabyssu og með misstórum höglum. Enginn var handtekinn vegna málsins í rúmt ár en Murdaugh var að lokum ákærður fyrir morðin í júlí á síðasta ári. Sjá einnig: Murdaugh fundinn sekur um að hafa myrt eiginkonu sína og son Morðvopnin fundust aldrei en tuttugu mánuðum eftir morðin kom í ljós að Murdaugh hafði logið um hvar hann hefði verið. Myndband sem fannst á síma sonar hans sýndi að hann var á staðnum þar sem morðin voru framin, fimm mínútum áður en talið er að þau hafi verið framin. Það tók lögregluna langan tíma að komast inn í síma Pauls Murdaughs en rödd Axels heyrðist á myndbandi sem var í símanum. Morðmálið hefur vaktið mikla athygli í Bandaríkjunum og víðar og hefur meðal annars verið gerð heimildarmynd sem sýnd er á Netflix. Myndin snýr einnig að atviki frá 2019 þegar Paul Murdaugh varð valdur að bátaslysi þar sem ung kona, farþegi í bátnum, dó. Sagðist tvisvar saklaus Fyrir dómsuppkvaðninguna sagði saksóknarinn að þegar hann horfði í augun á Alex Murdauch gæti hann séð hver hann væri í raun og veru. Hann væri siðblindur maður sem hefði framið hræðilega glæpi og ætti ekki skilið að snúa nokkurn tímann aftur í almennt samfélag. Murdaugh sagðist saklaus tvisvar sinnum. Hann sagðist ekki hafa getað unnið konu sinni og syni skaða. Dómarinn sagði málið hafa verið gífurlega erfitt öllum sem að því koma og nærsamfélaginu í Suður-Karólínu. Hann sagði einnig frá því að málverk af afa Murdaughs hefði hangið í dómhúsinu og að hana hefði þurft að fjarlægja á meðan á réttarhöldunum stóð. Þá talaði dómarinn um það að saksóknarar hefðu ekki farið fram á dauðadóm og sagði að menn hefðu verið dæmdir til dauða fyrir minni sakir. Murdaugh stendur frammi fyrir fleiri réttarhöldum á næstunni, sem meðal annars snúa að fjárdrætti hans og öðrum glæpum. Þau snúa einnig að tilraun hans til að láta frænda sinn bana sér svo lifandi sonur hans gæti fengið líftryggingu hans.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna