Stórsér á Vesturbænum eftir skemmdarvarginn Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. febrúar 2023 22:06 Íbúum á Hjarðarhaga í Vesturbæ Reykjavíkur brá í brún í morgun. Vísir/KTD Veggjakrotari, vopnaður spreybrúsum í öllum litum, framdi skemmdarverk á fjölda mannvirkja í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Maðurinn krotaði meðal annars á vegg Melabúðarinnar og furðar eigandi sig á atferli skemmdarvargsins. Lögreglan er með málið til rannsóknar. DV greindi frá því í gær að skemmdarverk hafi verið unnið á vegg Melabúðarinnar við Hofsvallagötu skömmu fyrir klukkan níu í gærkvöldi. Miðillinn greinir frá því að um sé að ræða þrítugan mann sem tengist undirheimunum. Nokkur blæbrigðamunur er á skemmdarverkunum en þau eiga eitt sammerkt, stafina HNP, sem DV segir að merkja eigi „High and Paranoid“ eða „í vímu og ofsóknaræði.“ Fregnir hafa borist af sambærilegum verkum í miðborginni í dag. Eins og sjá má á myndinni krotaði maðurinn nánast á bílskúrinn allan.Vísir/KTD Pétur Alan Guðmundsson, kaupmaður í Melabúðinni, segir veggjakrotarann hafa komið víða við í Vesturbænum. Um hafi verið að ræða fullorðinn mann sem komið hafi á bíl. „Ég fór úr vinnunni klukkan tuttugu mínútur í níu eða eitthvað slíkt og hann var þá nýbúinn að gera þetta þá - bara mínútu áður - því ég fór í myndavélakerfið. Svo kemur hann aftur klukkutíma seinna og gerir þetta bláa og gyllta. Það var fólk labbandi þarna og bílar keyrandi og allt,“ segir Pétur Alan. „Það er allt annað ef hann biður um leyfi og fær að gera eitthvað flott. En þetta var of mikið, alls ekki skemmtilegt,“ segir Pétur sem skjótt brást við og málaði yfir krotið. Pétur Alan og félagar voru fljótir til og máluðu vegginn að nýju.Vísir/KTD Hann segir að lögreglan hafi fengið myndbandsupptökur og þar sé málið komið í ferli. Pétur segist ekki ætla að kæra málið en kveðst hafa heyrt af því að húseigandi í Vesturbæ, sem lenti í veggjakrotaranum, hafi kært. „Við erum búin að afgreiða þetta hérna og vonum að það verði ekki meir. Vonandi tekur fólk sig á og gerir þetta bara þar sem þetta má gera. En það er eins og það er, við vonum það besta,“ segir Pétur Allan. Maðurinn virðist hafa verið með spreybrúsa í mörgum litum.Vísir/KTD Veggjakrotarinn hafði nánast tekið Hjarðarhagann eins og hann lagði sig.Vísir/KTD Fleiri en Pétur Allan brugðust fljótt við og máluðu yfir veggjakrotið.Vísir/KTD Maðurinn krotaði einnig á hús í miðborginni.Aðsend Veggjakrotið virðist ávallt innihalda auðkennismerkið, stafina HNP.Aðsend Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira
DV greindi frá því í gær að skemmdarverk hafi verið unnið á vegg Melabúðarinnar við Hofsvallagötu skömmu fyrir klukkan níu í gærkvöldi. Miðillinn greinir frá því að um sé að ræða þrítugan mann sem tengist undirheimunum. Nokkur blæbrigðamunur er á skemmdarverkunum en þau eiga eitt sammerkt, stafina HNP, sem DV segir að merkja eigi „High and Paranoid“ eða „í vímu og ofsóknaræði.“ Fregnir hafa borist af sambærilegum verkum í miðborginni í dag. Eins og sjá má á myndinni krotaði maðurinn nánast á bílskúrinn allan.Vísir/KTD Pétur Alan Guðmundsson, kaupmaður í Melabúðinni, segir veggjakrotarann hafa komið víða við í Vesturbænum. Um hafi verið að ræða fullorðinn mann sem komið hafi á bíl. „Ég fór úr vinnunni klukkan tuttugu mínútur í níu eða eitthvað slíkt og hann var þá nýbúinn að gera þetta þá - bara mínútu áður - því ég fór í myndavélakerfið. Svo kemur hann aftur klukkutíma seinna og gerir þetta bláa og gyllta. Það var fólk labbandi þarna og bílar keyrandi og allt,“ segir Pétur Alan. „Það er allt annað ef hann biður um leyfi og fær að gera eitthvað flott. En þetta var of mikið, alls ekki skemmtilegt,“ segir Pétur sem skjótt brást við og málaði yfir krotið. Pétur Alan og félagar voru fljótir til og máluðu vegginn að nýju.Vísir/KTD Hann segir að lögreglan hafi fengið myndbandsupptökur og þar sé málið komið í ferli. Pétur segist ekki ætla að kæra málið en kveðst hafa heyrt af því að húseigandi í Vesturbæ, sem lenti í veggjakrotaranum, hafi kært. „Við erum búin að afgreiða þetta hérna og vonum að það verði ekki meir. Vonandi tekur fólk sig á og gerir þetta bara þar sem þetta má gera. En það er eins og það er, við vonum það besta,“ segir Pétur Allan. Maðurinn virðist hafa verið með spreybrúsa í mörgum litum.Vísir/KTD Veggjakrotarinn hafði nánast tekið Hjarðarhagann eins og hann lagði sig.Vísir/KTD Fleiri en Pétur Allan brugðust fljótt við og máluðu yfir veggjakrotið.Vísir/KTD Maðurinn krotaði einnig á hús í miðborginni.Aðsend Veggjakrotið virðist ávallt innihalda auðkennismerkið, stafina HNP.Aðsend
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira