Uppvakningahugmyndir um sjóeldi Daníel Jakobsson skrifar 11. febrúar 2023 15:30 Uppvakningahugmynd (e. zombie ideas) er hugmynd eða hugarfóstur sem hefði átt að vera drepin með staðreyndum en nær samt að lifa áfram og vakna aftur til lífsins sama hvað á dynur, og er þannig haldið á lofti í umræðunni eins og sannindum þrátt fyrir að staðreyndir tali öðru máli. Paul Krugman, nóbelsverðlaunahafa í hagfræði, hefur verið tíðrætt um slíkar hugmyndir. Hefur hann orðað það sem svo að tilgangurinn með því að draga sífellt fram uppvakningahugmyndir, sama hversu oft er búið að skjóta þær niður með gögnum og staðreyndum, sé einfaldlega sá að rugla umræðuna í pólitískum tilgangi. Áður en lengra er haldið skal tekið fram að Krugman hefur ekki rætt um lax í þessu samhengi – svo ég viti til í það minnsta. Engu að síður rifjaðist þetta hugtak upp fyrir mér við að fylgjast með umræðum um skýrslu Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluna í kringum sjókvíaeldi á Íslandi. Áður en lengra er haldið skal það einnig tekið fram að í skýrslu Ríkisendurskoðunar eru margar ábendingar sem eru góðar og gildar. Fjöldi aðila í fiskeldi hafa bent á það um árabil að stofnanir eru undirmannaðar og regluverkið óskilvirkt. Úttektin er því af hinu góða og mun vonandi verða til þess að betrumbæta skilyrði atvinnugreinarinnar og gera hana skilvirkari í þágu samfélagsins. Sjókvíaeldin greiða sértæka skatta En aftur að uppvakningahugmyndum. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar er fremur stuttlega rætt um skattaumhverfi greinarinnar en ýjað að því að það megi draga í efa að tekjur ríkisins af greininni standi undir kostnaðinum sem ríkið verður fyrir vegna umgjarðarinnar um eldið. Það sem verra er að víða virðist þeirri hugmynd haldið á lofti að það sé yfirhöfuð engin gjaldtaka af fiskeldi. Vandséð er hvernig hægt er að komast að þeirri niðurstöðu. Enn hærri gjöld eru í farvatninu Búið er að lögfesta verulegan skatt og gjöld á sjókvíaeldi á Íslandi og reyndar er stefnt að því að gjöld á fiskeldi verði með því hæsta sem þekkist í heiminum hér á landi. Þessi gjöld verða innleidd á sjö árum og er árið 2023 fjórða árið í innleiðingarferlinu. Í ár verða því greiddar 18 krónur af hverju framleiddu kílói til ríkisins, ef afsláttar nyti ekki enn við væri gjaldið 31,5 krónur. Gert er ráð fyrir að gjaldið nemi um 800 milljóum á þessu ári. Sjóeldisfyrirtækin eru þannig nú þegar farin að greiða sértæka skatta, þótt þau séu flest enn í uppbyggingarfasa. Á næstu árum er fyrirséð að framleiðsla aukist samhliða því að afsláttur minnkar. Þó tekjur ríkissjóðs af fiskeldisgjaldi séu nú þegar verulegar munu þær verða enn meiri að óbreyttu það er víst. Til viðbótar koma svo aflagjöld sem renna til sveitarfélaga og gjald í umhverfissjóð sjókvíaeldis. Allt í allt er búið að búa til tekjustofn fyrir hið opinbera sem mun innan tíðar skila að óbreyttu milljörðum í ríkissjóð í sérstökum sköttum. Til þess þarf engar lagabreytingar. Augljós tekjulind fyrir ríkissjóð Það er því óþarfi að halda þeirri uppvakningahugmynd lifandi með því að tala eins og hér séu engir skattar á fiskeldi þegar að staðreyndin er sú að hið opinbera hefur búið svo um hnútana að nú þegar er til staðar kerfi sem er með hærri álögur á sjókvíaeldi en víða þekkist þrátt fyrir að greinin sé hér mjög ung og í miklum fjárfestingum. Það er augljóst að hún er tekjulind fyrir ríkissjóð. Leyfum því uppvakningum að deyja og vinnum saman að því að bæta regluverk, umgjörð og stjórnsýslu um greinina. Það er hagur okkar allra. Höfundur er framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Arctic Fish. