Pútín hafi ákveðið að senda eldflaugina sem notuð var gegn MH17 Samúel Karl Ólason skrifar 8. febrúar 2023 19:15 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Vladimir Smirnov Alþjóðlegt teymi rannsakenda segist hafa fundið sterkar vísbendingar um að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefði persónulega heimilað sendingu loftvarnarkerfis til aðskilnaðarsinna í Úkraínu sem notað var árið 2014 til að skjóta niður farþegaþotu frá Malasíu. Ólíklegt sé þó að hægt verði að sækja hann til saka. Farþegaþota Flugfélags Malasíu sem verið var að fljúga frá Hollandi til Malasíu var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014. 298 manns létust en rannsakendur komust að þeirri niðurstöðu að flugvélin hefði verið skotin niður af úkraínskum aðskilnaðarsinnum studdum af Rússlandi. Þeir hafi notast við BUK-loftvarnakerfi sem þeir hafi fengið frá Rússlandi. Sjá einnig: Röktu slóð Buk-kerfisins til Rússlands Yfirvöld í Rússlandi hafa ávallt neitað að starfa með rannsakendunum og segja Rússa ekki hafa komið að ódæðinu á nokkurn hátt. Rannsóknarteymið sem myndað var eftir að flugvélin var skotin niður segir yfirvöld í Rússlandi hafa nokkrum sinnum sent fölsuð gögn til rannsakenda. Í lok síðasta árs voru þrír menn sakfelldir af dómstól í Hollandi vegna atviksins en ólíklegt er að þeir muni nokkurn tíma sitja inni. Flestir farþegar í flugvélinni voru frá Hollandi. Rannsakendurnir luku rúmlega átta ára rannsókn þeirra í dag. Andy Kraag, frá lögreglunni í Hollandi, sagði á blaðamannafundi í dag að ættingjar þeirra sem dóu væru vonsviknir með að ekki hefði tekist að svara því af hverju flugvélin hefði verið skotin niður. Fyrir lægi hvað hefði gerst en ekki af hverju. Kraag sagði mögulegt að finna svarið við þeirri spurningu í Rússlandi en án samstarfs frá Rússum væri það ekki hægt. Því væri ekki tilefni til að halda rannsókninni áfram. Komust lengra en talið var hægt Í frétt AP fréttaveitunnar er haft eftir Kraag að meðlimir teymisins séu þó ekki vonsviknir með það hvernig rannsóknin gekk. Hún hafi gengið mun betur en vonast var í upphafi, þó þau vildu auðvitað hafa komist lengra. Leiðum sem fólk hefur notað til að koma ábendingum til teymisins verður haldið opnum áfram og líti nýjar upplýsingar dagsins ljós yrði hægt að kalla teymið saman á nýjan leik til að halda rannsókninni áfram. Yfirvöld í Hollandi og Úkraínu hafa höfðað mál gegn Rússlandi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna MH17. Saksóknarar við Alþjóðaglæpadómstólinn eru einnig að rannsaka meinta stríðsglæpi í Úkraínu. Áhugasamir geta horft á blaðamannafundinn frá því í dag í spilaranum hér að neðan. Rússland Holland Úkraína Malasía MH17 Vladimír Pútín Tengdar fréttir Lögmönnum fjölskyldna þeirra sem fórust með MH17 ógnað Lögfræðingar fjölskyldna fólks sem dó þegar flugvélin MH17 var skotin niður yfir Úkraínu hafa orðið fyrir ógnunum. Yfirvöld Hollands telja rússneska útsendarar á bakvið þær en réttarhöld standa nú yfir í Hollandi gegn mönnum frá Rússlandi og Úkraínu sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á ódæðinu. 29. október 2021 11:05 MH17: Ferðast alltaf með bakpokann sem fylgdi syninum í hans hinstu för Faðir fórnarlambs sem lést þegar MH17, farþegaflugvél Malaysian Airlines, var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014 ferðast alltaf með bakpokann sem fylgdi syni hans í sinni hinstu för. Bakpokinn fannst nánast óskemmdur í braki vélarinnar. 10. september 2021 23:31 Holland stefnir Rússlandi vegna hraps MH17 Hollensk yfirvöld hyggjast stefna Rússlandi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna aðildar Rússa að hrapi vélar Malaysia Airlines MH17 yfir Úkraínu árið 2014. 10. júlí 2020 17:57 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Stórauka útlát til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Sjá meira
Farþegaþota Flugfélags Malasíu sem verið var að fljúga frá Hollandi til Malasíu var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014. 298 manns létust en rannsakendur komust að þeirri niðurstöðu að flugvélin hefði verið skotin niður af úkraínskum aðskilnaðarsinnum studdum af Rússlandi. Þeir hafi notast við BUK-loftvarnakerfi sem þeir hafi fengið frá Rússlandi. Sjá einnig: Röktu slóð Buk-kerfisins til Rússlands Yfirvöld í Rússlandi hafa ávallt neitað að starfa með rannsakendunum og segja Rússa ekki hafa komið að ódæðinu á nokkurn hátt. Rannsóknarteymið sem myndað var eftir að flugvélin var skotin niður segir yfirvöld í Rússlandi hafa nokkrum sinnum sent fölsuð gögn til rannsakenda. Í lok síðasta árs voru þrír menn sakfelldir af dómstól í Hollandi vegna atviksins en ólíklegt er að þeir muni nokkurn tíma sitja inni. Flestir farþegar í flugvélinni voru frá Hollandi. Rannsakendurnir luku rúmlega átta ára rannsókn þeirra í dag. Andy Kraag, frá lögreglunni í Hollandi, sagði á blaðamannafundi í dag að ættingjar þeirra sem dóu væru vonsviknir með að ekki hefði tekist að svara því af hverju flugvélin hefði verið skotin niður. Fyrir lægi hvað hefði gerst en ekki af hverju. Kraag sagði mögulegt að finna svarið við þeirri spurningu í Rússlandi en án samstarfs frá Rússum væri það ekki hægt. Því væri ekki tilefni til að halda rannsókninni áfram. Komust lengra en talið var hægt Í frétt AP fréttaveitunnar er haft eftir Kraag að meðlimir teymisins séu þó ekki vonsviknir með það hvernig rannsóknin gekk. Hún hafi gengið mun betur en vonast var í upphafi, þó þau vildu auðvitað hafa komist lengra. Leiðum sem fólk hefur notað til að koma ábendingum til teymisins verður haldið opnum áfram og líti nýjar upplýsingar dagsins ljós yrði hægt að kalla teymið saman á nýjan leik til að halda rannsókninni áfram. Yfirvöld í Hollandi og Úkraínu hafa höfðað mál gegn Rússlandi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna MH17. Saksóknarar við Alþjóðaglæpadómstólinn eru einnig að rannsaka meinta stríðsglæpi í Úkraínu. Áhugasamir geta horft á blaðamannafundinn frá því í dag í spilaranum hér að neðan.
Rússland Holland Úkraína Malasía MH17 Vladimír Pútín Tengdar fréttir Lögmönnum fjölskyldna þeirra sem fórust með MH17 ógnað Lögfræðingar fjölskyldna fólks sem dó þegar flugvélin MH17 var skotin niður yfir Úkraínu hafa orðið fyrir ógnunum. Yfirvöld Hollands telja rússneska útsendarar á bakvið þær en réttarhöld standa nú yfir í Hollandi gegn mönnum frá Rússlandi og Úkraínu sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á ódæðinu. 29. október 2021 11:05 MH17: Ferðast alltaf með bakpokann sem fylgdi syninum í hans hinstu för Faðir fórnarlambs sem lést þegar MH17, farþegaflugvél Malaysian Airlines, var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014 ferðast alltaf með bakpokann sem fylgdi syni hans í sinni hinstu för. Bakpokinn fannst nánast óskemmdur í braki vélarinnar. 10. september 2021 23:31 Holland stefnir Rússlandi vegna hraps MH17 Hollensk yfirvöld hyggjast stefna Rússlandi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna aðildar Rússa að hrapi vélar Malaysia Airlines MH17 yfir Úkraínu árið 2014. 10. júlí 2020 17:57 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Stórauka útlát til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Sjá meira
Lögmönnum fjölskyldna þeirra sem fórust með MH17 ógnað Lögfræðingar fjölskyldna fólks sem dó þegar flugvélin MH17 var skotin niður yfir Úkraínu hafa orðið fyrir ógnunum. Yfirvöld Hollands telja rússneska útsendarar á bakvið þær en réttarhöld standa nú yfir í Hollandi gegn mönnum frá Rússlandi og Úkraínu sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á ódæðinu. 29. október 2021 11:05
MH17: Ferðast alltaf með bakpokann sem fylgdi syninum í hans hinstu för Faðir fórnarlambs sem lést þegar MH17, farþegaflugvél Malaysian Airlines, var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014 ferðast alltaf með bakpokann sem fylgdi syni hans í sinni hinstu för. Bakpokinn fannst nánast óskemmdur í braki vélarinnar. 10. september 2021 23:31
Holland stefnir Rússlandi vegna hraps MH17 Hollensk yfirvöld hyggjast stefna Rússlandi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna aðildar Rússa að hrapi vélar Malaysia Airlines MH17 yfir Úkraínu árið 2014. 10. júlí 2020 17:57