Flugtak inni í háskóla Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. febrúar 2023 20:01 Sýndarveruleikagleraugu verða héðan í frá notuð í þjálfun flugmanna Icelandair. Búnaðurinn er mjög nákvæmur en með hjálp hans er hægt framkvæma nær allt sem hægt er að gera í flugstjórnarklefanum. Elísabet Inga, skutlaði nokkrum Íslendingum til Tenerife með hjálp gleraugnanna í dag. Framadagar fóru fram í Háskóla Reykjavíkur í dag en markmið þeirra er að tengja saman háskóla við atvinnulífið í einum viðburði. Fjölmörg fyrirtæki kynntu sína starfsemi í skólanum í dag - þeirra á meðal Icelandair sem leyfði gestum að prufa sýndarveruleikagleraugu sem verða framvegis notuð í þjálfun flugmanna. „Þetta er verkleg þjálfun sem fer með okkur yfir alls konar atriði og getur sett okkur inn í ýmsar aðstæður,“ segir Jenný María Unnarsdóttir, flugmaður hjá Icelandair. Allt með það að markmiði að auka flugöryggi. Gleraugun eru mjög nákvæm en með hjálp þeirra kemst maður inn í flugstjórnarklefann með alla þá takka sem þar eru fyrir augum. Með hjálp gleraugnanna geta flugmenn æft sig í flugtaki, lendingu og öllu þar á milli. „Það er líka hægt að tengja tvö gleraugu saman þannig að flugstjóri og flugmaður geta unnið saman í þessu. Svo getur þjálfarinn fylgst með á skjánum hvað fer fram. Þetta er rosalega raunverulegt, það er hægt að skoða hvert fólk horfir, hvaða köll fara fram og hitt og þetta.“ Jenný aðstoðar fréttamann sem hefur, líklegast sem betur fer, aldrei sest í flugmannssætið.sigurjón ólason Og þá er ekkert að vanbúnaði nema að prufa. Fréttamaður ýtir á nokkra takka, fær leyfi til flugtaks og tekur á loft - líklegast að flytja alla þessa sólarþyrstu Íslendinga til Tenerife. Er þetta bylting? „Já ég myndi segja það.“ Icelandair Fréttir af flugi Tækni Skóla - og menntamál Samgöngur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Sjá meira
Framadagar fóru fram í Háskóla Reykjavíkur í dag en markmið þeirra er að tengja saman háskóla við atvinnulífið í einum viðburði. Fjölmörg fyrirtæki kynntu sína starfsemi í skólanum í dag - þeirra á meðal Icelandair sem leyfði gestum að prufa sýndarveruleikagleraugu sem verða framvegis notuð í þjálfun flugmanna. „Þetta er verkleg þjálfun sem fer með okkur yfir alls konar atriði og getur sett okkur inn í ýmsar aðstæður,“ segir Jenný María Unnarsdóttir, flugmaður hjá Icelandair. Allt með það að markmiði að auka flugöryggi. Gleraugun eru mjög nákvæm en með hjálp þeirra kemst maður inn í flugstjórnarklefann með alla þá takka sem þar eru fyrir augum. Með hjálp gleraugnanna geta flugmenn æft sig í flugtaki, lendingu og öllu þar á milli. „Það er líka hægt að tengja tvö gleraugu saman þannig að flugstjóri og flugmaður geta unnið saman í þessu. Svo getur þjálfarinn fylgst með á skjánum hvað fer fram. Þetta er rosalega raunverulegt, það er hægt að skoða hvert fólk horfir, hvaða köll fara fram og hitt og þetta.“ Jenný aðstoðar fréttamann sem hefur, líklegast sem betur fer, aldrei sest í flugmannssætið.sigurjón ólason Og þá er ekkert að vanbúnaði nema að prufa. Fréttamaður ýtir á nokkra takka, fær leyfi til flugtaks og tekur á loft - líklegast að flytja alla þessa sólarþyrstu Íslendinga til Tenerife. Er þetta bylting? „Já ég myndi segja það.“
Icelandair Fréttir af flugi Tækni Skóla - og menntamál Samgöngur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Sjá meira