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Uppvakningahugmynd (e. zombie ideas) er hugmynd eða hugarfóstur sem hefði átt að vera drepin með staðreyndum en nær samt að lifa áfram og vakna aftur til lífsins sama hvað á dynur, og er þannig haldið á lofti í umræðunni eins og sannindum þrátt fyrir að staðreyndir tali öðru máli. Paul Krugman, nóbelsverðlaunahafa í hagfræði, hefur verið tíðrætt um slíkar hugmyndir. Hefur hann orðað það sem svo að tilgangurinn með því að draga sífellt fram uppvakningahugmyndir, sama hversu oft er búið að skjóta þær niður með gögnum og staðreyndum, sé einfaldlega sá að rugla umræðuna í pólitískum tilgangi. Áður en lengra er haldið skal tekið fram að Krugman hefur ekki rætt um lax í þessu samhengi – svo ég viti til í það minnsta. Engu að síður rifjaðist þetta hugtak upp fyrir mér við að fylgjast með umræðum um skýrslu Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluna í kringum sjókvíaeldi á Íslandi. Áður en lengra er haldið skal það einnig tekið fram að í skýrslu Ríkisendurskoðunar eru margar ábendingar sem eru góðar og gildar. Fjöldi aðila í fiskeldi hafa bent á það um árabil að stofnanir eru undirmannaðar og regluverkið óskilvirkt. Úttektin er því af hinu góða og mun vonandi verða til þess að betrumbæta skilyrði atvinnugreinarinnar og gera hana skilvirkari í þágu samfélagsins. Sjókvíaeldin greiða sértæka skatta En aftur að uppvakningahugmyndum. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar er fremur stuttlega rætt um skattaumhverfi greinarinnar en ýjað að því að það megi draga í efa að tekjur ríkisins af greininni standi undir kostnaðinum sem ríkið verður fyrir vegna umgjarðarinnar um eldið. Það sem verra er að víða virðist þeirri hugmynd haldið á lofti að það sé yfirhöfuð engin gjaldtaka af fiskeldi. Vandséð er hvernig hægt er að komast að þeirri niðurstöðu. Enn hærri gjöld eru í farvatninu Búið er að lögfesta verulegan skatt og gjöld á sjókvíaeldi á Íslandi og reyndar er stefnt að því að gjöld á fiskeldi verði með því hæsta sem þekkist í heiminum hér á landi. Þessi gjöld verða innleidd á sjö árum og er árið 2023 fjórða árið í innleiðingarferlinu. Í ár verða því greiddar 18 krónur af hverju framleiddu kílói til ríkisins, ef afsláttar nyti ekki enn við væri gjaldið 31,5 krónur. Gert er ráð fyrir að gjaldið nemi um 800 milljóum á þessu ári. Sjóeldisfyrirtækin eru þannig nú þegar farin að greiða sértæka skatta, þótt þau séu flest enn í uppbyggingarfasa. Á næstu árum er fyrirséð að framleiðsla aukist samhliða því að afsláttur minnkar. Þó tekjur ríkissjóðs af fiskeldisgjaldi séu nú þegar verulegar munu þær verða enn meiri að óbreyttu það er víst. Til viðbótar koma svo aflagjöld sem renna til sveitarfélaga og gjald í umhverfissjóð sjókvíaeldis. Allt í allt er búið að búa til tekjustofn fyrir hið opinbera sem mun innan tíðar skila að óbreyttu milljörðum í ríkissjóð í sérstökum sköttum. Til þess þarf engar lagabreytingar. Augljós tekjulind fyrir ríkissjóð Það er því óþarfi að halda þeirri uppvakningahugmynd lifandi með því að tala eins og hér séu engir skattar á fiskeldi þegar að staðreyndin er sú að hið opinbera hefur búið svo um hnútana að nú þegar er til staðar kerfi sem er með hærri álögur á sjókvíaeldi en víða þekkist þrátt fyrir að greinin sé hér mjög ung og í miklum fjárfestingum. Það er augljóst að hún er tekjulind fyrir ríkissjóð. Leyfum því uppvakningum að deyja og vinnum saman að því að bæta regluverk, umgjörð og stjórnsýslu um greinina. Það er hagur okkar allra. Höfundur er framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Arctic Fish.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun