Banaslys í Kjós vegna hálkuástands sem erfitt var að sjá fyrir Bjarki Sigurðsson skrifar 20. febrúar 2023 06:53 Mynd af slysavettvangi. Hjólför eru eftir bifreiðina í vegfláanum sem sjá má á myndinni og hvar bifreiðin stöðvaðist utan vegar. RNSA Banaslys sem varð rétt sunnan við brú yfir Laxá í Kjós í nóvember árið 2021 má rekja til hálkuástands sem var erfitt að sjá fyrir. Þá greindust fíkniefni í blóði ökumanns og voru hvorki hann né farþegi bílsins spenntir í öryggisbelti. Dekkjabúnaður bifreiðarinnar, sem var óskoðuð, reyndist ekki í lagi. Þetta eru niðurstöður skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Hinn látni var rétt rúmlega þrítugur karlmaður sem var farþegi bílsins. Bifreiðinni hafði verið ekið suður Hvalfjarðarveg og yfir brú í Laxá í Kjós þegar slysið átti sér stað. Ökumaðurinn missti þá stjórn á bifreiðinni, rann yfir á rangan vegarhelming og fór út af veginum. Þar lenti bíllinn á stórum steini og valt. Eldur kviknaði í bifreiðinni og gjöreyðilagðist hún. Mynd tekin í akstursátt bifreiðarinnar þar sem hún fór út af veginum. Bifreiðin valt þegar hún rakst á stein.RNSA Hvorki ökumaður né farþegi bílsins voru í bílbelti og köstuðust þeir báðir út úr bifreiðinni. Farþeginn lést en ökumaðurinn lifði af með alvarlega áverka. Nefndin mat það sem svo að hann hefði sennilega lifað slysið af hefði hann verið í öryggisbelti. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar segir að á slysstað hafi verið rigning en bjart og skyggni. Þá var hálka á veginum. Vegurinn hafði verið hálkulaus þar sem ökumaðurinn ók eftir Hvalfjarðarveg en þegar hann jók hraðann eftir akstur yfir brú yfir Laxá í Kjós missti hann stjórn á bifreiðinni. Þekkt er að kuldablettur myndist þar sem slysið varð. Vegurinn var hálkuvarinn á varasömum stöðum, til dæmis krappar beygjur og brekkur. Hálkuástandið sem myndaðist þarna var þó bæði staðbundið og erfitt að sjá fyrir að mati nefndarinnar. Bifreiðin var nýskráð árið 2001 og síðast færð til eftirlitsskoðunnar í ágúst árið 2019. Hún var því ekki með gilda skoðun þegar slysið átti sér stað. Bifreiðin var útbúin slitnum ónegldum heilsárshjólbörðum. Afturdekkin voru með 2,5 til 3,5 millimetra mynstursdýpt en á þessu tímabili er lágmarksmyndursdýpt 3 millimetrar. Framdekkin reyndist með 4 millimetra mynstursdýpt. Samgönguslys Kjósarhreppur Tengdar fréttir Karlmaður á fertugsaldri lést í umferðarslysi í Kjós í gær Karlmaður á fertugsaldri lést í umferðarslysi á Hvalfjarðarvegi síðdegis í gær. 4. nóvember 2021 12:21 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Þetta eru niðurstöður skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Hinn látni var rétt rúmlega þrítugur karlmaður sem var farþegi bílsins. Bifreiðinni hafði verið ekið suður Hvalfjarðarveg og yfir brú í Laxá í Kjós þegar slysið átti sér stað. Ökumaðurinn missti þá stjórn á bifreiðinni, rann yfir á rangan vegarhelming og fór út af veginum. Þar lenti bíllinn á stórum steini og valt. Eldur kviknaði í bifreiðinni og gjöreyðilagðist hún. Mynd tekin í akstursátt bifreiðarinnar þar sem hún fór út af veginum. Bifreiðin valt þegar hún rakst á stein.RNSA Hvorki ökumaður né farþegi bílsins voru í bílbelti og köstuðust þeir báðir út úr bifreiðinni. Farþeginn lést en ökumaðurinn lifði af með alvarlega áverka. Nefndin mat það sem svo að hann hefði sennilega lifað slysið af hefði hann verið í öryggisbelti. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar segir að á slysstað hafi verið rigning en bjart og skyggni. Þá var hálka á veginum. Vegurinn hafði verið hálkulaus þar sem ökumaðurinn ók eftir Hvalfjarðarveg en þegar hann jók hraðann eftir akstur yfir brú yfir Laxá í Kjós missti hann stjórn á bifreiðinni. Þekkt er að kuldablettur myndist þar sem slysið varð. Vegurinn var hálkuvarinn á varasömum stöðum, til dæmis krappar beygjur og brekkur. Hálkuástandið sem myndaðist þarna var þó bæði staðbundið og erfitt að sjá fyrir að mati nefndarinnar. Bifreiðin var nýskráð árið 2001 og síðast færð til eftirlitsskoðunnar í ágúst árið 2019. Hún var því ekki með gilda skoðun þegar slysið átti sér stað. Bifreiðin var útbúin slitnum ónegldum heilsárshjólbörðum. Afturdekkin voru með 2,5 til 3,5 millimetra mynstursdýpt en á þessu tímabili er lágmarksmyndursdýpt 3 millimetrar. Framdekkin reyndist með 4 millimetra mynstursdýpt.
Samgönguslys Kjósarhreppur Tengdar fréttir Karlmaður á fertugsaldri lést í umferðarslysi í Kjós í gær Karlmaður á fertugsaldri lést í umferðarslysi á Hvalfjarðarvegi síðdegis í gær. 4. nóvember 2021 12:21 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Karlmaður á fertugsaldri lést í umferðarslysi í Kjós í gær Karlmaður á fertugsaldri lést í umferðarslysi á Hvalfjarðarvegi síðdegis í gær. 4. nóvember 2021 12:21