Margir hafa áhuga á að flytja í Hrísey Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. febrúar 2023 13:02 Um 120 manns búa að staðaðaldri í Hrísey en yfir sumartímann fjölgar fólki alltaf í eyjunni, sem eiga sumarhús þar. Aðsend Mikil eftirspurn er eftir húsnæði í Hrísey og því er verið að skoða þann möguleika að byggja á nokkrum fjölbýlishúsalóðum í eyjunni til að bregðast við eftirspurninni. Um 120 íbúar búa í eyjunni að staðaldri. Byggðaþróunarverkefnið „Áfram Hrísey” er öflugt verkefni þar sem er meðal annars verið að vinna stefnumótun fyrir Hrísey sem ákjósanlegan búsetukost á sama tíma og það er verið að vinna greiningu á stöðu á húsnæðis- og atvinnumálum. Í framhaldi verður unnið við markaðssetningu á Hrísey sem vænlegum búsetukosti með áherslu á þá góðu grunnþjónustu sem er til staðar í Hrísey. Ásrún Ýr Gestsdóttir stýrir verkefninu. „Við höfum fundið fyrir miklum áhuga, fólk vill koma og prófa að búa út í eyju þannig að núna erum við helst að vinna í því að fá leiguhúsnæði, svona langtímaleiguhúsnæði, sem virðist vera að ganga upp. Við erum búin að fá vilyrði frá Akureyrarbæ að breyta hér lóðum úr einbýlishúsalóðum í fjölbýlishúsalóðir en það eru áhugasamir einstaklingar, sem hafa áhuga á að byggja, þannig að við erum mjög bjartsýn á framtíðina hérna,” segir Ásrún Ýr. Ásrún Ýr Gestsdóttir, sem stýrir verkefninu „Áfram Hrísey”.Aðsend Þannig að fólk vill flytja í Hrísey? „Já, skiljanlega, það er frábært að búa hérna. Það er stutt inn á Akureyri og inn á Dalvík ef þú þarft þjónustu. Við höfum verslun, sem er opin allt árið um kring og fyrir utan búðina þá höfum við sjálfsafgreiðslukassann, sem er alltaf opinn. Við erum með pósthúsþjónustu í búðinni, við erum með veitingastaði, við erum með frábæra sundlaug og íþróttahús og góðan skóla og leikskóla og enginn biðlisti er á leikskólann hér,” bætir Ásrún Ýr við. En hvað er hægt að bæta mörgum íbúum við eyjuna í viðbót ef það á að fara að byggja og byggja ? „Ef við erum komin með húsnæði þá er ekkert, sem ætti að stoppa okkur. Við getum alveg tekið á móti 20 til 30 manns á meðan við erum með húsnæði fyrir þau.” Frá höfninni í Hrísey.Aðsend Verkefnið Áfram Hrísey Hrísey Akureyri Byggðamál Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Byggðaþróunarverkefnið „Áfram Hrísey” er öflugt verkefni þar sem er meðal annars verið að vinna stefnumótun fyrir Hrísey sem ákjósanlegan búsetukost á sama tíma og það er verið að vinna greiningu á stöðu á húsnæðis- og atvinnumálum. Í framhaldi verður unnið við markaðssetningu á Hrísey sem vænlegum búsetukosti með áherslu á þá góðu grunnþjónustu sem er til staðar í Hrísey. Ásrún Ýr Gestsdóttir stýrir verkefninu. „Við höfum fundið fyrir miklum áhuga, fólk vill koma og prófa að búa út í eyju þannig að núna erum við helst að vinna í því að fá leiguhúsnæði, svona langtímaleiguhúsnæði, sem virðist vera að ganga upp. Við erum búin að fá vilyrði frá Akureyrarbæ að breyta hér lóðum úr einbýlishúsalóðum í fjölbýlishúsalóðir en það eru áhugasamir einstaklingar, sem hafa áhuga á að byggja, þannig að við erum mjög bjartsýn á framtíðina hérna,” segir Ásrún Ýr. Ásrún Ýr Gestsdóttir, sem stýrir verkefninu „Áfram Hrísey”.Aðsend Þannig að fólk vill flytja í Hrísey? „Já, skiljanlega, það er frábært að búa hérna. Það er stutt inn á Akureyri og inn á Dalvík ef þú þarft þjónustu. Við höfum verslun, sem er opin allt árið um kring og fyrir utan búðina þá höfum við sjálfsafgreiðslukassann, sem er alltaf opinn. Við erum með pósthúsþjónustu í búðinni, við erum með veitingastaði, við erum með frábæra sundlaug og íþróttahús og góðan skóla og leikskóla og enginn biðlisti er á leikskólann hér,” bætir Ásrún Ýr við. En hvað er hægt að bæta mörgum íbúum við eyjuna í viðbót ef það á að fara að byggja og byggja ? „Ef við erum komin með húsnæði þá er ekkert, sem ætti að stoppa okkur. Við getum alveg tekið á móti 20 til 30 manns á meðan við erum með húsnæði fyrir þau.” Frá höfninni í Hrísey.Aðsend Verkefnið Áfram Hrísey
Hrísey Akureyri Byggðamál Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira