Hefur miklar áhyggjur af nikótínotkun barna Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 12. febrúar 2023 12:54 Valgerður segir markaðsöflin hafa yfirhöndina og til dæmis mjög blekkjandi að talað sé um að efnið sé hvítt og liti ekki tennurnar. Tvö til þrjú börn og unglingar koma á viku koma á barnadeild Landspítalans með nikótíneitrun eftir að hafa sett svona upp í sig nikótínpúða eða apað slíkt eftir fullorðnum. Nikótínpúðar eru fíkniefni og oftast fyrsta slíka efnið sem fólk notar. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýjum þætti Einars Bárðarsonar, Einmitt, þar sem hann ræðir við Valgerði Rúnarsdóttur, framkvæmdastjóra lækninga hjá SÁÁ. Miklar áhyggjur af tíðni munntóbaksfíknar Munntóbaks-æði hefur gripið hefur fjölmennan hluta ungs fólks, sér í lagi íþróttafólks, hér á landi og Valgerður segir notkun nikotínpúða mikið áhyggjuefni, því regluverkið sé afar svifaseint á meðan markaðssetningin er stöðug og mikil. „Það kom bara allt í einu rosa hress Svíi sem kom munntóbaki upp í alla ungu kynslóðina. Bara eins og að hann hefði verið að selja hillur úr IKEA. Hvað er að frétta af því?“ segir Einar í því sambandi og bætir við ef honum dytti í hug að hafa áhyggjur af börnunum sínum þá veit hann að þau geta ekki keypt sígarettur auðveldlega en þau geta valið úr gríðarlegum fjölda tegunda af nikótínpúðum. Mjög ávanabindandi og mikið nikótín Valgerður segir markaðsöflin hafa yfirhöndina og til dæmis mjög blekkjandi að talað sé um að efnið sé hvítt og liti ekki tennurnar. „Í raun er þetta mjög ávanabindandi og mikið nikótín í þessu. Þau sem nota þetta eru með þetta meira og minna allan daginn.“ Einar minnist einnig á sóðaskapinn sem af þessu hlýst. Á sama tíma og sígarettustubbar séu hverfandi á götum úti sjáist nú nikótínpúðar ansi víða. Mestur fíknivandi tengdur löglegum efnum Á Íslandi gilda lög og reglur um reyktóbak og Valgerður bendir á að seint um síðir hafi þau náð yfir rafrettur. Eftir eigi að setja slíkar reglur um nikotínpúða. „Þetta stóra sem snýr að fíkniefnum er þessi pólitíska umgjörð sem skiptir mestu máli. Þegar stundum er verið að tala um afglæpavæðingu og lögleiðingu, en við sjáum að mesti vandinn er tengdur löglegum efnum. Ég er 100% á því að ekki eigi refsa fólki fyrir neyslu eða vera með fíkn og það er yfirleitt ekki gert á Íslandi, þótt við höfum einhver dæmi um slíkt og hægt sé að gera betur. En við höfum ekki náð utan um þennan nýja faraldur sem við vitum ekki hvaða áhrif mun hafa,“ segir Valgerður. Nikótínpúðar Heilsa Börn og uppeldi Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýjum þætti Einars Bárðarsonar, Einmitt, þar sem hann ræðir við Valgerði Rúnarsdóttur, framkvæmdastjóra lækninga hjá SÁÁ. Miklar áhyggjur af tíðni munntóbaksfíknar Munntóbaks-æði hefur gripið hefur fjölmennan hluta ungs fólks, sér í lagi íþróttafólks, hér á landi og Valgerður segir notkun nikotínpúða mikið áhyggjuefni, því regluverkið sé afar svifaseint á meðan markaðssetningin er stöðug og mikil. „Það kom bara allt í einu rosa hress Svíi sem kom munntóbaki upp í alla ungu kynslóðina. Bara eins og að hann hefði verið að selja hillur úr IKEA. Hvað er að frétta af því?“ segir Einar í því sambandi og bætir við ef honum dytti í hug að hafa áhyggjur af börnunum sínum þá veit hann að þau geta ekki keypt sígarettur auðveldlega en þau geta valið úr gríðarlegum fjölda tegunda af nikótínpúðum. Mjög ávanabindandi og mikið nikótín Valgerður segir markaðsöflin hafa yfirhöndina og til dæmis mjög blekkjandi að talað sé um að efnið sé hvítt og liti ekki tennurnar. „Í raun er þetta mjög ávanabindandi og mikið nikótín í þessu. Þau sem nota þetta eru með þetta meira og minna allan daginn.“ Einar minnist einnig á sóðaskapinn sem af þessu hlýst. Á sama tíma og sígarettustubbar séu hverfandi á götum úti sjáist nú nikótínpúðar ansi víða. Mestur fíknivandi tengdur löglegum efnum Á Íslandi gilda lög og reglur um reyktóbak og Valgerður bendir á að seint um síðir hafi þau náð yfir rafrettur. Eftir eigi að setja slíkar reglur um nikotínpúða. „Þetta stóra sem snýr að fíkniefnum er þessi pólitíska umgjörð sem skiptir mestu máli. Þegar stundum er verið að tala um afglæpavæðingu og lögleiðingu, en við sjáum að mesti vandinn er tengdur löglegum efnum. Ég er 100% á því að ekki eigi refsa fólki fyrir neyslu eða vera með fíkn og það er yfirleitt ekki gert á Íslandi, þótt við höfum einhver dæmi um slíkt og hægt sé að gera betur. En við höfum ekki náð utan um þennan nýja faraldur sem við vitum ekki hvaða áhrif mun hafa,“ segir Valgerður.
Nikótínpúðar Heilsa Börn og uppeldi Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira