„Jurtaolíur bara mjög hollar innan eðlilegra marka“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. febrúar 2023 21:01 Prófessor í næringarfræði segir fræolíur mjög hollar í hófi og furðar sig á umræðu um meinta skaðsemi þeirra síðustu misseri. Olíurnar finnist gjarnan í óhollum mat - og í honum liggi vandinn, ekki olíunum sjálfum. Hálfgerð herferð gegn fræ- og jurtaolíum á borð við repjuolíu og sólblómaolíu hefur verið rekin á samfélagsmiðlum síðustu misseri, bæði hérlendis og erlendis. Þessar olíur sagðar skelfilega óhollar og jafnvel valdur að hinum ýmsu sjúkdómum. Ritdeilur um meinta skaðsemi jurtaolía vöktu mikla athygli á Vísi nú í vikunni. En hvað segja sérfræðingarnir? Alls ekki eitur Eru þessar olíur eitur? „Nei. Eitur er eitthvað sem gerir þér illt mjög hratt og olíur og hvaða tegund af fitu og matvælum sem við leyfum hérna í búðunum flokkast ekki undir það. Svo er þetta spurning um hvað er hollt og í sjálfu sér eru jurtaolíur bara mjög hollar innan eðlilegra marka,“ segir Þórhallur Ingi Halldórsson, prófessor við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Þórhallur Ingi Halldórsson, prófessor við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands.Vísir/Egill Og hann mælir ekki endilega með því að fólk skipti jurtaolíum út fyrir fitu sem er „minna unnin“, eins og til dæmis smjör. „Það er ekkert sérstaklega góð hugmynd að við förum að borða jafnmikið af mettaðri fitu eins og við gerðum fyrir tuttugu, þrjátíu, fjörutíu árum. Og þó svo að við sjáum ekki eins skýrt í dag samhengi milli mettaðrar fitu og hjarta- og æðasjúkdóma þá er það einfaldlega út af því að við borðum mikið, mikið minna af henni en áður,“ segir Þórhallur. Bakkelsi í matvörubúðum inniheldur flest einhvers konar jurtaolíu.Vísir/egill Í næstum öllu Grænmetis- og fræolíur eru í ótrúlegustu matvælum. Fréttamaður kíkti í bakkelsisdeild búðar á höfuðborgarsvæðinu og hvert sem litið er var repjuolíu að finna í innihaldslýsingunni. Þórhallur bendir einmitt á þetta; olíurnar finnast iðulega í unnum og djúpsteiktum matvörum, sælgæti og bökunarvörum. „Ég myndi frekar velta fyrir mér hvort það væri skynsamlegt að borða mikið af þeim matvælum heldur en að hafa áhyggjur af olíunni sjálfri. Ég held við séum að flækja matinn of mikið. Við þurfum ekki að vera með doktorspróf í matvælafræði til þess að borða. Þannig að ég held að þetta sé fulllangt gengið,“ segir Þórhallur. „Af hverju veltum við ekki fyrir okkur af hverju við borðum ekki meira af trefjum? Því það er eiginlega stóra vandamálið.“ Neytendur Matur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Hálfgerð herferð gegn fræ- og jurtaolíum á borð við repjuolíu og sólblómaolíu hefur verið rekin á samfélagsmiðlum síðustu misseri, bæði hérlendis og erlendis. Þessar olíur sagðar skelfilega óhollar og jafnvel valdur að hinum ýmsu sjúkdómum. Ritdeilur um meinta skaðsemi jurtaolía vöktu mikla athygli á Vísi nú í vikunni. En hvað segja sérfræðingarnir? Alls ekki eitur Eru þessar olíur eitur? „Nei. Eitur er eitthvað sem gerir þér illt mjög hratt og olíur og hvaða tegund af fitu og matvælum sem við leyfum hérna í búðunum flokkast ekki undir það. Svo er þetta spurning um hvað er hollt og í sjálfu sér eru jurtaolíur bara mjög hollar innan eðlilegra marka,“ segir Þórhallur Ingi Halldórsson, prófessor við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Þórhallur Ingi Halldórsson, prófessor við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands.Vísir/Egill Og hann mælir ekki endilega með því að fólk skipti jurtaolíum út fyrir fitu sem er „minna unnin“, eins og til dæmis smjör. „Það er ekkert sérstaklega góð hugmynd að við förum að borða jafnmikið af mettaðri fitu eins og við gerðum fyrir tuttugu, þrjátíu, fjörutíu árum. Og þó svo að við sjáum ekki eins skýrt í dag samhengi milli mettaðrar fitu og hjarta- og æðasjúkdóma þá er það einfaldlega út af því að við borðum mikið, mikið minna af henni en áður,“ segir Þórhallur. Bakkelsi í matvörubúðum inniheldur flest einhvers konar jurtaolíu.Vísir/egill Í næstum öllu Grænmetis- og fræolíur eru í ótrúlegustu matvælum. Fréttamaður kíkti í bakkelsisdeild búðar á höfuðborgarsvæðinu og hvert sem litið er var repjuolíu að finna í innihaldslýsingunni. Þórhallur bendir einmitt á þetta; olíurnar finnast iðulega í unnum og djúpsteiktum matvörum, sælgæti og bökunarvörum. „Ég myndi frekar velta fyrir mér hvort það væri skynsamlegt að borða mikið af þeim matvælum heldur en að hafa áhyggjur af olíunni sjálfri. Ég held við séum að flækja matinn of mikið. Við þurfum ekki að vera með doktorspróf í matvælafræði til þess að borða. Þannig að ég held að þetta sé fulllangt gengið,“ segir Þórhallur. „Af hverju veltum við ekki fyrir okkur af hverju við borðum ekki meira af trefjum? Því það er eiginlega stóra vandamálið.“
Neytendur Matur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira