Sneru við niðurstöðu um hærri bætur þrátt fyrir fyrirvara Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. febrúar 2023 23:00 Hæstiréttur sneri við dómum héraðsdóms og Landsréttar með dómi sínum í dag. vísir/vilhelm Hæstiréttur hefur sýknað tryggingarfélagið Sjóvá af kröfum háseta sem hafði bæði fyrir héraðsdómi og Landsrétti fengið hærri bætur vegna fyrirvara um síðara örorkumat sem gæti leitt til hærri bóta. Málið á rætur sínar að rekja til slyss sem háseti varð á frystitogara árið 2014. Slasaðist hann um borð þegar trollpoki sem hann stóð á var hífður upp með þeim afleiðingum að hann kastaðist á járnsúlu á dekki skipsins og slasaðist á vinstra hné. Hann þurfti að hætta sjómennsku eftir slysið. Varanleg örorka hans var upphaflega metin tíu prósent og varanlegur miski metinn fimm stig. Var hásetinn tryggður hjá Sjóvá og var bótaskylda þess óumdeild. Fyrirvarinn talinn trompa skilmála Lögmaður hásetans undirritaði bótayfirlit fyrir hönd hans en gerði nokkra fyrirvara, meðal annars sem lutu að rétti hans til frekari bóta ef varanleg örorka eða miski hans yrði síðar metinn hærri en samkvæmt fyrstu matsgerð. Heilsu hásetans hrakaði töluvert í kjölfarið og óskaði hann álits örorkunefndar sem komst að þeirri niðurstöðu árið 2019 að varanlegur miski hans væri fimmtán stig og varanlega örorka 25 prósent. Beindi hann kröfu að Sjóvá til að fá bætur miðað við hina nýtti matsgerð. Þeirri kröfu var hins vegar synjað af hálfu Sjóva með vísan til vátryggingarskilmála sem kveða á um að örorkumat skuli framkvæmt innan þriggja ára frá slysdegi. Liðin voru rúm fimm ár frá slysdegi þar til hið nýja örorkumat var unnið. Höfðaði hásetinn því dómsmál á hendur Sjóvá og vann málið bæði í héraði og Landsrétti þar sem fyrirvari hásetans var talinn trompa ákvæði vátryggingarskilmála. Var honum þar með dæmdar bætur samkvæmt hinu nýja örorkumati. Öndverð niðurstaða í Hæstarétti Í júní á síðasta ári óskaði Sjóvá eftir áfrýjunarleyfi sem Hæstiréttur samþykkti með vísan til þess að dómurinn kunni að hafa fordæmisgildi, meðal annars um skýringu vátryggingarsamnings og þýðingu fyrirvara við bótauppgjör. Hæstiréttur sneri með dómi sínum í dag við niðurstöðu Landsréttar og sýknaði Sjóvá af kröfum hásetans um frekari bætur. Var í niðurstöðu Hæstaréttar vísað til þess að í dómaframkvæmd hefði verið viðurkennt að vátryggingafélög hafi réttmæta hagsmuni af því að mæla fyrir um tímafresti og að þriggja ára frestur hafi ekki verið talinn óeðlilegur. Þar sem fyrirvari hásetans við bótauppgjörið laut ekki að skilmála slysatryggingarinnar um þriggja ára frest var honum hafnað og Sjóvá því sýknað af öllum kröfum hásetans. Dómur Hæstaréttar í heild sinni. Dómsmál Tryggingar Sjávarútvegur Vinnuslys Tengdar fréttir Sjóvá fær að áfrýja máli háseta sem fékk hærri bætur vegna fyrirvara Sjóvá-Almennar tryggingar hf. hefur fengið beiðni um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar samþykkta vegna dóms Landsréttar í máli háseta sem hlaut varanlega örorku þegar hann slasaðist á sjó árið 2014. 21. júní 2022 14:27 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Sjá meira
Málið á rætur sínar að rekja til slyss sem háseti varð á frystitogara árið 2014. Slasaðist hann um borð þegar trollpoki sem hann stóð á var hífður upp með þeim afleiðingum að hann kastaðist á járnsúlu á dekki skipsins og slasaðist á vinstra hné. Hann þurfti að hætta sjómennsku eftir slysið. Varanleg örorka hans var upphaflega metin tíu prósent og varanlegur miski metinn fimm stig. Var hásetinn tryggður hjá Sjóvá og var bótaskylda þess óumdeild. Fyrirvarinn talinn trompa skilmála Lögmaður hásetans undirritaði bótayfirlit fyrir hönd hans en gerði nokkra fyrirvara, meðal annars sem lutu að rétti hans til frekari bóta ef varanleg örorka eða miski hans yrði síðar metinn hærri en samkvæmt fyrstu matsgerð. Heilsu hásetans hrakaði töluvert í kjölfarið og óskaði hann álits örorkunefndar sem komst að þeirri niðurstöðu árið 2019 að varanlegur miski hans væri fimmtán stig og varanlega örorka 25 prósent. Beindi hann kröfu að Sjóvá til að fá bætur miðað við hina nýtti matsgerð. Þeirri kröfu var hins vegar synjað af hálfu Sjóva með vísan til vátryggingarskilmála sem kveða á um að örorkumat skuli framkvæmt innan þriggja ára frá slysdegi. Liðin voru rúm fimm ár frá slysdegi þar til hið nýja örorkumat var unnið. Höfðaði hásetinn því dómsmál á hendur Sjóvá og vann málið bæði í héraði og Landsrétti þar sem fyrirvari hásetans var talinn trompa ákvæði vátryggingarskilmála. Var honum þar með dæmdar bætur samkvæmt hinu nýja örorkumati. Öndverð niðurstaða í Hæstarétti Í júní á síðasta ári óskaði Sjóvá eftir áfrýjunarleyfi sem Hæstiréttur samþykkti með vísan til þess að dómurinn kunni að hafa fordæmisgildi, meðal annars um skýringu vátryggingarsamnings og þýðingu fyrirvara við bótauppgjör. Hæstiréttur sneri með dómi sínum í dag við niðurstöðu Landsréttar og sýknaði Sjóvá af kröfum hásetans um frekari bætur. Var í niðurstöðu Hæstaréttar vísað til þess að í dómaframkvæmd hefði verið viðurkennt að vátryggingafélög hafi réttmæta hagsmuni af því að mæla fyrir um tímafresti og að þriggja ára frestur hafi ekki verið talinn óeðlilegur. Þar sem fyrirvari hásetans við bótauppgjörið laut ekki að skilmála slysatryggingarinnar um þriggja ára frest var honum hafnað og Sjóvá því sýknað af öllum kröfum hásetans. Dómur Hæstaréttar í heild sinni.
Dómsmál Tryggingar Sjávarútvegur Vinnuslys Tengdar fréttir Sjóvá fær að áfrýja máli háseta sem fékk hærri bætur vegna fyrirvara Sjóvá-Almennar tryggingar hf. hefur fengið beiðni um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar samþykkta vegna dóms Landsréttar í máli háseta sem hlaut varanlega örorku þegar hann slasaðist á sjó árið 2014. 21. júní 2022 14:27 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Sjá meira
Sjóvá fær að áfrýja máli háseta sem fékk hærri bætur vegna fyrirvara Sjóvá-Almennar tryggingar hf. hefur fengið beiðni um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar samþykkta vegna dóms Landsréttar í máli háseta sem hlaut varanlega örorku þegar hann slasaðist á sjó árið 2014. 21. júní 2022 14:27