Ýmsar tilgátur um bráðnun íss á Öskjuvatni en fátt um svör Kjartan Kjartansson skrifar 15. febrúar 2023 17:39 Mynd Sentinel-2-gervitunglsins frá 13. febrúar 2023 sýnir hvernig ís hefur hörfað af stórum hluta Öskjuvatns. Veðurstofa Íslands Engar mælingar hafa enn náð að varpa ljósi á hvers vegna ís á Öskjuvatni hefur hörfað að miklu leyti, mörgum mánuðum fyrr en í hefðbundnu árferði. Ein tilgátan af mörgum er að sterkir suðlægir vindar ásamt hlýindum að undanförnu kunni að hafa stjakað við ísnum. Nýlegar gervitunglamyndir sýna að ísinn á Öskjuvatni hefur hörfað að miklu leyti þrátt fyrir að febrúar sé aðeins rétt hálfnaður. Venjulega gerist það í júní eða júlí. Síðast hopaði ísinn sérstaklega snemma árið 2012 en þá gerðist það í mars. Land hefur risið í Öskju frá því í ágúst 2021, líklega vegna kvikuinnskots sem áætlað er að sé á um tveggja til þriggja kílómetra dýpi. Engin gögn eða mælingar tengja hins vegar þær jarðhræringar við bráðnun íssins á vatninu. Engar teljandi breytingar hafa þannig orðið á skjálftavirkni í Ösku undanfarnar vikur, að því er segir í grein á vef Veðurstofu Íslands. Ýmsar tilgátur um orsakir bráðnunarinnar hafa verið viðraðar en ekki hefur tekist að styðja þær með mælingum. Þannig eru engin merki um það á landi að jarðhiti hafi aukist, ekki frekar en þegar ísinn bráðnaði snemma árs 2012. Nægilegur varmi er sagður í vatninu sjálfu til þess að bræða ísinn en til þess þyrfti að koma vatninu undir ísnum á hreyfingu. Til þess að það gerðist þyrfti breytingar á jarðhita, gasuppstreymi, skriður eða vind sem komist í opna vök. Ein skýring gæti þannig verið sérstakar veðuraðstæður upp á síðkastið, sterkir suðlægir vindar með hlýindum. Hitastig við Upptyppinga, sem eru í um 25 kílómetra fjarlægð frá Öskju og standa um 600 metrum lægra, mældist fimm til níu gráður á tímabili. Aftur á móti eru önnur vötn á hálendinu enn ísilögð og engin merki um að þau opnist vegna veðuraðstæðna. Veðurstofan segir að vísindamenn hennar haldi áfram að fylgja með stöðunni í Öskju og upplýsa um þróunina á næstunni. Askja Eldgos og jarðhræringar Þingeyjarsveit Vísindi Tengdar fréttir Vökin í Öskjuvatni stækkar um sem nemur sjötíu fótboltavöllum Eldfjallafræðingar fylgjast grannt með stækkun vakarinnar í Öskjuvatni. Vökin var á laugardaginn orðin 205 hektarar að stærð og hafði flatarmál hennar þá aukist um fimmtíu hektara á einum sólarhring. 13. febrúar 2023 14:31 Fylgjast vel með Öskju Vakir í ís Öskjuvatns eru afbrigðilega stórar. Rannsóknarstofa í eldfjallafræði og náttúruvá segir vert að fylgjast vel með. 9. febrúar 2023 20:02 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Fleiri fréttir Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Sjá meira
Nýlegar gervitunglamyndir sýna að ísinn á Öskjuvatni hefur hörfað að miklu leyti þrátt fyrir að febrúar sé aðeins rétt hálfnaður. Venjulega gerist það í júní eða júlí. Síðast hopaði ísinn sérstaklega snemma árið 2012 en þá gerðist það í mars. Land hefur risið í Öskju frá því í ágúst 2021, líklega vegna kvikuinnskots sem áætlað er að sé á um tveggja til þriggja kílómetra dýpi. Engin gögn eða mælingar tengja hins vegar þær jarðhræringar við bráðnun íssins á vatninu. Engar teljandi breytingar hafa þannig orðið á skjálftavirkni í Ösku undanfarnar vikur, að því er segir í grein á vef Veðurstofu Íslands. Ýmsar tilgátur um orsakir bráðnunarinnar hafa verið viðraðar en ekki hefur tekist að styðja þær með mælingum. Þannig eru engin merki um það á landi að jarðhiti hafi aukist, ekki frekar en þegar ísinn bráðnaði snemma árs 2012. Nægilegur varmi er sagður í vatninu sjálfu til þess að bræða ísinn en til þess þyrfti að koma vatninu undir ísnum á hreyfingu. Til þess að það gerðist þyrfti breytingar á jarðhita, gasuppstreymi, skriður eða vind sem komist í opna vök. Ein skýring gæti þannig verið sérstakar veðuraðstæður upp á síðkastið, sterkir suðlægir vindar með hlýindum. Hitastig við Upptyppinga, sem eru í um 25 kílómetra fjarlægð frá Öskju og standa um 600 metrum lægra, mældist fimm til níu gráður á tímabili. Aftur á móti eru önnur vötn á hálendinu enn ísilögð og engin merki um að þau opnist vegna veðuraðstæðna. Veðurstofan segir að vísindamenn hennar haldi áfram að fylgja með stöðunni í Öskju og upplýsa um þróunina á næstunni.
Askja Eldgos og jarðhræringar Þingeyjarsveit Vísindi Tengdar fréttir Vökin í Öskjuvatni stækkar um sem nemur sjötíu fótboltavöllum Eldfjallafræðingar fylgjast grannt með stækkun vakarinnar í Öskjuvatni. Vökin var á laugardaginn orðin 205 hektarar að stærð og hafði flatarmál hennar þá aukist um fimmtíu hektara á einum sólarhring. 13. febrúar 2023 14:31 Fylgjast vel með Öskju Vakir í ís Öskjuvatns eru afbrigðilega stórar. Rannsóknarstofa í eldfjallafræði og náttúruvá segir vert að fylgjast vel með. 9. febrúar 2023 20:02 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Fleiri fréttir Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Sjá meira
Vökin í Öskjuvatni stækkar um sem nemur sjötíu fótboltavöllum Eldfjallafræðingar fylgjast grannt með stækkun vakarinnar í Öskjuvatni. Vökin var á laugardaginn orðin 205 hektarar að stærð og hafði flatarmál hennar þá aukist um fimmtíu hektara á einum sólarhring. 13. febrúar 2023 14:31
Fylgjast vel með Öskju Vakir í ís Öskjuvatns eru afbrigðilega stórar. Rannsóknarstofa í eldfjallafræði og náttúruvá segir vert að fylgjast vel með. 9. febrúar 2023 20:02