Næturstrætó fer aftur á kreik, en bara í Reykjavík Árni Sæberg skrifar 20. febrúar 2023 18:57 Strætó verður meðal annars ekið í Breiðholtið að nóttu til um helgar. Vísir/Vilhelm Reykjavíkurborg hefur gert þjónustusamning við Strætó bs. um akstur næturstrætós innan borgarinnar. Einungis verður hægt að fara um borð í vagna sem eru á leið frá miðbænum. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að með samningnum sé borgin að svara ákalli um bættar samgöngur í miðbænum um helgar. Ekki hafi náðst samstaða í stjórn Strætó um að hefja aftur akstur næturstrætó á höfuðborgarsvæðinu. Því hafi Reykjavíkurborg lagt fram tillögu fyrir stjórn Strætó um þjónustu fyrir íbúa borgarinnar og um að bjóða upp á næturstrætó sem eingöngu gengur í Reykjavík. Stjórn Strætó hafi samþykkt þessa tillögu en allur kostnaður muni falla á Reykjavíkurborg. Fjórar leiðir eknar eftir óhefðbundinni áætlun Strætó verður ekið fjórar leiðir í úthverfi borgarinnar, Breiðholt, Úlfarsárdal, Norðlingaholt og Grafarvog, aðfaranætur laugardags og sunnudags. Ekki verður ekið samkvæmt hefðbundinni áætlun. Eingöngu verður gefinn upp brottfaratími úr miðbænum og vagnarnir aka inn í hverfin án þess að tímajafna. Aðeins verður hægt að taka næturstrætó á leið úr miðbænum en ekki til baka í átt að miðbænum. Tvöfalt fargjald og engir posar Stakt fargjald í næturstrætó verður 1.100 krónur, en það jafngildir tvöföldu fargjaldi. Hægt verður að kaupa sérstaka næturmiða í Klapp greiðslukerfinu en eftir sem áður munu handhafar mánaðar- og árskorta geta notað kortin sín um borð í næturstrætó. Farþegar munu þurfa að reiða sig á Klappið þar sem ekki verður hægt að greiða fargjald með greiðslukorti. Þó verður hægt að greiða með reiðufé. Strætó Reykjavík Næturlíf Tengdar fréttir Ætla ekki að endurvekja næturstrætó Þrátt fyrir að skemmtanalífið sé komið í fyrra horf og gott betur, er ekki viðbúið að næturstrætó hefji aftur göngu sína í Reykjavík. Framkvæmdastjóri Strætó bs. segir að endurupptaka þjónustunnar sé ekki í áætlunum. 4. júlí 2021 15:09 Vill kanna hvort borgin geti haldið úti næturstrætó innan borgarmarkanna Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata og varaformaður stjórnar Strætó, segir það hundleiðinlegt að Strætó hafi ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Hún vilji þó kanna hvort borgin gæti mögulega sjálf haldi úti slíkum akstri á slíkum leiðum innan borgarmarkanna. 18. október 2022 14:28 Næturstrætó snýr aftur um helgina Næturstrætó úr miðbæ Reykjavíkur snýr aftur aðfaranótt laugardags 9. júlí eftir um tveggja ára hlé. 5. júlí 2022 16:18 Hætta með næturstrætó Strætó hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Ljóst er að farþegafjöldi í næturstrætó var ekki jafn mikill og búist var við. 18. október 2022 09:33 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Sjá meira
Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að með samningnum sé borgin að svara ákalli um bættar samgöngur í miðbænum um helgar. Ekki hafi náðst samstaða í stjórn Strætó um að hefja aftur akstur næturstrætó á höfuðborgarsvæðinu. Því hafi Reykjavíkurborg lagt fram tillögu fyrir stjórn Strætó um þjónustu fyrir íbúa borgarinnar og um að bjóða upp á næturstrætó sem eingöngu gengur í Reykjavík. Stjórn Strætó hafi samþykkt þessa tillögu en allur kostnaður muni falla á Reykjavíkurborg. Fjórar leiðir eknar eftir óhefðbundinni áætlun Strætó verður ekið fjórar leiðir í úthverfi borgarinnar, Breiðholt, Úlfarsárdal, Norðlingaholt og Grafarvog, aðfaranætur laugardags og sunnudags. Ekki verður ekið samkvæmt hefðbundinni áætlun. Eingöngu verður gefinn upp brottfaratími úr miðbænum og vagnarnir aka inn í hverfin án þess að tímajafna. Aðeins verður hægt að taka næturstrætó á leið úr miðbænum en ekki til baka í átt að miðbænum. Tvöfalt fargjald og engir posar Stakt fargjald í næturstrætó verður 1.100 krónur, en það jafngildir tvöföldu fargjaldi. Hægt verður að kaupa sérstaka næturmiða í Klapp greiðslukerfinu en eftir sem áður munu handhafar mánaðar- og árskorta geta notað kortin sín um borð í næturstrætó. Farþegar munu þurfa að reiða sig á Klappið þar sem ekki verður hægt að greiða fargjald með greiðslukorti. Þó verður hægt að greiða með reiðufé.
Strætó Reykjavík Næturlíf Tengdar fréttir Ætla ekki að endurvekja næturstrætó Þrátt fyrir að skemmtanalífið sé komið í fyrra horf og gott betur, er ekki viðbúið að næturstrætó hefji aftur göngu sína í Reykjavík. Framkvæmdastjóri Strætó bs. segir að endurupptaka þjónustunnar sé ekki í áætlunum. 4. júlí 2021 15:09 Vill kanna hvort borgin geti haldið úti næturstrætó innan borgarmarkanna Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata og varaformaður stjórnar Strætó, segir það hundleiðinlegt að Strætó hafi ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Hún vilji þó kanna hvort borgin gæti mögulega sjálf haldi úti slíkum akstri á slíkum leiðum innan borgarmarkanna. 18. október 2022 14:28 Næturstrætó snýr aftur um helgina Næturstrætó úr miðbæ Reykjavíkur snýr aftur aðfaranótt laugardags 9. júlí eftir um tveggja ára hlé. 5. júlí 2022 16:18 Hætta með næturstrætó Strætó hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Ljóst er að farþegafjöldi í næturstrætó var ekki jafn mikill og búist var við. 18. október 2022 09:33 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Sjá meira
Ætla ekki að endurvekja næturstrætó Þrátt fyrir að skemmtanalífið sé komið í fyrra horf og gott betur, er ekki viðbúið að næturstrætó hefji aftur göngu sína í Reykjavík. Framkvæmdastjóri Strætó bs. segir að endurupptaka þjónustunnar sé ekki í áætlunum. 4. júlí 2021 15:09
Vill kanna hvort borgin geti haldið úti næturstrætó innan borgarmarkanna Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata og varaformaður stjórnar Strætó, segir það hundleiðinlegt að Strætó hafi ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Hún vilji þó kanna hvort borgin gæti mögulega sjálf haldi úti slíkum akstri á slíkum leiðum innan borgarmarkanna. 18. október 2022 14:28
Næturstrætó snýr aftur um helgina Næturstrætó úr miðbæ Reykjavíkur snýr aftur aðfaranótt laugardags 9. júlí eftir um tveggja ára hlé. 5. júlí 2022 16:18
Hætta með næturstrætó Strætó hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Ljóst er að farþegafjöldi í næturstrætó var ekki jafn mikill og búist var við. 18. október 2022 09:33