Vinir og fangar gefa skýrslu fyrir dómi í stóra kókaínmálinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. febrúar 2023 13:37 Frá upphafi aðalmeðferðar í málinu þann 19. janúar síðastliðinn. Vísir/Vilhelm Aðalmeðferð í stóra kókaínmálinu er framhaldið í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Fyrir dóminn koma vinir ákærðu í málinu, sumir sem von er á í dómsal en önnur sem afplána dóma í fangelsinu á Litla-Hrauni. Málið fjallar í grófum dráttum um fjóra íslenska karlmenn og tilraun þeirra til að smygla gríðarlegu magni af kókaíni til landsins. Efnin komu frá Brasilíu, voru gerð upptæk í Rotterdam og skipt út fyrir gerviefni. Karlmennirnir voru handteknir hér á landi og er þáttur þeirra í málinu ólíkur. Mörgum spurningum er ósvarað. Héraðsdómur hefur minnt fjölmiðla á að bannað sé að fjalla um það sem fram kemur við aðalmeðferð málsins þar til skýrslutökum yfir öllum aðilum er lokið. Aðalmeðferðin hófst þann 19. janúar og enn sér ekki fyrir endann á því að aðalmeðferðinni ljúki. Jóhannes Páll Durr og Birgir Pálsson er á meðal fjögurra ákærðu. Þeir eru mættir í dómsal til að fylgjast með gangi mála við aðalmeðferðina. Meðal vitna í dag eru vinir þeirra Birgis og Jóhanness og sömuleiðis fangi á Litla-Hrauni sem gefa mun skýrslu í gegnum fjarfundarbúnað. Skýrslutökur hófust í dag klukkan 13 og eru fulltrúar nokkurra fjölmiðla á svæðinu. Dómari í málinu sagðist við upphaf þinghalds gera ráð fyrir því að skýrslutökur í dag stæðu yfir til um klukkan fjögur. Enn hefur ekki tekist að taka skýrslur af hollenskum tollvörðum í málinu. Því er alls óvíst hvenær almenningur mun fá fréttir af því sem fram kemur í dómsal. Málið er fyrir margra hluta athyglisvert og snýst um innflutning á um hundrað kílóum af kókaíni. Fjölmiðlar hafa þó greint frá afstöðu Páls Jónssonar, timbursala á sjötusaldri, og Daða Björnssonar, þrítugs Reykvíkings, í málinu. Vinur Daða er einnig meðal þeirra sem koma fyrir dóminn í dag. Afstaða Páls og Daða kom að stórum hluta fram í greinargerð sem verjendur þeirra skiluðu til dómstólsins. Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Málið fjallar í grófum dráttum um fjóra íslenska karlmenn og tilraun þeirra til að smygla gríðarlegu magni af kókaíni til landsins. Efnin komu frá Brasilíu, voru gerð upptæk í Rotterdam og skipt út fyrir gerviefni. Karlmennirnir voru handteknir hér á landi og er þáttur þeirra í málinu ólíkur. Mörgum spurningum er ósvarað. Héraðsdómur hefur minnt fjölmiðla á að bannað sé að fjalla um það sem fram kemur við aðalmeðferð málsins þar til skýrslutökum yfir öllum aðilum er lokið. Aðalmeðferðin hófst þann 19. janúar og enn sér ekki fyrir endann á því að aðalmeðferðinni ljúki. Jóhannes Páll Durr og Birgir Pálsson er á meðal fjögurra ákærðu. Þeir eru mættir í dómsal til að fylgjast með gangi mála við aðalmeðferðina. Meðal vitna í dag eru vinir þeirra Birgis og Jóhanness og sömuleiðis fangi á Litla-Hrauni sem gefa mun skýrslu í gegnum fjarfundarbúnað. Skýrslutökur hófust í dag klukkan 13 og eru fulltrúar nokkurra fjölmiðla á svæðinu. Dómari í málinu sagðist við upphaf þinghalds gera ráð fyrir því að skýrslutökur í dag stæðu yfir til um klukkan fjögur. Enn hefur ekki tekist að taka skýrslur af hollenskum tollvörðum í málinu. Því er alls óvíst hvenær almenningur mun fá fréttir af því sem fram kemur í dómsal. Málið er fyrir margra hluta athyglisvert og snýst um innflutning á um hundrað kílóum af kókaíni. Fjölmiðlar hafa þó greint frá afstöðu Páls Jónssonar, timbursala á sjötusaldri, og Daða Björnssonar, þrítugs Reykvíkings, í málinu. Vinur Daða er einnig meðal þeirra sem koma fyrir dóminn í dag. Afstaða Páls og Daða kom að stórum hluta fram í greinargerð sem verjendur þeirra skiluðu til dómstólsins.
Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira